Opinn umræðuþráður

Mynd: Everton FC.

Það er ýmislegt að frétta og derby leikur framundan þannig að það er ekki úr vegi að skella inn einum opnum umræðuþræði til að heyra í okkur. Lítum þó fyrst yfir fréttir vikunnar:

Skemmtilegum Fulham leik er lokið með sannfærandi sigri Everton þó markatalan hefði ekki gefið það til kynna. Markvörður Fulham átti stórleik og var valinn í lið vikunnar hjá bæði BBC og goal.com en án hans frammistöðu hefði sigur Everton hefði hæglega getað orðið mun stærri eins og BBC benti á. Hægt er að horfa á helstu leikatriði hér, fyrir þá sem misstu af leiknum. Þess má geta að Jagielka var einnig valinn í lið vikunnar að mati Goal.com.

Everton endar tímabilin yfirleitt vel og svo virðist ætla að vera raunin í ár því þegar litið er á úrslit síðustu leikja (sem innihalda útileiki gegn Arsenal og Tottenham) hefur Everton haldið hreinu í 5 af síðustu 7 leikjum, með sigurhlutföllin 4-2-1 (S-J-T) og markatöluna 8-3.

Hægur framgangur er það sem hefur einkennt Everton liðið undanfarin ár en fyrir fjórum árum var liðið í 8. sæti með 61 stig. Eftir það: 7. sæti með 54 stig, svo aftur 7. sæti með tveimur stigum fleiri (56 stig) og í ár 6. sæti með 59 stig (og samt eru enn þrír leikir eftir). Ef Everton vinnur síðasta heimaleik sinn gegn West Ham verður það besti heimaleikjaárangur Everton síðan Úrvalsdeildin var stofnuð, 12 sigrar af 19 mögulegum (og aðeins 1 tapleikur). Í dag eru aðeins tvö félög sem hafa náð betri árangri á heimavelli á tímabilinu en Everton og það eru Manchester liðin í 1. og 2. sæti í deild. Það er enn séns á Europa League sæti og Meistaradeildarsæti (þó sá síðarnefndi sé eingöngu tölfræðilegur).

Einn af máttarstólpunum sem hefur stuðlað að framgangnum er Leighton Baines, sem var valinn í lið ársins hjá PFA eftir enn eitt frábært tímabilið með Everton og enska landsliðinu. Hægt er að sjá brot af því af hverju hann valinn í þessu vídeói en hann lék 40 leiki í öllum keppnum með Everton og skoraði 7 mörk. Baines var kátur með viðurkenninguna (sjá útvarpsviðtal neðst á síðunni).

Hann sagði jafnframt að hann væri feginn að vera laus við að mæta Suarez og ég er honum hjartanlega sammála. Ekki bara af því að Suarez getur gert hvaða liði sem er skráveifu (sem Baines nefndi) heldur vegna þess að hann virðist reyna sitt besta til að eyðileggja leiki og láta þá snúast um eitthvað annað en fótbolta. Fótbolti á ekki að snúast um górillugrip (sbr. á Heitinga) og bitför á handleggjum (sbr. Ivanovic) eða það að fiska menn út af með rautt (sbr. Rodwell í heimaleiknum). Og hann á alls ekki að snúast um að reyna að ökklabrjóta menn eins og Suarez reyndi *tvisvar* í síðasta leik gegn okkur (bæði Mirallas og Distin). Mirallas meiddist í þessari tæklingu og hófst þar með meiðslatímabil sem entist í fullmargar vikur og maður spyr sig bara hvar Everton væri í dag ef við hefðum haft hann heilan í heilt tímabil. En það er búið og gert — og þá að öðru:

Moyes varð 50 ára í síðustu viku og óskum við honum kærlega til hamingju með það. Hann var í góðum gír í viðtali sem hægt er að lesa á Bluekipper síðunni. Það er í tveimur pörtum, hér og hér.

U21 árs lið Everton gerði 0-0 jafntefli við Chelsea á heimavelli, en Alan Stubbs stillti upp ungu liði gegn þeim, fjórum 16 ára guttum og nokkrum sem eru á sínu fyrsta ári í akademíunni og var elsti leikmaður Everton 19 ára varnarmaður. U21 árs liðið gerði svo 0-0 jafntefli við Aston Villa U21. Everton liðið er enn efst í sínum riðlu og hafa ekki tapað í síðustu 15 leikjum — en voru eins og kunnugt er þegar komnir áfram í úrslitakeppnina um Englandsmeistaratitilinn þar sem þeir mæta annaðhvort Bolton U21 eða Newcastle U21.

