Aston Villa – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Fjórði síðasti leikur Everton á tímabilinu var á útivelli gegn Aston Villa í dag, klukkan 17. Þær gleðifregnir bárust að Doucouré væri í byrjunarliðinu á ný eftir meiðsli en hans hefur verið sárt saknað síðustu tvo mánuðina, enda stigasöfnunin verið rýr í fjarveru hans.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Godfrey, Coleman (fyrirliði), Allan, Doucouré, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Virginía, Nkounkou, Davies, Delph, Gomes, Iwobi, Bernard, King.

Því miður náðist ekki að manna manna vaktina fyrir leikskýrslu vegna anna hjá ritara. Held að þetta sé í fyrsta skipti í áraraðir sem það gerist, en skilst af lýsingum hlutlausra að þetta hafi ekki verið skemmtilegur leikur áhorfs.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Holgate (7), Keane (7), Godfrey (7), Digne (6), Coleman (6), Doucoure (6), Allan (7), Gylfi (6) Calvert-Lewin (6), Richarlison (6). Varamenn: Gomes (5), Iwobi (5).

Maður leiksins, Ben Godfrey.

5 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Skítsæmilegur fyrri hálfleikur en lítið að frétta framávið. Everton verður að skora fyrst ef stig, eitt eða þrjú, eiga að nást út úr þessu.
  Vonandi kemur þetta í seinni hálfleik.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Gomes kominn inná, Iwobi að koma inná, er Ancelotti að gera allt til að reyna að tapa þessu???

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þessi Mings átti að fá rautt.

 4. Eirikur skrifar:

  Sammála Mings átti að fá rautt, og skoðað í VAR og niðurstaðan ekki einu sinni gult 😞 Hefði gjarnan viljað sjá Gylfa fá þessi tækifæri sem Gomes fékk.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Stórfurðulegur dómur en ætti svo sem ekki að koma á óvart, Everton er víst ekki eitt af „stóru liðunum“. Þetta var mun verra heldur en hjá West Ham manninum gegn Chelski um daginn, en það var auðvitað Chelski.Og hver skyldi svo hafa bjargað á síðustu stundu fyrir Villa? Auðvitað þessi leiðinda Mings.

%d bloggers like this: