Morgunstundin

Moyes

Það mun mikið mæða á þessum manni á næstunni. Mikið er framundan hjá Everton. Baráttan um fjórða sætið er í algleymingi og er gríðarlega mikilvægt að sigra Wigan á morgun, sunnudag. Í síðustu sex leikjum Everton og Wigan þá hefur Everton sigrað þrisvar sinnum, tvisvar hafa liðin skilið jöfn og Wigan unnið einu sinni. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að birta mögulegt byrjunarlið en nokkuð ljóst þykir að Fernandes verði með, einnig eru góðar líkur á að Johnson verði klár í slaginn.

Næstu daga og vikur er mikið um að vera hjá okkar mönnum. Á næsta miðvikudag er seinni leikurinn við Chelsea í bikarnum og verðum við að vinna og tryggja okkur á Wmbley, það er kominn tími til.

Síðan byrjar UEFA keppnin aftur í febrúar og ferðast liðið til Noregs þann 13. febrúar, síðan er seinni leikurinn í Liverpool þann 21. febrúar. Brann er sýnd veiði en ekki gefin. Vonandi er að Everton nái að halda haus og við komumst sem lengst í Evrópu. Við eigum fyllilega heima þar.

Fjölmiðlar á Bretlandseyjum eru búnir að vera nokkuð aðgangsharðir við Moyes og spyrja hann ítrekað hvort hann ætli að kaupa einhvern leikmann áður en félagaskiptaglugginn lokar. Moyes gefur ekki mikið uppi og segist ekki vita hversu mikið af fjármununum sem að Everton fékk fyrir McFadden verði til skiptana. Hann virðist samt sem áður vera mjög spenntur fyrir Anreyi Arshavin, frekar heldur en að fá Sidwell að láni.

Þegar ég var að ljúka við þennan pistil þá sá ég á síðunni http://football-corner.blogspot.com að Moyes sé á eftir Santiago Ezquerro frá Barcelona. Spurning hvort þetta sé gáfulegt, kappinn er orðinn 31 árs gamall, en er nokkuð góður.

Að lokum vil ég skora á einhvern til að hlutast til um hitting á Höfuðborgarsvæðinu þann 13. febrúar þegar að Everton spilar í Noregi. Það er kominn tími til að við hittumst á einhverju öldurhúsi og styðjum lið okkar. Ég vil biðja þann sem til er að taka þetta að sér að stofna þráð á spjallinu.

Góðar stundir, áfram Everton

10:15:03   EGJ

Comments are closed.