Everton – Cardiff 2-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, Deulofeu, McCarthy, Barry, Mirallas, Osman (fyrirliði), Lukaku. Bekkurinn:  Robles, McGeady, Naismith, Barkley, Garbutt, Alcaraz, Browning.

Everton byrjaði leikinn gegn Cardiff af mjög miklum krafti og hefðu átt að komast yfir strax á 2. mínútu þegar Mirallas átti flott skot sem var varið glæsilega í horn, en þetta gaf tóninn fyrir allan fyrri hálfleikinn. Hornið sem Mirallas tók skapaði glundroða í teig Cardiff og boltinn næstum dottinn fyrir sóknarmann Everton en varnarmaður hreinsaði beint í lappirnar á Lukaku og rétt yfir markið. Cardiff menn stálheppnir.

Og Everton hélt áfram að sækja og Baines komst einn inn fyrir vörnina upp að marki eftir flott stutt samspil inni í teig en varnarmaður náði að hreinsa.

Osman átti skot af löngu færi stuttu síðar en yfir markið. Fín byrjun á leiknum. Lítið að gerast hinum megin.

Deulofeu var sparkaður niður í teig ekki löngu eftir þetta og þetta var svipað mikið tilefni til að gefa víti og Barry á móti Arsenal í bikarnum í síðasta leik, en ekkert dæmt.
Mirallas komst í dauðafæri þegar 25 mínútur voru liðnar og náði ágætis skot að marki en varnarmaður kom skriðtæklandi og náði að bjarga í horn.

Eina almennilega færi Cardiff í fyrri hálfleik kom á 28. mínútu þegar boltinn datt vel fyrir Campbell sem náði skoti á mark en Howard kom í veg fyrir að Everton lenti mjög svo óverðskuldað undir í leiknum.

Everton svaraði strax með skoti frá Deulofeu niðri í vinstra hornið en aftur hélt markvörðurinn Cardiff inni í leiknum og varði glæsilega í horn. Cardiff menn stálheppnir. Aftur.

Á 33. mínútu brotnaði sókn Cardiff niður fyrir utan vítateig og Everton menn fljótir að hugsa, brunuðu í skyndisókn sem endað með flotti skoti Lukaku rétt undir slána sem markvörður Cardiff (enn og aftur) varði glæsilega í horn. Staðan hefði geta verið orðin 3-1 fyrir Everton.

Theophile-Catarine hjá Cardiff átti svo algjörlega skelfilega tæklingu á Barry við miðju vallar rétt undir lok fyrri hálfleiks og var stálheppinn að sleppa með gult spjald. Meira að segja Liverpool gaurinn í salnum viðurkenndi að þetta væri beint rautt spjald.

0-0 í hálfleik, Everton mun sterkari aðilinn og með boltann tæplega 70% leiks fram að því.

Seinni hálfleikur virtist ætla að byrja af sama krafti og sá fyrri. Baines átti strax á upphafsmínútum fyrirgjöf frá vinstri og Lukaku náði viðstöðulausu skoti nálægt nærstöng en varnarmaður komst fyrir og boltinn í horn.

En Cardiff virtust komast betur inn í leikinn í seinni hálfleik en í þeim fyrri því þeir svöruðu strax með skoti frá Campbell sem Howard varði vel í horn og þeir áttu ekki slæmt færi stuttu síðar sem ekkert varð úr. Það fór svo pínulítið um mann þegar Fabio var næstum kominn í færi upp við mark Everton en hann náði ekki til knattarins sem sigldi framhjá fjærstönginni.

En eftir tæplega klukkutíma leik náði Everton flottu spili upp vinstri kantinn, Baines sendi á Osman sem framlengdi yfir á Deulofeu sem lék á hægri bakvörð Cardiff og hljóp inn í teig og náði skoti á mark með fjóra varnarmenn í sér. Boltinn breytti um stefnu af einum varnarmanni og í netið. 1-0 eftir tæplega klukkutíma leik. Loksins komið mark í leikinn og verðskuldað mark eftir yfirburði Everton sem voru með boltann 68% leiks og sköpuðu sér miklu betri færi en Cardiff.

