Moyes reiður

Þessi er reiður í dag

Það hefur lítið verið að gerast hér á síðunni síðustu þrjá daga. Ég vil byrja á að afsaka að ekki hafi komið neinar fréttir frá mér. En menn verða líka að vera aðeins aktívir í að commenta og taka þátt á spjallinu.

Það sem helst er í fréttum núna er að Yakubu kom tveimur dögum of seint heim á Goodison úr Afríkukeppninni og ljóst er að hann verður ekki í hópnum á laugardaginn þegar við tökum á móti Reading. Mbl.is greindi frá því að Yakubu yrði sektaður um 80.000 pund en Everton hefur ekki gefið það upp á síðunni sinni. Þetta eru ekki nógu góðar fréttir fyrir okkur þar sem að við þurfum okkar sterkasta hóp núna þegar baráttan um fjórða sætið er í algleymingi. Moyes er sagður vera algjörlega brjálaður út af þessu hjá yakubu. Ekki er víst að Yakubu fái far með flugvélinni til Noregs í næstu viku.

Þeir Gravesen, Pienaar, Anichebe og Gardner verða ekki með um helgina. Einnig lítur ekki vel út með Baines. Yobo kemur til greina í liðið en það verður erfitt að taka stöðurnar af Lescott og Jagielka.

Comments are closed.