Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Dómarar, markaskor og meiðsli - Everton.is

Dómarar, markaskor og meiðsli

Alan Wiley

Alan Wiley sem að dæmdi leik Blackburn og Everton um síðustu helgi fær ekki að dæma leik í Úrvalsdeildinni um næstu helgi. Samkvæmt enska knattspyrnusambandinu þá verður hann fjórði dómari í leik Chelsea og Liverpool. Knattspyrnusambandið segir að þetta sé vegna þess að wiley gaf David Dunn ekki annað gult spjald þegar að Dunn handlék boltann þegar að Neville var að komast framhjá honum. Glenn Turner, aðstoðardómari Wiley, fær ekki að dæma í neinum leik um helgina. Knattspyrnusambandið enska er búið að gefa það út að rangstöðudómur Turner hafi verið rangur. Það hefði verið betra ef að markið hefði fengið að standa en þetta er samt sem áður smá réttlæti að dómarar komist ekki alveg upp með svona mistök.

Í öðrum fréttum er það helst að Tim Cahill skoraði í 3-0 sigri Ástralíu á Qatar og var það hans 13 mark í 28 leikjum fyrir ástralska landsliðið. Vonum að hann komi með markheppnina til baka til Everton.

Anthony Gardner er búinn að lýsa því yfir að hann sé mjög ánægður með að vera kominn í herbúðir Everton og er hann mjög ánægður að eiga möguleika á að klára tímabilið með liði sem getur klárað í topp fjórum.

Nú er orðið ljóst að Pienaar verður frá út febrúar mánuð, þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkur.

Comments are closed.