Fréttir morgunsins

bob

The Times segir í dag að Everton séu að spíta í lófana og róa nú lífróður að ná til sín Andriy Arshavin. Everton vill ekki gefa mikið uppi um áhuga sinn á Rússanum.

Það er fullyrt í Daily Star að það verði gengið frá sölu McFadden í dag. Talað er um að einungis eigi eftir að semja um eitthvað smávægilegt um persónulega hagi leikmannsins og fjölskyldu hans.

Í Telegraph er sagt að Moyes sé hættur að skoða Stephen Hunt hjá Reading heldur sé farin að beina sjónun sínum að Santiago Ezquerro hjá Barcelona.

Síðan er gaman að segja frá því að í gær var viðtal við Gary Lineker og þar sagði hann frá því afhverju hann hefði bara spilað eitt tímabil með Everton. Hann sagðist hafa viljað spila lengur með liðinu þar sem hann fullyrðir að hópurinn hjá Everton tímabilið 1985/86 sé besti hópur sem að hann hafi spilað með. Lineker segir að það hafi verið stjórn Everton sem vildi selja hann þar sem þeir fengu mjög gott tilboð frá Barcelona. Lineker tók það skýrt fram að hann hefði mjög mikið viljað spila lengur með Everton.

Síðan eru kannski einhverjir að velta fyrir sér myndinni hér að ofan, en 18. janúar 1951 fæddist Robert Dennis "Bob" Latchford, en hann spilaði 268 leiki fyrir Everton og skoraði í þeim 138 mörk. Þar á meðal var hann markahæsti maður deildarinnar tímabilið 1977/78 með 30 mörk. Hann var einnig markahæsti leikmaður Everton sex tímabil í röð. Til hamingju með afmælið Bob.

18.01.2008/09:48:34        EGJ

Comments are closed.