McGeady skipt inn fyrir Deulofeu strax eftir markið og Naismith inn á fyrir Mirallas.

En eftir tæpar 70 mínútur jafnaði Cardiff og markið var afskaplega vafasamt, svo ekki sé meira sagt. Sóknarmaður Cardiff, Campbell, sparkaði í Coleman þegar hann reyndi að fara framhjá honum og dómarinn dæmdi _að sjálfsögðu_ afskaplega óverðskuldaða aukaspyrnu (andvarp). Campbell fiskaði þá aukaspyrnu með ótrúlegum hætti og það var við hæfi að Cardiff myndu skora úr henni. Boltinn barst fyrir markið, fór í lærið á sóknarmanni Cardiff og í hendina á honum og inn. Varla hægt að skora vafasamara mark og staðan orðin 1-1.

Everton svaraði næstum því samstundis þegar Osman komst í flott færi utarlega í teignum en skaut yfir. Lukaku átti svo skot ekki löngu síðar sem breytti stefnu og markvörður Cardiff varði glæsilega í horn — enn og aftur.

Cardiff skiptu inn Zaha sem færði nokkurt líf í leik Cardiff, til dæmis þegar hann komst í dauðafæri utarlega í teignum þegar Stones náði ekki að hreinsa en Stones reddaði sér fyrir horn þegar hann skriðtæklaði og blokkeraði skotið.

Osman út af á 80. mínútu og Barkley inn á.

Zaha vildi fá víti á 82. mínútu þegar hann virtist felldur innan teigs en ekkert dæmt. Líklega víti en hefði verið hart fyrst ekki var dæmt hinum megin vallar. Dómarinn allavega samkvæmur sjálfum sér.

Lokamínúturnar voru okkur erfiðar, Everton lá í sókn en virtist fyrirmunað að skora og hver sóknin rann út í sandinn allt of fljótt. Barkley komst í eitt besta færið eftir að venjulegum leiktíma lauk en markvörður Cardiff tók aftur á honum stóra sínum og náði að verja. Markvörður þeirra algjörlega að stimpla sig inn sem maður leiksins og eftirfarandi hreyfimynd sýnir af hverju:

En loksins uppskar Everton laun erfiðisins þegar Coleman skoraði sigurmarkið á 92. mínútu eftir þunga sókn. McGeady sendi fyrir af vinstri kanti á Barry sem var ekki í nógu góðu færi upp við fjærstöng og skallaði boltann aftur í teiginn til Coleman. Coleman tók skotið, sem virtist í fyrstu ekki nógu gott en fór í sveig upp á við og endaði í netinu. 2-1 fyrir Everton og allt brjálað bæði á Goodison og í salnum þar sem við vorum að horfa. 🙂

Manni stórum létt enda leit út fyrir að við myndum aftur tapa tveimur stigum gegn Cardiff og það á versta tíma! 2-1 sigur ekkert minna en Everton átti skilið!

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Distin 7, Stones 6, Coleman 7, Deulofeu 7, Barry 6, McCarthy 6, Mirallas 7, Osman 6, Lukaku 7. Varamenn: McGeady 6, Naismith 5, Barkley 5.

36 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    McCarthy skorar og við vinnum 3-0

  2. Ari S skrifar:

    Úff McGeady, þetta er hræðilegur leikmaður það kemur bara akkúrat sama og ekkert frá honum…. skil ekki þessa skiptingu á honum og Deulofeu strax eftir glæsimark þess síðarnefnda!

  3. Ari S skrifar:

    Tek þetta til baka, fyrirgjöfin í seinna markinu í dag var frá honum. Vonandi er þetta byrjunin á einhverju góðu frá kappanum.

  4. Diddi skrifar:

    ha ha ha ha Ari S þú ert góður 🙂

  5. Elvar Örn skrifar:

    Fannst McGeady reyndar koma sterkur inn, átti eina lélega fyrirgjöf sem fór afturfyrir mark, hinar voru margar hverjar stórhættulegar.
    Martinez var búinn að ákveða skiptingu og var tilbúinn með hana þegar markið kom. Ég hefði talið að hann myndi fresta skiptinguni við markið en það varð þó ekki. Deulofeu var svosem ekki búinn að gera mikið en skoraði þó markið, með viðkomu í varnarmanni. Mirallas var mikið að reyna og hefði ég vilja halda honum aðeins lengur inná.
    Osman fannst mér orðinn þreyttur amk 10 mínútum áður en honum var skipt útaf og hefði ég viljað sjá Barkley því koma fyrr inn.

