Kaup á miðum á Everton leiki

Goodison Park

Everton klúbburinn á Íslandi fær reglulega beiðnir um að útvega miða á Everton leiki og er það okkur ljúft að verða við því. Þó eru nokkrir skilmálar sem vert er að tilgreina þegar kemur að miðakaupum:

  • Everton á Íslandi sinnir eingöngu miðakaupum fyrir félagsmenn sína þannig að fyrir hverja 6 miða sem keyptir eru þarf að minnsta kosti einn aðili að vera skráður meðlimur í stuðningsmannaklúbbi Everton hér heima og standa klár á sínum málum (t.d. skulda ekki árgjald fyrir tímabilið). Nánar um skráningu hér.
  • Ef einstaklingar í hópnum eru ekki stuðningsmenn Everton þarf að gefa upp hvaða Everton stuðningsmaður verði skráður fyrir kaupum á þeim miðum og taki þar með ábyrgð á viðkomandi.
  • Miðasalan ytra opnar ekki á sölu leiks fyrr en rétt rúmum fjórum vikum fyrir leik. Engin frávik hafa verið frá þeirri reglu, eftir því sem við best vitum. Besti tíminn til að hafa samband við okkur vegna miðakaupa er því 6 vikum fyrir leik.
  • Ef gengið er frá pöntun með nægilega góðum fyrirvara (t.d. 5-6 vikum fyrir leik) má gera ráð fyrir að miðaverð á heimaleikjum sé um það bil 8-12 þúsund krónur per miða fyrir fullorðna en verðið fer eftir eðli leiks og gætu sérstaklega vinsælir leikir verið dýrari, t.d. grannaslagurinn Everton – Liverpool.
  • Ekki verður lögð inn beiðni ytra um kaup á miðum nema búið sé að leggja inn fyrir áætluðum kostnaði á reikning félagsins (sjá nánari upplýsingar um reikningsnúmer hér).

Framboð og val á sætum

  • Ársmiðahafar Everton eru í hæsta forgangi þegar kemur að kaupum á miðum og fá bestu sætin. Eftir það fara laus sæti í forsölu til valdra aðila (þar með talið stuðningsmannaklúbba eins og Everton á Íslandi) en ef einhverjir miðar eru eftir þegar forsölu líkur fara þeir miðar í almenna sölu.
  • Miðar sem klúbburinn hefur milligöngu um eru alltaf „best-available-seat“ miðar, þeas. bestu miðar sem völ er á þegar pöntun er afgreidd. Betri miðar fást ef kaupin eru frágengin snemma, þeas. stuttu áður en miðasalan á leik opnar formlega. Athugið einnig að ef hópurinn er mjög stór gæti reynst erfiðara að finna sæti á besta stað þar sem allir geta setið saman.
  • Ef eitthvað kemur ekki til greina, eins og til dæmis ákveðin svæði á vellinum verður að taka það fram um leið og pöntun er lögð inn. Einnig er gott (ef hópurinn er stór) að vita hversu litlar einingarnar megi vera ef splitta þarf upp hópnum. Ef ekki er hægt að uppfylla allar kröfurnar getur það haft í för með sér tafir í afgreiðslu og þar af leiðandi verri sæti.

Vinsælir leikir

  • Afar takmarkað framboð er á miðum á útileiki hjá Everton (enda alltaf uppselt) sem og á vinsæla leiki eins og grannaslaginn Everton – Liverpool. Á þá leiki gæti því reynst mun erfiðara að útvega miða en vegna mikillar ásóknar selur miðasalan ytra slíka miða aðeins til hörðustu stuðningsmanna Everton. Þar er notuð kaupsaga til að greina á milli, þeas. þeir sem hafa keypt marga miða á tímabilinu eru í forgangi.
  • Á grannaslagnum, Everton – Liverpool, er áhuginn yfirleitt það mikill að miðarnir seljast upp í miðasölunni ytra um leið og þeir fara í forsölu. Ef klúbbnum hér heima tekst að kaupa miða á grannaslaginn er þeim einungis úthlutað til stuðningsmanna Everton með þeim skilyrðum að þeir séu ekki afhentir öðrum.
  • Klúbburinn hér heima getur — t.d. ef áhugi á leiknum er slíkur að erfitt reynist og/eða of stutt í leikdag til að útvega miða — reddað miða gegnum þriðja aðila og ræðst miðaverð þá af markaðsverði þann dag sem miðarnir eru keyptir. Ekki er ólíklegt að miðaverð verði allt að tvöfalt undir þeim kringumstæðum en gæti jafnvel verið hærra (fer eftir eðli leiks og hversu stutt er í leik).
  • Engar sérstakar blandaðar stúkur eru á Goodison Park, þó það þekkist að stuðningsmenn útiliðs sitji með heimamönnum, jafnvel þegar um grannaslagi er að ræða. Eigi það við um ykkar hóp hvetjum við ykkur til að láta ekki mikið fyrir ykkur fara og virða almennar kurteisisreglur, hvort sem leikurinn er heima eða heiman. Við erum öll að þessu til að skemmta okkur.
  • Ef óskað er eftir miða í útivallastúku á Goodison getur klúbburinn haft milligöngu um miða í gegnum þriðja aðila, sem mun reynast eitthvað dýrari. Ath: Eftir að lögð hefur verið inn pöntun gegnum þriðja aðila, t.d. fyrir útivallarstúku, er mjög líklegt að greiða þurfi afbókunargjald ef hætt er við kaupin.

Skilmálar

  • Mikilvægt: Everton klúbburinn á Íslandi veitir eingöngu milligöngu um kaup á miðum til hagræðis fyrir félagsmenn en tekur enga ábyrgð á ferðalöngum né nokkurs konar fjárhagslega ábyrgð, t.d. ef leik/leikjum ferðarinnar skyldi vera frestað og/eða hann/þeir felldir niður. Ferðalöngum er þó að sjálfsögðu frjálst að leita réttar síns hjá viðeigandi aðilum ef svo ber undir, til dæmis ef ferðaskrifstofa, flugfélag, hótel og/eða Everton klúbburinn ytra er til í að endurgreiða kostnað eða bæta tjón með öðrum hætti. Ef ekki reynist unnt að kaupa miða (td. ef uppselt er á leik þegar pöntunin er lögð inn) mun Everton klúbburinn á Íslandi að sjálfsögðu endurgreiða það sem lagt hefur verið inn á reikning félagsins vegna miðakaupa. Ef Everton veitir endurgreiðslu fyrir leiki sem falla niður eða frestast mun Everton klúbburinn á Íslandi hafa milligöngu þar um og millifæra endurgreiðsluna áfram til kaupanda.
  • Allir meðlimir hópsins þurfa að kynna sér og fylgja þeim reglum sem gilda á þeim leikvelli sem um ræðir (sjá reglurnar fyrir Goodison hér).

Ef eitthvað er ekki ljóst hafið þá endilega samband.