Íslendingurinn í hópi Everton, Bjarni Þór Viðarsson hefur nú fært sig yfir til Hollands þangað til í sunar. Bjarni gerði lánsamning með klásu um hugsanleg kaup eftir lánstíman. Fram kemur í ýsmum miðlum að Bjarni hafi verið orðinn óþolinmóður að bíða eftir tækifæri með aðalliðinu, en eins og margir vita er Moyes ekkert alltof gjarnt að nota unga leikmenn að undanskildum sóknarmönnum eins og td.Wayne Rooney, Anichebe og Vaughan.
Við Everton-menn á Íslandi verðum bara að vona að Bjarni slái í gegn í Hollandi og komi síðan inn í aðallið Everton næsta tímabil.
Comments are closed.