Burnley – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Hádegisleikurinn í dag er viðureign Burnley og Everton á Turf Moor. Burnley eru í næst-neðsta sæti eftir 9 leiki en eiga leik til góða á hin liðin á botninum. Burnley menn hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en í október unnu þeir ekki leik í fjórum tilraunum. Þeir virtust vera að rétta aðeins úr kútnum með jafntefli gegn Brighton og naumum 1-0 sigri gegn Crystal Palace (sem léku án Zaha) í nóvember en svo fengu þeir skell í síðasta leik: 5-0 tap gegn Man City.

Einhverjir miðlar töluðu um að þetta yrði viðureignin í dag yrði Gylfa og Jóhanns Bergs, en hvorugur þeirra er í byrjunarliðinu og Jóhann Berg ekki einu sinni í hóp. Hjá Everton lítur þetta svona út:

Uppstillingin: Pickford, Mina, Keane (fyrirliði), Godfrey, Delph, Iwobi, Allan, Doucouré, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Holgate, Gylfi, Davies, Gomes, Bernard, Tosun.

Ég verð að játa að ég er alls ekki viss út frá uppstillingunni hvernig Ancelotti ætlar að stilla þessu upp. Ætla að skjóta að þetta sé fjögurra manna varnarlína þar sem Delph og Godfrey taki að sér bakvarðarstöðu í fjarveru Coleman og Digne. Það er möguleiki líka, en ólíklegra, að Mina, Keane og Godfrey verði í þriggja manna varnarlínu en maður veit ekki hvar Delph myndi spila í svoleiðis leikkerfi þegar horft er til annarra miðjumanna sem valdir hafa verið í þennan leik.

Burnley menn komust yfir strax á þriðju mínútu þegar Iwobi var aðþrengdur nálægt hornfána og sending hans rataði ekki á Doucouré heldur á leikmann Burnley sem fann Brady fyrir framan teig. Sá fékk að skjóta óáreittur og fann hornið niðri vinstra megin. 1-0.

Tvisvar í röð komst Iwobi í ákjósanlega stöðu upp á hægri kanti og náði fyrirgjöf. Báðar fyrirgjafirnar stórhættulegar og sú fyrri fann Calvert-Lewin fyrir framan mark en Nick Pope varði skotið með lærunum. Burnley menn mjög heppnir þar.

Eftir um hálftíma leik var Ancelotti þvingaður í skiptingu þegar Delph tognaði. Gomes kom inn á fyrir hann.

Burnley menn fengu dauðafæri stuttu fyrir hálfleik þegar sóknarmaður þeirra komst einn á móti Pickford en Pickford lokaði markinu vel og varði glæsilega. Southgate á pöllunum að fylgjast með.

En rétt fyrir hálfleik náði Everton að jafna og að sjálfsögðu var Calvert-Lewin þar að verki. Allan vann frábærlega einvígi við miðjumann Burnley og fann Richarlison á vinstri kanti með flottri sendingu. Richarlison komst inn í teig og sendi frábæran bolta fyrir mark sem Calvert-Lewin potaði inn.

1-1 í hálfleik. Everton mun meira með boltann í fyrri hálfleik um 61%.

Seinni hálfleikur hálf bragðdaufur og þunglamalegur, líkt og fyrir hálfleikur.

En á um 50. mínútu náði James Rodriguez náði flottu skoti utan teigs upp í vinstra hornið, en Pope varði glæsilega. 

Okkar maður Gylfi inn á fyrir Doucouré á 81. mínútu. Mjög sömu síðar setti Richarlison Calvert-Lewin einan inn fyrir vinstra megin en Pope varði skotið af veikari fætinum frá honum glæsilega.

Burnley menn svöruðu með skalla á mark sem Pickford varði meistaralega. Smá líf að færast í seinni hálfleikinn. 

Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma átti Rodriguez flotta stungu milli varnarmanna Burnley sem kom Gylfa í dauðafæri upp við mark en Pope varði með fæti með ótrúlegum hætti. 

Þetta reyndist síðasta almennilega færið í leiknum og Gylfi hefði getað gulltryggt sigurinn, en í staðinn endaði þetta með steindauðu jafntefli.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar. 

