Mynd: Everton FC.
Everton mætti væntanlegum Englandsmeisturum á Goodison Park í dag í þriðja leik tímabilsins. Bæði lið gátu farið á topp Úrvalsdeildarinnar með sigri en City menn fyrirfram mun líklegri til þess, enda með feykisterkt, einbeitt og hungrað lið sem hafði sigrað í átta síðustu leikjum sínum í röð.
Uppstillingin: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Kone, Lukaku.
Fyrri hálfleikur var líflegur, City með yfirhöndina framan af en Everton liðið fór vaxandi eftir því sem á leið og endaði hálfleikinn vel.
Aguero fékk fyrstu tvö færin í leiknum, fékk boltann óvænt snemma leiks innan teigs, og náði viðstöðulausu skoti sem Howard varði vel í horn. Aguero átti færi stuttu síðar sem Howard varði einnig vel.
Fyrsta skot Everton kom frá Barkley af löngu færi á 18. mínútu en beint á Hart. Engin hætta. Everton átti framan af erfitt með að koma boltanum á framherjana til að byrja með og færin betri frá City sem áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir fyrir mark sem framherjar þeirra náðu ekki að klára.
Það var þó Everton sem voru fyrstir til að koma boltanum í netið því Lukaku skoraði á 23. mínútu mark sem dæmt var af vegna rangstöðu en endursýningin sýndi að það var líklega rangur dómur. Í besta falli mjög tæpt — og á þá ekki sóknarmaður að njóta vafans?
Jagielka átti flottan skalla á 32. mínútu eftir horn en boltinn rétt yfir samskeytin.
Galloway fór svo út af á 46. mínútu en hann hafði lent í samstuði nokkru áður og hélt áfram en laut svo í lægra haldi og Tyias Browning kom inn á.
Tvö færi Everton litu dagsins ljós rétt fyrir lok hálfleiks, bæði úr aukaspyrnum á mjög ákjósanlegum stað. Það fyrra frá Barkley, það seinna frá Lukaku. Lukaku var nær (boltinn sleikti slána) en bæði skotin yfir mark.
0-0 í hálfleik og maður hefur á tilfinninguna að þetta gæti farið hvernig sem er.
City menn byrjuðu seinni hálfleik með látum þegar Silva skaut í utanverða stöngina. Þar skall aldeilis hurð nærri hælum.
Leikurinn var meira í járnum í seinni hálfleik og færin létu á sér standa þangað til á 60. mínútu þegar Kolorov komst inn í teig og náði skoti á innanverða nærstöngina — framhjá Howard. 1-0 City.
Kone komst hálffæri stuttu síðar en því var eytt. City menn brunuðu í sókn hinum megin og komust maður á móti markverði en skutu í andlitið á Howard og í horn.
Everton setti góða pressu á vörn City á 70. mínútu, Hart náði ekki að slá boltann frá og það skapaði glundroða í vörn City. Stuttu síðar varði Kompany skalla frá Barry á línu. Hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefðist þróast við mark þar.
Cleverley fór út af fyrir Deulofeu á 85. mínútu og Everton liðið freistaði þess að jafna en City menn vörðust vel og kláruðu þetta alveg í blálokin með marki frá Nasri. 2-0 og game over.
Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Galloway (4), Jagielka (6), Stones (5), Coleman (8), Barry (7), McCarthy (6), Cleverley (7), Barkley (7), Kone (5), Lukaku (6). Varamenn: Naismith (6), Deulofeu (6), Browning (5).
Töpuðum fyrir betra liði í dag, enn við skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og jú mörk breyta leikjum.
Mér fannst Colemann bestur og Jagielka líka í lagi. Seinni hluti fyrri hálfleiks var okkar tími. Enn í seinni hálfleik voru við mjög flatir.
Biðst svo undan því að Hörður „pollari“ komi nálægt því að lýsa fleirri leikjum Everton. Sei no more.,
held því fram að við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir Mori, og Yarmolenko komi ekki…….of gott til að verða að veruleika, sá seinni hálfleik í dag og skil ekki hvað er að gera með Barry, McCarthy og Cleverley alla inná. Ég vil stilla upp liði með kantmönnum í 4411 eða 442 kerfi. Sorry svekktur og sár.
Alveg sammála Didda vill spila 4-4-2 2 alvöru vængmenn ekki Cleverley. City eru með besta lið deildarinnar í dag. Skil stundum ekki einkunnargjafirnar Stones 5 ekki var hann svona lélegur. Galloway heillar mig ekki vill fá Ovideo man ekki hvernig nafnið er skrifað. Vonandi geta Mirallas og Deulodeu byrjad sem fyrst í byrjunarliðinu og Cleverley á bekkinn þá lagast sóknarleikurinn.