Tveir af ungliðum Everton sem misstu af þessum leikjum voru miðjumaðurinn John Lundstram sem hjálpaði Doncaster Rovers að vinna ensku C deildina. Þeir þurftu jafntefli á móti Brentford á útivelli (liðinu sem ungliði okkar Jake Bidwell (vinstri bakvörður) er í láni hjá) en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu leikinn á lokasekúndunum. Brentford hefði með sigri getað komist upp í 2. sætið en verður að láta sér nægja umspilið til að komast upp.

Ég ætla að láta vera að fara yfir alla þá sem hafa verið orðaðir við félagið en silly season er eiginlega byrjað hvað það varðar. Ekki láta það stoppa ykkur að ræða það þó. 🙂 Moyes hefur nefnt í fjölmiðlum að hann vilji halda bæði Fellaini og Jelavic. Gott að heyra að hann er farinn að huga að næsta tímabili, eftir allan orðróminn í kringum það mál. Persónulega tel ég að hann sé ekki að sjá hvar Everton endar (eins og hann hefur sagt) heldur hversu mikinn pening hann fær til að styrkja liðið eftir tímabilið.

Látum þetta nægja í bili. Vil endilega heyra í ykkur í umræðuþræðinum. Orðið er laust um það sem þið viljið ræða (Everton tengt).

10 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Til gamans má geta að næsti sigurleikur Everton á útivelli verður 600. sigurleikurinn á útivelli frá því að félagið var stofnað (árið 1878). Það væri alls ekki verra að það væri á Tannfield og myndi verða flott afmælisgjöf fyrir Moyes.

    Þessi dagsetning (leikdagur derby leiksins) er jafnframt fræg dagsetning í sögu Everton því árið 1928 skoraði Dixie Dean þrennu gegn Arsenal á síðustu 8 mínútunum, aðeins þremur dögum eftir að Everton voru krýndir Englandsmeistarar (í þriðja skipti af níu). Síðasta markið var 60. mark Dixie Dean í 39 leikjum, sem er met sem ólíklegt er að meira að segja Lionel Messi nái að slá.

  2. Halli skrifar:

    Ég get ekki beðið eftir helginni og loka þessu að vera fyrir ofan RS annað árið í röð

  3. Gunnþór skrifar:

    Get ekki beðið eftir næsta leik og get ekki beðið eftir næstu ferð á goodison park.

  4. Baddi skrifar:

    Gunnsi það var ekki svo gaman (djók) sorry gleymdi að kveðja krúttin kv. Baddi 🙂

  5. þorri skrifar:

    Hvað segja menn í dag. Ég er mjög hress eru menn ekki bara bjartsýnir um að Everton vinni liverpool á sunnudagin. Ég skora alla að mæta á sunnudagin að horfa. Ég stefni á að koma. Ég segi að hann fari 1-3 fyrir Everton kveðja Þorri

  6. Halli skrifar:

    Ég sá. Einhversstaðar að menn voru að velja úrvalslið Liverpoolborgar hafa menn eitthvert 11 manna lið mitt væri Ca svona

    Reina
    Jhonsson, Jags, Distin, Baines

    Mirallas, Fellaini, Gerrard,Pienaar

    Sturregs, Suarez

  7. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    mitt væri einhvern veginn svona:
    Howard
    Coleman-Jagielka-Distin-Baines
    Mirallas-Gibson-Fellaini-Pienaar
    Anichebe-Jelavic

    Góðar stundir.

  8. Finnur skrifar:

    Sigurjón: Góður… 🙂

    Halli: Ef minnið bregst mér ekki þá held ég að Reina sé búinn að eiga nokkra howler-a á tímabilinu og mig grunar að Howard sé fórnað til að reyna að ná fjöldanum niður í sem næst 50/50 hlutfalli. En það er þó betri kostur en að fórna miðvörðunum okkar fyrir einhvern eins og Skoppu og Skrtlu — nei, takk, segi ég — þá er nú Reina betri kostur. Maður fær nú samt smá æluna upp í kok að sjá nagdýrið þarna á listanum.

    • Halli skrifar:

      Það var erfitt að setja hann þarna inn en svona er þetta bara