Everton – Sheffield United 0-1

Mynd: Everton FC.

Þriðji síðasti leikur tímabilsins var á heimavelli gegn Sheffield United og var flautað til leiks kl 18. Sheffield United eru, eins og kom í ljós fyrir nokkru, fallnir úr Úrvalsdeildinni og hafa því lítið annað en heiðurinn að spila upp á. Everton átti möguleika á Evrópusæti, sem fer óðum dvínandi með hverjum heimaleik sem spilaður hefur verið.

Uppstillingin: Pickford, Digney, Holgate, Keane, Godfrey, Coleman (fyrirliði), Allan, Doucouré, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Virgínia, Nkounkou, Davies, Delph, Gylfi, Gomes, Bernard, Iwobi.

Guðirnir grétu sáran í Liverpool borg í dag, mögulega út af úrslitum leiks fyrr um dagsinn, og leikmenn orðnir holdvotir áður en flautað var til leiks. 

Og þeir höfðu ekki mikla ástæðu til að brosa, hvorki leikmenn né guðir, því Sheffield United komust yfir á 7. mínútu, upp úr engu. Leikmaður þeirra náði að brjóta sér leið inn í teig, framhjá Allan, og senda fyrir mark þar sem 17 ára táningur, Daniel Jebbinson, var mættur og potaði inn – hans fyrsta mark í Úrvalsdeildinni, í sínum fyrsta leik í þeirri deild. 

Allan átti stuttu síðar frábært skot utan teigs á 10. mínútu, sem Aaron Ramsdale í marki Sheffield United þurfti að hafa sig allan við að ná fingurgóm á og setja boltann hinum megin við stöng.

Á 24. mínútu hefði Everton getað fengið víti þegar boltinn hrökk í útrétta hendi leikmanns Sheffield United innan teigs, en ekkert dæmt. Höndin langt frá búknum. Höfum alveg séð það gefið. 

Mistök í varnarleik Everton gaf næstum Sheffield United mark á silfurfati þegar Holgate átti arfaslaka sendingu aftur á Pickford, sem téður Jebbinson komst inn í og reyndi chip yfir Pickford í fyrstu snertingu en Pickford varði glæsilega. 

Sheffield menn voru stálheppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark, strax í næstu sókn Everton þegar Rodriguez fékk háa sendingu inn í teig, tók hann á kassann, lék á varnarmann og þrumaði á mark en í varnarmann og yfir. 

Í kjölfarið fékk Everton tvö dauðafæri í röð if aftur var Rodriguez í hringiðunni. Sendi háan bolta inn í teig, beint á kollinn á Richarlison en Ramsdale varði glæsilega. Frákastið til Calvert-Lewin, sem þrumaði á mark af point blank range en aftur varði Ramsdale með ótrúlegum hætti. 

Rétt fyrir lok hálfleiks fékk Richarlison skotfæri eftir fína langa sendingu inn í teig frá Michael Keane, en Richarlison reyndi viðstöðulaust skot sem fór hátt yfir. Hefði líklega átt að leggja hann fyrir sig, en valdi erfiðu lausnina. 

Staðan hefði auðveldlega getað verið 5-2 í hálfleik en í staðinn skilur aðeins eitt mark liðin að. 0-1 í hálfleik. 

Ein breyting í hálfleik: Gylfi inn á fyrir Holgate og sú breyting hafði jákvæð áhrif á það hversu vel Everton náði að halda boltanum, en þar með var það eiginlega upptalið og færin létu á sér standa. Seinni hálfleikur mun lakari en sá fyrri.

Richarlison átti skot innan teigs vinstra megin á 70. mínútu sem Ramsdale sló til hliðar í horn. Ekki mikil hætta á ferðum — boltinn líklega á leið framhjá. Godfrey átti svo skot af löngu færi á 72. mínútu en framhjá marki. Þar með var þeirra eiginlega upptalið, eins sorglegt og það er.

Sheffield menn áttu tvö færi í kjölfarið sem ekkert kom úr og lítið annað að frétta. Átakanlega lélegur seinni hálfleikur.

Tvöföld skipting hjá Everton: Gomes og Bernard inn á fyrir Rodriguez og Doucouré.

En 0-1 tap reyndist niðurstaðan. Enn á ný fara tækifærin forgörðum á heimavelli á þessu tímabili. Get ekki beðið eftir að bólusetning klárist á Bretlandi svo hægt sé að heyra í 12. manni á velli á Goodison Park.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Holgate (4), Keane (5), Godfrey (5), Coleman (6), Doucoure (6), Allan (6), James (6), Digne (6), Richarlison (6), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Gylfi (6), Bernard (5), Andre Gomes (5).

