Hópurinn sem fer til Noregs

Yakubu 
David Moyes hefur ákveðið að velja Yakubu í hópinn gegn Brann í Noregi sem er núna á miðvikudaginn. En eins og allir ættu að vita þá var Yakubu ekki í hópnum gegn Reading vegna þess að hann mætti tveimur dögum of seint til Liverpool eftir að Nígería datt útúr Afríkukeppnina. Hinsvegar mætti Yobo á réttum tíma, svo að Yakbubu gerði mistök þar og vonandi skorar hann þá bara mikið af mörkum fyrir okkur og menn verða strax búnir að gleyma þessu. 

Slæmu fréttirnar eru þær að Mikel Arteta mun ekki ferðast með vegna meiðsla auk þess sem Pienaar og Gravesen eru ennþá meiddir. Svo að tveir af okkar bestu skapandi miðjumönnunum eru meiddir, sem er frekar slæmt.

Svo eru tveir ungir leikmenn í hópnum eða þeir Jack Rodwell og Dan Gosling. Auk þess sem Andy Van Der Meyde er einnig með.

Þeir Evrtonmenn sem munu ferðast með eru: Howard, Wessels, Hibbert, Neville, Lescott, Yobo, Jagielka, Baines, Valente, Carsley, Osman, vd Meyde, Cahill, Fernandes, Yakubu, Vaughan, Johnson, Anichebe, Rodwell, Gosling.

Eins og sést þá eru 20 leikmenn í þessum hóp en einungis 18 munu verða síðan valdir til að vera í leiknum gegn Brann á miðvikudag. Leikurinn hefst kl 19. En fyrir þá sem ekki vita þá er leikurinn sýndur á Sýn og hefst útsending kl 18:50.

Comments are closed.