Meiðsli og landsleikir

pio

Nú eru líkur á því að Steven Pienaar verði frá keppni í 2-3 vikur. Hann meiddist á ökkla í leik með Suður Afríku. Hann verður væntanlega ekki með Everton í næsta leik við Reading og missir því sem næst örugglega einnig af leiknum við Braan í Noregi. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur.

Eins og allir vita nú þá var Lescott valinn í 23 manna hóp enska landsliðsins, sem er gott mál. Ég held að það sé það besta sem gat gerst hjá okkur Everton mönnum að nýr landsliðsþjálfari hafi tekið við enska landsliðinu, því að Lescott hefur lagt sig 140 % í alla leiki núna til að sanna sig.

Tim Howard mun ferðast til Bandaríkjanna og spila við Mexíkó á miðvikudaginn. Einnig mun Tim Cahill ferðast alla leið til Ástralíu til að spila með landsliði sínu gegn Quatar. Vonandi koma þeir heilir til baka.

Comments are closed.