Neville, leikurinn og Lescott

neville

Ég vil byrja á að óska fyrirliðanum Phil Neville til hamingju með daginn, en hann er 31. árs í dag.

Það var góður dagur í gær. Everton sigraði Wigan með tveimur mörkum gegn einu. Þó voru Everton menn í smá vandræðum í seinni hálfleik. Andy Johnsson skoraði fyrsta markið á 39. mínútu þegar að AJ komst inn í sendingu titus Bramble, fínt mark. Síðan í næstu sókn á eftir skoraði Joleon Lescott annað markið með skalla eftir hornspyrnu. Allir miðlar á Bretlandseyjum eru sammála um það að það henti AJ mjög vel að spila svona einn fremstur og ég er ekki frá því. Hann var mjög vinnusamur allan leikinn og átti fínan leik. Moeys sagði það líka við Mirror að þetta leikkerfi ætti einstaklega vel við AJ. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur að hægt sé að hafa AJ einan frammi þegar að það vantar yakubu.

Lescott hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann muni berjast með kjafti og klóm að njóta náð fyrir augum Capello hjá enska landsliðinu. Hann sagði við www.evertonfc.com að hann myndi reyna að standa sig eins vel og hægt er til að spila fleiri leiki fyrir England. Að mínu mati þá á Lescott fullt erindi í landsliðið.

Gömul hetja Everton lést í gær 88 ára að aldri. Wally Fielding kom til Everton 1945 og spilaði yfir 400 leiki fyrir Everton. Þetta var mikil hetja á Goodison og vottum við honum virðingu okkar.

07:59:12

 

Comments are closed.