full screen background image

Hafa samband

Íslenskir stuðningsmenn Everton hittast reglulega víðs vegar um heiminn og fylgjast með Everton spila. Heimavöllur okkar í höfuðborginni er á Ölveri þar sem mjög skemmtilegur kjarni úr klúbbnum hittist og horfir á Everton leikina. Endilega kíkið við. Ef þið viljið koma á framfæri fleiri stöðum (hvar sem er í heiminum) þar sem Íslendingar hittast og horfa á leikina látið þá vita.

Á netheimum erum við tengd í gegnum Facebook síðu og Google+ síðu Everton.is. Allt sem þú þarft að gera er að gera „Like“ (ef Facebook) eða bæta okkur í hring (ef Google+) og þá ertu kominn í bráðskemmtilegan hóp Everton stuðningsmanna. Við hlökkum til að sjá þig!

Við viljum að sjálfsögðu sjá sem allra flest ykkar í stuðningsmannafélagi Everton Íslandi en það er mjög auðvelt að skrá sig. Þú þarft bara að senda tölvupóst á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com með eftirfarandi upplýsingum:

Fullt nafn:
Heimilisfang:
Kennitala:
Skyrtustærð (medium, XL, o.s.frv):
Símanúmer (ef vill):

Ef ætlunin er að leggja inn á félagið (til dæmis vegna miðakaupa):

Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala félagsins: 5110120660

Þess má geta að árgjaldið fyrir tímabilið 2017/18 er 3000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir stuðninsgsmenn undir 18 ára aldri.