Lassana Diarra

Nú er uppi orðrómur þess efnis að fjögur lið séu í baráttu að ná til sín Lassana Diarra. Samkvæmt The Cazette í dag þá kemur fram að Newcastle, Tottenham, Blackburn og Everton séu á eftir þessum knáa leikmanni. Hann kom til Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrra, frá Chelsea. Heyrst hefur að Arsene Wenger hafi sett 6 milljóna £ verðmiða á kappann. Nú er bara spurning hver hreppir hnossið og hvort að hann henti spili okkar manna.

       Lassana Diarra

Spænskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að Manuel Fernandes sé staddur á Bretlandseyjum að ræða málin við Everton. Nú er spurning hvort þetta hafist í dag?

 


Comments are closed.