20 skemmtilegir hlutir um Brann

BrannEverton

1.                  Á leið Brann í 32 liða úrslit unnu þeir Club Brugge frá Belgíu í tveimur leikjum. Brugge er í harðri baráttu um titilinn í Belgíu.

2.                  Brann eru núverandi meistarar í Noregi, fyrsti titill þeirra síðan 1963.

3.                  Frægasti leikmaður Brann, þ.e. fyrir enska áhorfendur er án efa Erik Bakke, sem spilaði á árum áður með Leeds.

4.                  Í framlínunni hjá Brann er fyrrverandi sóknarmaður Aberdeen og DundeeUnited, Robbie Winters og hefur hann spilað yfir 100 leiki fyrir Brann.

5.                  Brann enduðu í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Hamburg og Basle í riðlakeppni UEFA bikarsins, en kláraði fyrir ofan Dinamo Zagreb og Rennes.

6.                  Brann er frá Bergen í Noregi og tekur völlur þeirra 18.000 manns í sæti. Brann er eitt vinsælasta lið Noregs.

7.                  Brann vonast til hagstæðari úrslita gegn Everton en þeir hafa náð áður á móti enskum liðum, þar sem að QPR vann Brann 11-0 samanlagt í Evrópukeppni fyrir mörgum árum.

8.                  Tímabilið 1996/97 var reyndar besti árangur Brann í Evrópu þá komust þeir í 8 liða úrslit og héldu jöfnu 1-1 í heimaleik gegn Liverpool en töpuðu seinni leiknum 3-0.

9.                  Þjálfari Brann, Mons Ivar Mjelde, spilaði með Brann í leiknum gegn Liverpool 1997.

10.              Efsta deildin í Noregi hefur ekki byrjað 2008 tímabilið þar sem ekki er unnt að leika þar í vetrarhörkunni.

11.              Azar Karadzas var á láni hjá Portsmouth tímabilið 2005/06. Hann byrjaði feril sinn hjá Brann en fór síðan til erkifjendana í Rosenborg, við það fékk hann urmul af dauðahótunum, en hann er kominn til baka til Brann eftir studda viðdvöl hjá Benfica.

12.              Brann hefur nýlega fengið til liðs við sig Gylfa Einarsson frá Leeds United. Gylfi spilaði 21 leik fyrir Leeds á þremur tímabilum.

13.              Gylfi er einn af fjórum Íslendingum hjá Brann, hinir þrír eru Ólafur Örn Bjarnason, sem hefur verið hjá Brann síðan 2004. Kristján Örn Sigurðsson, sem spilaði sem unglingur hjá Stoke, en komst aldrei í aðalliðið og  Ármann Smári Björnsson.

14.              Ólafur og Kristján ganga undir nafninu “Arnarhreiðrið” hjá Brann þar sem þeir spila saman í vörninni. Þetta er dregið af millinafni þeirra félaga.

15.              Thorstein Helstad er án efa hættulegasti maður Brann, hann skoraði 62 mörk í 124 leikjum fyrir Brann frá 1999-2002. Hann fór síðan til Austurríkis og þaðan til Rosenborg, hann kom síðan til Brann 2006 og hefur skorðar 24 mörk í 36 leikjum.

16.              Hakan Opdal vann verðlaun sem besti markvörður Noregs á síðasta tímabili og tímabilið 2006.

17.              Brann hefur orðið norskur meistari þrisvar sinnum. 1962, 1963 og 2007. Þeir hafa unnið norska bikarinn sex sinnum, síðast árið 2004.

18.              Frá 1960 til aldamótana var talað um að Brann væri mjög óstöðugur klúbbur, en núna er Brann einn best rekni klúbbur í Noregi og á mjög góðri siglingu.

19.              Á meðal þeirra sem hafa spilað fyrir Brann eru Paul Scharner (Wigan), Tore Andre Flo (Leeds) og Claus Lundekvam (Southampton).

20.              Í lok janúar á þessu ári fengu Brann til liðs við sig Michael Thwaite frá Wisla Krakow. En hann er Ástralskur landsliðsmaður sem getið hefur af sér gott orð.

 

Comments are closed.