    Það má ekki gleyma því að við áttum um 5 dauðafæri sem Marshall varði meistaralega fyrir Cardiff og hefði ekki komið á óvart ef lokatölur hefðu orðið 4-1.

    Everton menn gáfust aldrei upp í dag og uppskáru því sigur. Nú getur allt gerst, það eru jú 30 stig í pottinum fyrir Everton í seinustu 10 leikjunum.

    Á morgun keppa svo liðin í kringum okkur innbyrgðis svo einhver liðanna munu tapa stigum í þeirri viðureign.

  6. Diddi skrifar:

    Sammála Elvari, fannst Mcgeady líflegur og ógnandi fyrirgjafir frá honum að einni undanskilinni, var líka búinn að bíða eftir Osman-Barkley skiptingunni og furðaði mig á því hve seint hún kom 🙂

  7. Ari G skrifar:

    Flottur leikur hjá Everton fengu fullt af færum en markvörður Cardiff var stórkostlegur. Maður leiksins ekki spurning. Enginn leikmaður skar sig úr meðalmennskan allsráðandi en Stones lofar góðu, greinilega framtíðarmaður sem á eftir að taka við af Sylvain Distin.

  8. Halldór S Sig skrifar:

    Nokkuð góður leikur hjá okkar mönnum í dag. Það var bara í rauninni markmaður Cardiff sem gerði leikinn spennandi og mjög krefjandi fyrir okkar menn. Því ef það hefði ekki komið til þessi stórleikur hjá markmanni Cardiff, þá hefðum við líklega unnið leikinn stórt og auðveldlega. Stones fékk bara 6 í einkunn hjá Sky, sem ég skil ekki alveg því að mínu mati átti hann frábæran leik. Sérstaklega ef maður spáir í því hvað hann er góður að staðsetja sig og lesa leikinn, þrátt fyrir ungan aldur. McGeady kom með ágætis ferskleika inn og átti nokkrar góðar rispur, auk þess að eiga sendinguna fyrir þegar markið kom í lokin. Við þurfum að gefa honum tíma til að aðlagast núna í vor og setjum svo meiri kröfur á hann næsta vetur. Þegar þessi maður er í góðu formi, þá held ég að hann sé frábær leikmaður sem skapar færi og ógnar. Hann er til að mynda með mjög gott record í stoðsendingum síðustu ár.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Everton átti mögnuð skot á mark í þessum leik en Marshall í markinu varði frábærlega hvað eftir annað.
    http://m.101greatgoals.com/blog/gif-of-david-marshalls-saves-for-cardiff-at-everton/

    Gaman að bera saman næstu leiki Everton við td leikjaplan Arsenal en það liggur alveg ljóst fyrir að liðin fyrir ofan okkur eiga eftir margar innbyrðis viðureignir og við eigum eftir United, City og Arsenal en alla á Goodison þar sem að tap er mjög sjaldgæft.
    4 sætið er erfitt en ekkert er útilokað, sjáum hvar við stöndum td eftir 3 leiki þegar við mætum Arsenal.

