Abdoulaye Doucoure keyptur – STAÐFEST!

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á miðjumanninum Abdoulaye Doucoure frá Watford en hann er svokallaður „box-to-box“ miðjumaður sem leikið hefur með unlingalandsliðum Frakklands og nú síðast Watford (síðustu fjögur tímabilin). Hann átti beinan þátt í 29 mörkum í 129 leikjum þar, en 12 af þeim voru stoðsendingar og 17 mörk. Þótti hann bera af í annars slökum liði Watford, sem féll á síðasta tímabili.

Kaupverð var ekki gefið upp en er talið vera 20M punda, sem er töluvert langt frá uppsettu verði hjá Watford (35M punda), skv. Sky Sports. Doucoure skrifaði undir 3ja ára samning (til sumars 2023) en Everton hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár. Doucoure fær treyju númer 16.

Hægt er að lesa fyrsta viðtal Doucoure við klúbinn hér.

Við bjóðum Doucoure hjartanlega velkominn!

3 Athugasemdir

  1. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Flottar fréttir. Fínn styrkur að fá þessa þrjá kappa.

  2. þorri skrifar:

    Mjög svo flottur maður sem Everton var að kaupa á svo ekki að mæta á ölver á morgun

  3. þorri skrifar:

    Góðan daginn kæru félagar nú fer að nálgast fyrsta leik okkar manna og ég er spentur en þið.Og að sjá þessa níu menn sem eru komnir alla vega er ég mjög spentur OG KOMA SVO ÁFRAM EVERTON