Crystal Palace – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Þá var komið að útileik við Crystal Palace á þeirra heimavelli í 32. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.

Uppstillingin: Pickford (fyrirliði), Mykolenko, Tarkowski, Kean, Holgate, Gana, McNeil, Garner, Iwobi, Gray, Calvert-Lewin.

Varamenn: Begovic, Lonergan, Coady, Mina, Godfrey, Patterson, Davies, Maupay, Simms.

Loksins er Calvert-Lewin kominn aftur í liðið! Vonandi endist hann meira en í klukkutíma, í þetta skiptið, hugsaði maður!

Palace menn byrjuðu leikinn af nokkru sjálfstrausti, enda búnir að vinna síðustu þrjá í röð. En það var hins vegar McNeil sem fékk fyrsta færi leiksins á 3. mínútu — skotfæri rétt utan teigs. Skotið var hins vegar máttlaust og engin hætta. Þremur mínútum síðar reyndi Iwobi háa sendingu inn í teig, þar sem Calvert-Lewin vann skallaeinvígi en náði ekki neinum krafti í skallann. Markvörður þurfti samt að kasta sér á það og verja.

Palace menn svöruðu með hættulegri aukaspyrnu utan af vinstri kanti á 9. mínútu, sem fann Ayew fyrir framan mark, en hann skallaði yfir. Besta færi Palace í fyrri hálfleik. Olise átti svo skot af löngu færi á 22. mínútu, en beint á Pickford.

Palace menn sterkari eftir því sem leið á fyrri hálfleik en samt náðu þeir ekki að skapa sér nein dauðafæri en á 32. mínútu lifnaði hins vegar aðeins yfir leik Everton, sem náðu að halda boltanum betur innan liðs, en hálf brösulega hafði gengið að láta boltann ganga framan af.

Iwobi fékk óvænt boltann eftir hreinsun varnarmanns út úr teig. Tók skotið viðstöðulaust og hitti hann vel, náði að stýra boltanum í átt að vinstra hliðarneti, þar sem markvörður þurfti að hafa sig allan við að verja. Besta færi Everton í fyrri hálfleik.

McNeil átti svo skot utan teigs hægra megin á 41. mínútu en ekki nægur kraftur í skotinu.

0-0 í hálfleik.

Rólegt í seinni hálfleik. Everton sérstaklega seinir í gang og þulirnir höfðu á orði að leikurinn hefði ákveðinn lok-tímabils-brag á sér. En á 55. mínútu héldu Palace menn að þeir hefðu náð að komast yfir, þegar Eze tók hlaupið aðeins of snemma gegnum vörn Everton og fékk háa stungusendingu. Þurfti bara að lyfta boltanum yfir Pickford sem kom á móti og tókst það, en var réttilega dæmdur rangstæður.

Palace menn komust aftur inn fyrir vörn Everton á 61. mínútu en Pickford var mættur til að sópa það upp. Negldi boltanum hátt fram völlinn þar sem Iwobi og Calvert-Lewin náðu vel saman. Endaði með því að Calvert-Lewin fékk sendingu frá Iwobi, tók snúning sem losaði sig við varnarmann og skaut rétt framhjá nærstöng. Hefði verið algjörlega frábært mark.

Olize, hjá Palace, reyndi að lauma boltanum í markið hægra megin með skoti utan teigs á 75. mínútu en Pickford sá við honum.

Rétt fyrir 80. mínútu komu tvær blautar tuskur í andlitið á okkur Everton stuðningsmönnum. Fyrst bárust fréttir af því að Leicester hefðu komist yfir gegn Úlfunum, sem setur Everton í fallsæti. En svo lét Holgate reka sig út af fyrir sitt seinna gula spjald fyrir tæklingu á Ayew. Svolítið soft gult spjald ef þú spyrð mig, því mér sýndist Holgate ná til boltans fyrst. 

Dyche brást við með því að setja Godfrey inn á fyrir Gray og Godfrey fór í hægri bakvörðinn. Tíu mínútur eftir af nauðvörn, sem Everton dílaði við fram að lokum venjulegs leiktíma. En fimm mínútum bætt við. 

Vörn Everton hélt þó vel í þær fimm mínútur, eins og þeir gerðu allan seinni hálfleikinn og uppskáru eitt stig í dag. Stöðvuðu sigurgöngu Palace, þrátt fyrir að vera manni færri í lokin. 

Við tökum stigið, sérstaklega í ljósi fjarveru tveggja lykilmanna á miðjunni (Onana og Doucouré).

Leeds og Nottingham Forest töpuðu í dag en Leicester unnu Úlfana. Það þýðir að Everton er í þriðja neðsta sæti. Tölfræðin lítur svona út eftir leiki dagsins:

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Holgate (5), Tarkowski (7), Keane (8), Mykolenko (7), Gueye (7), Garner (7), Iwobi (7), McNeil (7), Gray (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Godfrey (6).

Maður leiksins að mati Sky var Michael Keane.

3 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Við þurfum þrjú stig úr þessum leik

  2. Halldór skrifar:

    Djöfull var Holgate slappur hann er bara b-deildar leikmaður. Af hverju notar hann ekki Paterson….er hann ekki fit?