Hafa samband

Íslenskir stuðningsmenn Everton hittast reglulega víðs vegar um heiminn og fylgjast með Everton spila. Heimavöllur okkar í höfuðborginni er á Ölveri þar sem mjög skemmtilegur kjarni úr klúbbnum hittist og horfir á Everton leikina. Endilega kíkið við. Ef þið viljið koma á framfæri fleiri stöðum (hvar sem er í heiminum) þar sem Íslendingar hittast og horfa á leikina látið þá vita.

Á netheimum erum við tengd í gegnum Facebook síðu og Google+ síðu Everton.is. Allt sem þú þarft að gera er að gera „Like“ (ef Facebook) eða fylgja okkur (ef Google+) og þá ertu kominn í bráðskemmtilegan hóp Everton stuðningsmanna. Við hlökkum til að sjá þig!

Við viljum að sjálfsögðu sjá sem allra flest ykkar í stuðningsmannafélagi Everton Íslandi en það er mjög auðvelt að skrá sig. Sjá hér.

Ef ætlunin er að leggja inn á félagið (til dæmis vegna miðakaupa):

Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala félagsins: 5110120660

Þess má geta að árgjaldið fyrir tímabilið 2020-2021 er 3000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir stuðninsgsmenn undir 18 ára aldri.

Ef þitt málefni fellur ekki undir eitthvað af þessu hér að ofan þá þarftu bara að senda tölvupóst á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com.