Manuel Fernandes að koma aftur að láni

 

Fernandes set for Toffees return

Manuel Fernandes leikmaður Valencia er að koma til Everton að nýju og mun hann koma að láni út leiktíðina. Fernandes sem er aðins 21 árs gamall mun fara í læknisskoðun á morgun. Eins og allir Evertonaðdáendur ættu að vita þá kom hann einmitt að láni seinni partinn af tímabilinu í fyrra og þótti hann standa sig mjög vel.

Fernandes var nánast gengin til liðs við Everton í sumar en í ljósi reglunar á englandi um að þrijði aðili megi ekki eiga leikmann sem spilar á englandi, þá dróst það svo mikið á langinn að Valencia svo gott sem stálu honum frá Everton.

Hann á eftir að koma sér mjög vel á miðjunni enda er Pienaar farinn í Afríkukeppnina ásamt því að Osman er tábrotinn. Þannig að Fernandes gæti jafnvel verið í byrjunarliðinu gegn Man City 12. Janúar.

Comments are closed.