  10. Finnur skrifar:

    Takk fyrir þetta innlegg, Elvar. Var að bæta myndinni við í leikskýrsluna…

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þvílíkur léttir sem það var þegar þetta slice frá Coleman lufsaðist loksins yfir línuna. Það leit allt út fyrir enn eitt aulajafnteflið. Eins og aðrir hafa sagt hér á undan mér þá var Marshall markvörður Cardiff klárlega maður leiksins, svakalegar vörslur hjá honum en hann er reyndar búinn að sýna allt tímabilið að hann er frábær markvörður og hann kann líka að GRÍPA boltann.
    Mér fannst miklu meiri hraði og ákefð í sóknarleik Everton í þessum leik heldur en gegn t.d Aston Villa og West Ham og Swansea í bikarnum, og vil ég meina að það sé það sem gerist þegar bæði Deulofeu og Mirallas eru inni á vellinum í einu. Enda fannst mér algerlega fáránlegt að taka þá báða útaf í gær. Gat alveg skilið að Deulofeu færi útaf, ekki af því að hann hafi verið slakur heldur er hann tiltölulega nýstiginn upp úr meiðslum og kannski enn að komast í leikform. Ég skal viðurkenna það að ég varð hundfúll með kaupin á McGeady en hann átti góða innkomu í gær, sama verður því miður ekki sagt um Naismith, vonandi losnum við við hann næsta sumar, hann er ekki í þeim gæðaflokki sem Evertonleikmaður á að vera. Selja hann til Hull eða eitthvað álíka.
    Þetta var náttúrulega algjört grísamark, og eftir að Mirallas og Deulofeu fóru útaf var ekki nærri jafnmikil ógnun fram á við, en fjandakornið við áttum skilið að vinna. Svo var líka svo gaman að heyra hvað Gaupi varð svekktur.
    Ég vil samt meina að jöfnunarmark Cardiff átti aldrei að standa þar sem boltinn fór af hendinni á Cardiffmanninum í netið. Þar fyrir utan var þetta bara hrein og klár dýfa sem vann þeim inn aukaspyrnuna sem þeir jöfnuðu upp úr.

  12. Finnur skrifar:

    Greining Executioner’s Bong á leiknum:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/03/16/tactical-deconstruction-everton-2-1-cardiff/

    Elvar og Ingvar (hér að ofan) og einhverjir í salnum á Ölveri vildu halda Mirallas lengur inn á og ég undraðist það pínu en sagði ekkert; fannst hann skila litlu. Sýnist sem greiningin staðfesti það. Reikna ekki með að allir séu sammála því. 🙂

    En að lokum… Hvað er þetta með Twattenburg og kjánaleg rauð spjöld til handa andstæðingum Liverpool? Augljósari dýfu en Sturridge vs. Vidic er vart að finna og gerði út um allar vonir ManU að jafna.

  13. Orri skrifar:

    Það er betra að skora seinnt en aldrei í leik.En það eru jú stigin þjú sem skipta máli,og þau eru í húsi.

  14. Finnur skrifar:

    Coleman í liði vikunnar að mati BBC :
    http://www.bbc.com/sport/0/football/26602938

    • Finnur skrifar:

      … og eins og við var að búast þá var markvörður Cardiff einnig í lið vikunnar hjá þeim.

  15. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Úr því að Finnur minntist á Twattenburg hér að ofan þá verð ég að segja að mér finnst skrýtið að hann skuli fá að dæma RS leiki. Chris Foy fær t.d ekki að dæma Everton leiki þar sem hann er yfirlýstur stuðningsmaður Everton, en Twattenburg, sem allir vita að er RS stuðningsmaður fær að dæma hjá þeim þó allir viti að hann sé poolaraskítur, bara af því að hann hefur aldrei sagt það.
    Maður gæti haldið að það væri einhver spilling innan FA hmmm.

    • Magnús skrifar:

      „Twattenburg“, „RS“ „poolaraskítur“

      Ertu ekki alveg heill í hausnum? Þvílíkur barnaskapur…Ég held svona í fullri alvöru að barnið sem kærastan mín er með í maganum gæti sýnt meira þroska en þú miðað við þín skrif hér!
      Þetta er „bara“ fótbolti. Allt í lagi að sýna ástríðu og skap en svona er bara hálfvitalegt. Vertu meiri maður Ingvar

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Whatever Magnús whatever!!!

