Manuel Fernandes leikmaður Valencia er að koma til Everton að nýju og mun hann koma að láni út leiktíðina. Fernandes sem er aðins 21 árs gamall mun fara í læknisskoðun á morgun. Eins og allir Evertonaðdáendur ættu að vita þá kom hann einmitt að láni seinni partinn af tímabilinu í fyrra og þótti hann standa sig mjög vel.
Fernandes var nánast gengin til liðs við Everton í sumar en í ljósi reglunar á englandi um að þrijði aðili megi ekki eiga leikmann sem spilar á englandi, þá dróst það svo mikið á langinn að Valencia svo gott sem stálu honum frá Everton.
Hann á eftir að koma sér mjög vel á miðjunni enda er Pienaar farinn í Afríkukeppnina ásamt því að Osman er tábrotinn. Þannig að Fernandes gæti jafnvel verið í byrjunarliðinu gegn Man City 12. Janúar.
Comments are closed.