Michael Bradley

mb

Samkvæmt breskum miðlum í dag þá virðist sem Everton sé áf eftir tvítugum miðherja frá hollenska liðinu SC Heerenveen. Þetta er Michael Bradley, en hann er kani. Michael þessi er fæddur 31. júlí 1987. Hann er yngsti leikmaður MLS deildarinnar í Bandaríkjunum sem seldur hefur verið erlendis. Hann hefur spilað 43 leiki og skorað 10 mörk fyrir Heerenveen síðan hann kom þangað í apríl 2006. Hann hefur einnig spilað 12 leiki fyrir bandaríska landsliðið og skorað í þeim eitt mark.

Ég veit ekki mikið meira um þennan leikmann, en sögur segja að hann sé nokkuð sprækur og efnilegur. Samningur hans er að renna út og hefur hann lýst því yfir að hann vilji færa sig. SV Hamburg er einnig á eftir leikmanninum, en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji fara í ensku úrvalsdeildina.

17:46:34

Comments are closed.