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Svona þér að segja Magnús þá er Twattenburg gælunafn sem Clattenburg fékk eftir Goodison derbyið 2007 og mér dettur ekki til hugar að kalla hann neitt annað.
        RS eins og þú kannski veist er skammstöfun fyrir Red Shite sem er það sem flestir Evertonmenn kalla Liverpool, en þeir í staðinn kalla Everton Blue Shite eða bitters. Svo þar er jafnt á komið. Poolaraskítur er orð sem ég nota þegar ég er búinn að hugsa of lengi um Liverpool eða stuðningsmenn þess og missi þá stundum stjórn á mér og slengi því fram Sorry.
        En Magnús hvaða leyfi hefur þú til að kalla mig hálfvita??? Bara þó þú hafir lesið eitt comment þar sem ég viðhafði orðbragð sem ég venjulega nota ekki þýðir það ekki að ég sé hálfviti er það???
        Þú veist nákvæmlega ekkert um mig frekar en ég um þig annað en þú heitir Magnús og ert poolari og kærastan þín á von á barni. Til hamingju með það!!
        Og jú!! Ég er alveg heill í hausnum!! Þess vegna læt ég hér við sitja og vona að þú gerir slíkt hið sama, ég hef ekki áhuga á að vera eitthvað að rífast við bláókunnugt fólk á netinu, það er bara eitthvað fyrir commentakerfið á dv.is.

  16. Gunnþór skrifar:

    Ingvar við erum að tala um það að hann er harðasti stuðningsmaður rs á Bretlandseyjum og sá allra lélegasti dómari á Bretlandseyjum og mesti FU…. C….Á Bretlanseyjum það er ekki flóknara en það.

  17. Elvar Örn skrifar:

    Áhugavert að lesa hér grein um Twitter færslur frá meistara Kevin Sheedy um áhuga Moyse á unglingaliði Everton seinustu sjö árin hjá Everton þegar Sheedy stýrði U-18 liði Everton.
    http://www.blueheartbluesoul.co.uk/#!sheedy-slams-moyes-treatment-of-everton/c1eba
    Hvað finnst mönnum um þetta?

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hugsa að þetta sé alveg rétt hjá honum. Ég verð samt að viðurkenna það að ég var heilaþveginn til að trúa því að hjá Everton fengju ungir leikmenn alltaf tækifæri. Var samt farinn að sjá það betur og betur, sérstaklega á síðasta tímabili, að það var kjaftæði. Sást kannski best á meðferðinni á Barkley sem var sendur á lán hingað og þangað meðan menn eins og Neville eða Heitinga voru látnir spila á miðjunni þannig að sóknarleikurinn var steingeldur.
      Maður trúði alltaf að ef unglingarnir væru nógu góðir þá fengju þeir tækifæri í aðalliðinu en samkvæmt þessu var það bara bull.
      Svo sér maður að Mustafi (man ekki einhver eftir honum?) er kominn í þýska landsliðið og svo er Lukas nokkur Jutkiewitz farin að skora reglulega fyrir Bolton í championship deildinni. Hver veit nema þeir hefðu staðið sig vel með aðalliði Everton hefðu þeir fengið tækifæri.

  18. Elvar Örn skrifar:

    Önnur áhugaverð grein um hverjir eiga skilið að vera með Englendingum á HM í sumar:
    http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/england-world-cup-departures-board-3253692?

  19. Finnur skrifar:

    Það eru fáir hér sem myndu andmæla því að Barry ætti að vera í enska liðinu frekar en Henderson. 🙂 En sjáum hvað Magnúsi finnst. 🙂

    Þetta með Moyes og U18 ára liðið er athyglisvert, sérstaklega þar sem það kemur beint frá manni (Sheedy) sem hefur verið með akademíuna síðan hvað… 2006? Og ekki síður í ljósi þess að Moyes benti oft á að ungliðar fengju tækifæri ef þeir verðskulduðu að láta ljós sitt skína með aðalliðinu.

    • Magnús skrifar:

      Með Barry og landsliðið. Hann væri ekki að berjast við Henderson um stöðu. Hann væri að berjast við Gerrard og þar á hann bara engan séns eins og allir vita. Ekki miskilja mig, mér finnst Barry vera flottur leikmaður. En hann er bara á allan hátt lakari en Gerrard og engin þjálfari í heiminum myndi velja Barry fram yfir Gerrad.
      whoscored.com er frábær tölfræði síða fyrir fótbolta og þar er hægt að sjá það svart á hvítu. Gerrard með 25 leiki 10 mörk og 9 stoðsendingar sem djúpur holding midfielder. Barry sem spilar sömu stöðu er með 3 mörk og 4 stoðsendingar. Svo get ég varla gert upp á milli þeirra varnarlega séð. Tölfræðin þar er líka nánast sú sama. En þetta er fyrsta seasonið sem Gerrard spilar þessa stöðu á ævinni. Það finnst mér algjörlega magnað.