Mikið rétt, Eiríkur. City er in-form liðið þessa stundina enda ekki að ástæðulausu að ég spái þeim titlinum. Vörn þeirra ekki fengið á sig mark síðan í apríl (ef Swansea leikur þeirra er undanskilinn, sem City vann 4-2) og þeir voru með þessu að vinna sinn 9. deildarleik í röð, las ég einhvers staðar.
Þeir þurftu samt að reiða sig á heppnina því löglegt mark var tekið af okkur í stöðunni 0-0 og þeir björguðu á línu í stöðunni 1-0 þannig að þetta hefði auðveldlega getað farið á hinn veginn.
Martinez sagði nú sjálfur í viðtali eftir leikinn að dómarinn hefði haft rétt fyrir sér með rangstöðuna og það þýðir ekkert að reiða sig á ef og hefði og kannski.
Ég sá ekki útsendinguna sem Eiríkur horfði á en í hálfleik í útsendingunni sem ég horfði á var farið ofan í kjölinn á þessu og endursýning sýndi Lukaku í línu við varnarmanninn og þulirnir því á þeirri skoðun að Lukaku hafi ekki verið rangstæður. En, þetta var spurning um einhver sekúndubrot og burtséð frá þessu atviki ekki hægt að ætlast til að línuverðir nái þessu rétt 100%. Breytir enda engu núna. Barnsley næst.
Klárlega rangstæður. Sást á BT sport meðan leikurinn var í gangi.
Sammála
Flott greining á lélegu leikplani Martinez í þessum leik
http://royalbluemersey.sbnation.com/2015/8/24/9197897/everton-manchester-city-tactical-analysis-roberto-martinez-manuel-pellegrini-defense-offense
Fín greining. Höfundurinn (Adam Braun) súmmerer greininguna upp ágætlega í lokin í einni málsgrein:
„In reality, this was always going to be a very difficult match to get a result from. Everton misses Baines dearly, still appears to not have a winger who is 100 percent healthy, and City is looking like an early title favorite. Martinez had a decent plan to keep Manchester City’s attack at bay, but relied on an individual moment of brilliance from Romelu Lukaku or Ross Barkley for his team to get a goal. The moment never came, and the team was shut out as a result.“
Greining Executioner’s Bong á leiknum:
https://theexecutionersbong.wordpress.com/2015/08/24/tactical-deconstruction-everton-0-2-man-city/
Mættum hreinlega ofjörlum okkar amk í þetta skiptið.
Það er rétt að markið sem Lukaku skoraði og var dæmt af virtist við fyrstu sýn vera klár rangstaða en nokkrir miðlar eru þó á þeirri skoðun að svo var ekki. Persónulega fannst mér hann rétt svo rangstæður en ekki sjálfgefið að línuvörður (æi það er besta nafnið fyrir þá) hefði dæmt rangstöðu. Síðan átti Lukaku skot í þverslá úr aukaspyrnu þar sem Hart var víðsfjarri. Hefðum við náð marki þarna í amk öðru hvoru tilfellinu þá hefði leikurinn getað spilast öðruvísi en þeir voru klárlega hættulegri og fengu fleiri færi (þ.d. City).
Sammála með vængmennina, held að menn eins og Deulofeu og Mirallas henti vel gegn liði eins og City. Galloway var klárlega í svakalegum vandræðum í vinstri bak en allan daginn er Oviedo betri í þeirri stöðu, hann er þó bara rétt að koma til baka nú eftir smávægilegt fótbrot. Oviedo verður klár í næsta leik í vinstri bak.
Howard varði mjög vel framan af og bjargaði okkur í nokkur skipti og stöngin bjargaði okkur nú vel í eitt skiptið (ef stangir geta yfir bjargað marki). Ég verð samt að segja að fyrra mark þeirra átti Howard alltaf að verja, Kolorov að skora úr þröngri stöðu í nær hornið er bara ekki leyfilegt, skrifa það mark alfarið á Howard. Seinna markið þeirra var nú bara mjög vel gert hjá þeim og erfitt fyrir varnarmenn að bregðast við en þar fannst mér aftur vanta gredduna í Howard og lyfta höndum til að blokkera skot Nasri. Var það ekki Jan Mucha sem spilaði leik fyrir Everton líklega fyrir 3 árum gegn City þar sem hann varði eins og berserkur, stökk á móti mönnum eins ljón og varði allt.
Erum í 7 sæti en hefðum náð efsta sætinu með sigri og ég hefði unnið 25 þúsund grrrr. Tökum Barnsley á morgun sannfærandi og síðan er Tottenham næstu helgi.