Það að markvörður Sheffield United skyldi vera valinn maður leiksins segir ákveðna sögu. En það sem skiptir eiginlega jafn miklu máli og mögulega meira, er að langlélegasta lið deildarinnar mætti á Goodison Park í dag og það tókst engum Everton leikmanni að ná upp í 7 í einkunn, sem var lægsta einkunnin hjá mótherjunum. Það er arfaslakt.

12 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Ég sé að Everton ætlar að halda uppteknum hætti í kvöld

    • Ari S skrifar:

      Til hamingju Gestur. Hvar er Ingvar?

      • Gestur skrifar:

        Til hamingju með hvað? Ég vona að Ingvar hafi vit á að vera ekki að horfa á þessa skelfingu

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Jú Gestur, ég er að horfa. Þetta er auðvitað leikur gegn langlélegasta liði deildarinnar í leik sem Everton verður að vinna og á heimavelli, svo þá kemur ekkert á óvart þó liðið sé að skíta upp á bak einu sinni enn. Þetta fer 0-2.

  2. Gestur skrifar:

    Þetta Everton-lið heldur áfram að valda manni vonbrigðum og virðist eiga nóg eftir í því. Veit ekki hvort ég hafi löngun til að horfa á fleiri í bráð. Annars er ég að vera sammála með Ancelotti

  3. AriG skrifar:

    Hef heyrt að Real Madril vilji að Ancelotte taki við þeim í sumar ef Zidane hættir. Finnst það bara góð lausn og ættu að ráða einhvern ungan t.d. væri Duncan Ferguson góður kostur þurfum að hugsa til framtíðar. Hef fengið nóg af Ancelotte þótt flestir hér vilji halda Ancelotte þá er mér sama þótt ég sé einn um þá skoðun. Frammistaða Everton var hræðileg í þessum leik og áttu skilið að tapa leiknum. Veit að Ancelotte hefur náð frábærum árangri með önnur lið en það eru samt allt rík líð með mikla sögu.

    • Thor skrifar:

      Er Everton ekki lið með mikla sögu? Meiri þörf á því að skipta um stuðningsmenn en þjálfari sýnist mér.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þvílík hörmung!!! En þetta kemur ekki á óvart, Everton hefur ekkert getað á heimavelli allt tímabilið og því hefði það átt að vera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið? Við fáum ekki fleiri stig þetta tímabil og endum í tíunda sæti.

  5. Gunnþór skrifar:

    Hvernig er hægt að vera svona lélegir á heimavelli þetta er til skammar.

  6. AriG skrifar:

    Thor þú hefur misskilið mig. Auðvitað á Everton líka mikla sögu átti við að Ancelotte hefur tekið við bestu og ríkustu liðunum í viðkomandi löndum og staðið sig vel með þau. Þótt Ancelotte sé goðsögn þá er hann ekki hafinn yfir gagnrýni. Everton eru með marga góða leikmenn og mér finnst liðið eitthvað andlaust núna kannski er það þreyta enda mikið álag á leikmenn. Þá þarf að dreifa álaginu á fleiri leikmenn sem mér finnst Ancelotte ætti þá að gera. Allavega er eitthvað að en covid hefur örugglega eitthvað með það að gera. Allavega kemur ekki til greina að yfirgefa Everton þótt á mót blási núna.

    • Thor skrifar:

      Gott og vel en þvílíkt samansafn af aumingjum í einum leikmannahópi hef ég aldrei áður séð og hjá Everton í augnablikinu (og er slæmu vanur). Þeir geta kannski stundum legið í vörn eins og ræflar. en geta ekkert með boltanum. Það er ekkert grætt á því að skipta um þjálfara. Við þurfum nýja leikmenn í flestum stöðum. Sumir í þessu liði töpuðu fyrir varaliði Liverpool! Þessir menn hafa alltaf misst boltann þegar tækifæri hafa gefist. Mikið dj. hata ég þennan hóp í heild sinni (Gylfa með talinn). Afsakið orðbragðið – en ég verð a.m.k. allt sumarið að jafna mig á þessu rugli.

  7. AriG skrifar:

    Jæja þá er það næsti leikur gegn Wolves. Ég ætla að vera mjög bjartsýnn festi leik Everton gegn Wolves í getraununum kannski verð ég loksins heppinn. Allir bera ábyrgð á slæmu gengi undanfarið leikmennirnir og þjálfarinn og ef þeir geta ekkert á vellinum þá er ekkert einfaldara en að setja þá á bekkinn í næsta leik. Everton á fullt af efnilegum leikmönnum og ég hef mun meiri trú á leikmönnunum en Thor en allir eiga samt skilið að vera gagnrýndir. Thor hefur meir trú á Ancelotte en ég. Eigum nokkra góða leikmenn en þeir þurfa þá að sýna það á vellinum eða biðja þá um fara á bekkinn ef þeir eru ekki tilbúnir að fórna sér og láta þá Ancelotte vita svo aðri geti tekið þeirra stöðu.