      Svo með hann Henderson. Það er ekki við öðru að búast en að þið hér sjáið ekkert gott við hann. Jú hann átti mjög erfitt uppdráttar fyrstu árin hjá Liverpool en Brendan er búinn að búa til algjört vélmenni úr stráknum. Hann er 23 ára og á bara eftir að batna. Það sem að hann verður að bæta er að klára færin sín betur. Ég hef það sem leik að gera prumpuhljóð í hvert einasta sinn sem hann skýtur. Það gerir það bærilegra að horfa á boltann þjóta lengst upp í stúku 😉
      En ef þið mynduð taka af ykkur everton gleraugun þá mynduð þið sjá að þar á ferð er flottur ungur miðjumaður á ferð sem ætti vel skilið að fara á HM ef hann væri valinn. Hann er einfaldlega búinn að vera frábær á þessu seasoni í liði sem einhverveginn er komið í bullandi titilbaráttu!

      • Finnur skrifar:

        Mér sýnist þeir nú reyndar vera benda á í greininni að skv. gögnunum sé enska landsliðið betur sett ef Henderson er ekki í byrjunarliðinu og að Gerrard og Barry séu saman á miðjunni. Not that I care much. (yppir öxlum)

      • Finnur skrifar:

        Með öðrum orðum… Þetta kallast strawman argument. 🙂
        http://en.wikipedia.org/wiki/Strawman_argument

        • Magnús skrifar:

          Ég las reyndar aldrei þessa grein sem Elvar setti inn. Sá bara að þú varst æstur í að fá mitt álit á því hvor ætti að vera í liðinu, Barry eða Hendo.
          „Það eru fáir hér sem myndu andmæla því að Barry ætti að vera í enska liðinu frekar en Henderson. 🙂 En sjáum hvað Magnúsi finnst. :)“

          Ég var ekki að reyna að snúa út úr, ég kynnti mér bara ekki nkl um hvað var verið að ræða. Mín mistök klárlega og gerist vonandi ekki aftur.

  20. Gestur skrifar:

    Moyes var aldrei hrifinn af unglingum þegar hann var hjá Everton og gaf þeim alltof lítinn sjens.

  21. Diddi skrifar:

    Sammála Gestur og þar sem sendingargeta manna var afleit með þjálfunaraðferðum hans þá mátti unglingurinn ekki eiga eina einustu sendingu á mótherja til að vera settur í skammarkrókinn. Yfirleitt gátu menn ekki haldið boltanum innan liðsins í fleiri en þrjár sendingar 🙂

  22. Elvar Örn skrifar:

    Ég hef alltaf haft trölla trú á Shane Duffy og ánægjulegt að lesa að hann sé að brillera á láni.
    http://www.yeovil.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=353288

  23. Finnur skrifar:

    Góð grein, Elvar. Gaman að lesa hversu vel gengur hjá honum. Miðað við það litla sem við höfum séð af honum þá hefur Duffy bara litið vel út og þeir hjá Yeovil staðfesta það. Hið besta mál að senda menn í önnur lið að öðlast reynslu því U18 og U21 deildirnar eru ekki alveg nægilegur undirbúningur fyrir Úrvalsdeildina.

  24. Diddi skrifar:

    þessi drengur hefur heillað mig í þau fáu skipti sem ég hef séð hann og Martinez er greinilega á sama máli,
    http://myevertonnews.com/martinez-mcaleny-could-go-on-loan-and-be-in-first-team-next-season/?
    Frábærar fréttir 🙂

  25. Diddi skrifar:

    James McCarthy skorar ekki á móti Swansea. Þið sáuð það hér fyrst 🙂 Vonandi er þetta jinxið sem hann þarf Finnur er það ekki ? 🙂

  26. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Diddi. Hann skorar _ekki_ á móti Swansea. Þið sáuð það hér næst. 😀

  27. Gunnþór skrifar:

    býð einn kaldann á línuna í Everton ferðinni ef hann skorar klárt.