Svo er nú kominn tími til að fá fréttir af nýjum leikmönnum til Everton, alveg klárt að við erum að fá þennan varnarmann sem var jú í stúkunni um helgina en fregnir af Yarmolenko eru út og suður og maður veit ekkert hvort af því verði. Geri ráð fyrir að 2 verði keyptir og 1 komi að láni, já ég veit ég er bara svona bjartsýnn, deal with it.
algjörlega sammála þér Elvar varðandi Howard í fyrra markinu, virkilega lélegt, hann á að taka nærstöngina. ALLTAF !! ég þorði bara ekki að minnast á það !!
Skv. Live viðtali við Martinez þá má búast við að kaupin á Mori verði tilkynnt á næstu KLUKKUTÍMUM. Everton hefur fengið leyfi frá River Plate að gefa þessar upplýsingar. Því má búast við að Mori verði tilkynntur Everton leikmaður í dag. Allt að gerast.
Allt að gerast jeminn.
Leandro Rodriguez er klárlega verið að reyna að semja við þar sem Martinez gefur það hreinlega upp og segist vera með leyfi frá hans núverandi liði að ræða þann leikmann. Ungur strákur sem klárlega er hugsaður fyrir 1st team en áhugavert samt.
Nú loga netmiðlar þess efnis að John Stones hafi farið fram á sölu í dag, spurning hvort hann sé á leiðinni út? Sjáum hvað setur.
Fréttir um að Stones vilji fara eru komnar á Sky og Itv svo líkur á þessu eru að aukast, damn.
(andvarp) Það komu tvær fínar greinar um þetta mál í morgun, sem maður þorði að vona að væru lokaorðin í þessari leiðinlegu sögu:
http://www.skysports.com/football/news/11095/9965161/gareth-southgate-cautious-over-john-stones-and-saido-berahino-moves
https://www.nsno.co.uk/everton-news/2015/08/john-stones-no-desire-leave-everton/
En svo kemur þetta. Skil ekki af hverju glugginn er opinn fram yfir fyrsta leik í deild.
Öll þessi kaup hjá Everton ganga alltof hægt, það gerist ekkert svo dögum skiptir
Klúbburinn hefur enn ekki staðfest að Stones hafi farið fram á sölu en ef þetta er rétt þá VONA ég að Martinez og stjórnin standi í lappirnar og hafni henni. En ég treysti ekki á það.
Ég er sammála Ingvari, ég vona að félagið segi NEI og selji hann hreinlega ekki. Ef við hugsum þetta út frá þeirra hlið, þ.e. peningahliðin og sleppum þeirri tilfinningalegu þá er 100 % öruggt að það verður hægt að selja hann í framtíðinni fyrir ekki minni pening og talað er um núna. Þannig að peningalega séð þá tapar félagið engum hugsanlegum tekjum.
Ég vona það líka enda er liðið fáliðað í miðvarðarstöðunni. En það er reyndar ekki alveg rétt að það sé 100% öruggt að hægt verði að selja Stones fyrir jafn mikinn eða meiri pening í framtíðinni.
Verðið fer eftir ýmsum þáttum, þar með talið lengd núverandi samnings Stones við Everton því þegar nær dregur lokum samnings hjá leikmanni, lækkar verðið á honum yfirleitt (meiðsli gætu líka sett strik í reikninginn). Partur af ástæðu þess að Stones er svona dýr er að hann er með langtímasamning við Everton (til ársins 2019).
Klúbburinn hefur alltaf lokaorðið með það hvort leikmaður megi fara eða ekki þó hættan sé alltaf til staðar á því að leikmaðurinn geri uppsteyt ef hann fær ekki að skipta. Miðað við það sem ég hef séð af Stones þá grunar mig þó að hann sé ekki þannig persónuleiki.
Svo er Everton nú þegar búið að hafna 30M punda tilboði í hann, þannig að næsta boð er líklega yfir 32M (sem City borgaði fyrir Mangala) sem myndi gera Stones að dýrasta varnarmanni sögunnar í ensku deildinni (að mögulega Rio Ferdinand — á núvirði — undanskildum). Það eru ekki allir á því að Stones sé svo mikils virði…
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/chelsea/11798303/John-Stones-to-Chelsea-Why-the-defender-is-not-worth-a-record-transfer-fee.html
… þannig að kannski eru Chelsea þegar búnir að snúa sér að öðrum valkostum.
… og náttúrulega ef Chelsea stoppar í götin í vörninni hjá sér með öðrum valkostum þá minnkar að sama skapi löngunin hjá þeim til að kaupa Stones og þeir því ekki tilbúnir að greiða jafn háa upphæð og þegar þeir voru í augljósum vandræðum með þessa stöðu.
Ekki það að ég hafi áhuga á að selja Stones, það er ekki það. 🙂