Nýjir samningar og meiðsli

hibbert/osman

Tony Hibbert og Leon Osman skrifuðu undir nýja samninga sem gilda til ársins 2012. Þeir hafa báðir verið alla sína tíð hjá Everton og komu upp í gegnum unglingastarfið saman. Á milli sín hafa þeir leikið 329 leiki fyrir aðallið Everton og eru þeir eingöngu 26 ára. Þetta eru held ég fínar fréttir fyrir Everton.

Ekki svo góðar fréttir aftur á móti eru þær að Leighton Baines verður ekki með næsti 6-8 vikurnar. Hann fór í myndatöku sem sýna að hann er meiddur á ökkla og þarf líklega að fara í aðgerð.

Enn eru fjölmiðlar uppfullir af því að Moyes sé að reyna að ná til sín Sean Davis. Síðan kom fram í Lancashire Evening Post að Everton sé tilbúnir með 10 milljóna punda tilboð í Stuart Downing, en ég held að þær fréttir séu stórlega ýktar.

15:11:58

Comments are closed.