Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Landsleikir, Osman og fleira… - Everton.is

Landsleikir, Osman og fleira…

Mynd: Everton FC.

Osman lék sinn fyrsta landsleik (af vonandi mörgum) fyrir aðallandslið Englands og stóð sig með stakri prýði. Hann var líflegur í leiknum frá fyrstu mínútu, átti fyrsta skot Englendinga á markið og átti síðar nokkur skot á markið sem markvörðurinn varði og alls ekki að sjá að Osman væri að leika sinn fyrsta landsleik.

Liverpool Echo fór fögrum orðum um frammistöðu hans í leiknum: „The Billinge-born Evertonian looked like he was a veteran in the Three Lions shirt, as he complemented Steven Gerrard in central midfield during the man from across the park’s 100th experience. They might have been new to viewers elsewhere, but Blues have long admired Osman’s exquisite close control, immaculate first touch and quicksilver feet – all showcased during this eventful friendly. He had England’s first shot at goal, and peppered Andreas Isaksson throughout the evening. Osman made the key interception in the build-up to Danny Welbeck’s equaliser and was arguably England’s best player in the second half – popping up in a variety of smart positions and only inches away from converting an excellent cross from team-mate Leighton Baines“.

Landsliðsþjálfarinn, Hodgson, var sposkur eftir leikinn: „Osman is a very energetic player, I was told he is 31 which surprises me“ og bætti svo við: „He plays like a much younger man so let’s hope he continues to play like a much younger man and I won’t have to worry about his birth certificate“. Hann toppaði þetta svo með þessu: „All three of the debutants did very, very well – Osman in particular. He played as if he’d been in the national team all of his life“. Mikið rétt.

Baines var einnig líflegur á vinstri kantinum þó hann hafi vantað leikmann í sama gæðaflokki og Pienaar sér við hlið. Jagielka var á bekknum allan leikinn og ekki laust við að ensku miðverðirnir í leiknum virkuðu ótraustir, að manni fannst.

Ibrahimovic sagði fyrir leikinn að hann hefði viljað sjá hversu langt Gerrard hefði náð ef hann hefði valið að spila með stórliði í Evrópu og sýndi svo hvað hann átti við, því Ibrahimovic var algjörlega óstöðvandi í leiknum og skoraði öll mörk í 4-2 sigri Svía, þar með talið þetta ótrúlega mark.

Naismith lék allan leikinn með Skotum í 2-1 sigri á Luxemburg og Coleman sömuleiðis í 0-1 tapi gegn Grikkjum. Heitinga lék hálfan leikinn fyrir Hollendinga en reddaði þeim í 0-0 jafnteflisleik gegn Þjóðverjum þegar hann bjargaði á línu. Belgar, með Fellaini innanborðs (en án Mirallas), töpuðu óvænt 2-1 fyrir Rúmenum á útivelli. Tim Howard var valinn maður leiksins í 2-2 jafnteflisleik Bandaríkjanna og Rússa og Oviedo lék helminginn af jafnteflisleik Kosta Ríka og Bólivíu. Vellios lék með Grikkjum U21 í 1-1 jafntefli gegn Austuríki U21 og Matthew Kennedy lék hálfan leik með Skotum U21 sem töpuðu fyrir Portúgal U21 3-2. John Lundstram skoraði svo eina mark Englands U19 úr víti í leik gegn Finnum U19.

Þær leiðu fréttir bárust að 19 ára ungstirnið Luke Garbutt sem leikið hefur með í vinstri bakverðinum með unglingalandsliðum Englands hafi meiðst á ökkla í leik gegn Blackburn U21. Hann mun þurfa að hitta sérfræðing til að meta meiðslin og hvernig skal meðhöndla þau.

Í lokin er svo rétt að geta þess að Moyes sagði að hann myndi mæla með því við stjórnina að bæði Neville og Distin fái samning sinn framlengdan um eitt ár í lok tímabils en Neville verður þá 36 ára og Distin 35.

1 athugasemd

  1. Finnur skrifar:

    Heyrðu!! Ég gleymdi næstum því að athuga einkunnir Sky Sports! Þar kemur fram að eini maðurinn á vellinum sem var með hærri einkunn en Osman var Zlatan, sem var náttúrulega guðdómlegur í leiknum! 🙂
    http://www1.skysports.com/football/live/match/253425/ratings