7 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta verður erfitt. Enn eru það „square pegs in round holes“ eins og þeir segja í Englandi.
  Það hefur gengið illa hjá Burnley það sem af er, þá er gott að fá Everton í heimsókn. Ég spái 2-0 fyrir Burnley.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Að horfa á Everton er ekki góð skemmtun lengur. Það var gaman í september en núna er það bara orðið eins og eitthvað leiðinlegt húsverk sem þarf að gera einu sinni í viku.
  Er það virkilega eitthvað lögmál að öftustu þrír þurfi að senda boltann sín á milli amk tíu sinnum áður en einhver þeirra sendir fram á miðjumann sem að sjálfsögðu sendir hann snarlega til baka?
  Það er ömurlegt að horfa upp á hvað allar sóknaraðgerðir liðsins eru hægar, hikandi og ráðleysislegar. Menn lítið að hreyfa sig án bolta og allt of mikið af sendingum til hliðar og afturábak. Það var ansi oft sem lýsandi leiksins sagði þetta í dag, „möguleiki fyrir Everton að sækja hratt“ og alltaf gerðist það sama. Einhver bar boltann fram að miðju og þar byrjuðu þessar endalausu hliðar og afturábak sendingar.
  Það er bara Richarlison sem er beinskeyttur í þessu liði, hitt eru bara krabbar

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Fjandans!! Rak mig í submit takkann áður en ég var búinn að tuða.
   Það er reyndar annar maður í leikmannahópi Everton sem er beinskeyttur, en hann er úti í kuldanum, líklega eftir að hafa bankað upp á hjá Ancelotti og spurt hvers vegna hann fengi ekki að spila. Ég er auðvitað að tala um Anthony Gordon. Það er skrýtið en mér virðist eins og sé verið að refsa honum fyrir það. Annað sem mér finnst lika skrýtið og það er að Lössl er allt í einu farinn að vera á bekknum í stað Olsen. Olsen sagði eitthvað sem svo að hann hefði talað við Ancelotti áður en hann kom til Everton og það væri eitthvað plan fyrir sig hjá Everton og hann ætti eftir að fá að spila. Síðan hefur hann ekki sést. Ég skil heldur ekki hvers vegna Nkounkou og Kenny fá ekki að spila eða amk vera á bekknum. Eru þeir svona agalega lélegir að menn eins og Iwobi og Delph eru teknir fram yfir þá? Ég man ekki betur en að Ancelotti hafi verið að hæla þeim í haust og sérstaklega Nkounkou, eitthvað hefur álit hans á honum breyst.
   Ég kvíði fyrir útreiðinni sem okkar menn munu væntanlega fá gegn Chelski í næsta leik, það verður ekki fallegt.
   Þrátt fyrir það verð ég auðvitað mættur fyrir framan skjáinn, því þetta er jú hið vikulega skítverk sem þarf að vinna og eins og venjulega vona ég að það gangi betur en síðast.
   COYB!!

   • Gestur skrifar:

    Ingvar ég er sammála þér. Liðið hefur verið á niðurleið eftir fyrstu fimm leikina, síðan þá er ekkert að gerast og allir hafa misst áhugann.

 3. Kristján Gunnþórsson skrifar:

  Ekki gott í dag en jákvæða var Pickford var flottur í þessum leik og vonandi erum við að fá gamla góða Pickford aftur en Ancelotti þarf tíma. Hann er bara að byggja upp núna fyrir næsta season , gerum stóra hluti í janúar glugganum 🤞🤞 og fáum vonandi Umtiti frá Barca og Isco frá Real og vonandi einn framherja sem getur komið inna til að sprengja upp leikinn þegar okkur vantar mark ! Calvert lewin er ekki þannig leikmaður, Hann bara býður eftir sendingu inní og klárar það en svo þegar liðin eruð byrjuð að taka Richarlison úr leiknum eins og Burnley gerði í seinni þá verðum við að fá eih leikmann sem brýtur upp og ógnar á markið þess vegna væri ég til í að fá isco með James og fá einhvern sóknarmann með þeim , því miður held ég að við gerum ekkert það stóra hluti á þessu tímabili en ég held að næstu tímabil verða gríðarlega spennandi fyrir okkur Everton aðdáendur en mig langar að sjá okkur losna Við Iwobi og Gylfa og davies og cenk tosun, fabian Delph , svo langar mig að sjá Ben godfrey og mason Holgate fá að spila saman í hafsentunum báðir ungir og hraðir en vantar báðum smá reynslu og svo vantar okkur náttúrlega Einn kantmann

 4. Ari G skrifar:

  Þetta er mun skárra en í síðust leikjum en hvar er hraðinn sem maður sá í fyrstu leikunum. Sammála Ingvari hvar er Nkounkou og Anthony Gordan frábærir leikmenn. Eina jákvæða í þessum leik er að Iwobi er loksins vaknaður flottur leikur hjá honum eins hjá Richarlison. Hvar er James eins og hann hafi horfið eins og hann var góður í fyrstu leikjunum. Vörnin og markvarslan mun skárri en í síðustu leikjum en Everton þarf að vakna aftur í setja aftur í þriðja gír.

 5. Ari S skrifar:

  James Rodriguez hefur verið lítillega meiddur eftir vonda tæklingu frá Van Djike. Tæklingu sem að ekki margir töluðu um á sínum tíma.

  https://www.sportbible.com/football/football-news-carlo-ancelotti-reveals-virgil-van-dijk-tackle-injured-james-rodriguez-20201022

%d bloggers like this: