Blackpool – Everton 3-3

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins er við Blackpool á útivelli í dag (laugardag) kl. 14:00. Venjulega hefur undirbúningstímabilið hafist 5-6 vikum fyrir fyrsta leik, en þetta eru ekki venjulegar kringumstæður því vegna Covid19 verða æfingaleikirnir aðeins þrír. Sá fyrsti er í dag (gegn Blackpool, eins og áður sagði) en næsti vináttuleikur er gegn Blackburn þann 1. september og Preston North End viku fyrir fyrsta leik í Úrvalsdeildinni (sem er við Tottenham 12. september á útivelli).

Líkt og fyrri ár geta allir meðlimir stuðningsmannaklúbbs Everton horft á leikina á undirbúningstímabilinu í beinni útsendinu. Allar upplýsingar um hvernig maður endurnýjar áskriftina eða gerist meðlimur er að finna hér.

Uppstillingin (4-4-2): Pickford, Digne, Jarrad Branthwaith, Holgate, Jonjoe Kenny, Iwobi, Gylfi, Davies, Anthony Gordon, Moise Kean, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Virginia, Michael Keane, Coleman, Besic, Walcott, Bolasie, Nkounkou, Gibson, John, Simms.

Everton liðið var afar lengi að komast inn í leikinn og á um 10 mínútna kafla í byrjun leiks höfðu Blackpool menn náð að setja þrjú mörk, eftir afleitan varnarleik Everton í upphafi. Maður var rétt búinn að átta sig á uppstillingunni almennilega þegar staðan var orðin 3-0. 

Það kviknaði ekki á ljósunum hjá Everton fyrr en á 22. mínútu þegar Gylfi tók víti, beint á kollinn á Calvert-Lewin sem skallaði inn. Staðan þá orðin 3-1.

Calvert-Lewin komst svo í skyndisókn upp vinstri kanti á 29. mínútu og náði að komast alla leið inn í teig þar sem hann fiskaði víti þegar varnarmaður ýtti í bakið á honum. Gylfi á punktinn og skoraði örugglega, 3-2.

Everton tók við stjórninni á leiknum eftir markið og leit meira út eins og Úrvalsdeildarlið en fram að þeim tímapunkti. Fóru að spila boltanum hraðar og setja góða pressu á vörn Blackpool. Ekki skilaði það þó marki og staðan því 3-2 í hálfleik.

Þrjár skiptingar í hálfleik, mestmegnis í varnarlínunni hjá Everton en Pickford, Branthwaite, Kenny, Anthony Gordon viku fyrir ferskum leggjum (Lössl, Michael Keane, Coleman, Walcott).

Uppstillingin þar með (4-4-2): Lössl, Digne, Holgate, Michael Keane, Coleman, Davies, Gylfi, Iwobi, Walcott, Moise Kean, Calvert-Lewin.

Walcott var óheppinn að skora ekki eftir stungusendingu inn fyrir, stuttu síðar, frá Iwobi. Setti boltann rétt framhjá fjærstöng!

Fjórar skiptingar á 61. mín (4-5-1). Uppstillingin þar með: Lössl, Nkounkou, Gibson, Michael Keane, Coleman, Bolasie, Besic, Davies, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin.

Á 72. mínútu komst Walcott inn fyrir eftir stungusendingu frá vinstri bavkverðinum Nkounkou og átti bara markvörðinn eftir þegar hann fékk tæklingu í hliðina á sér. Hefði verið rautt í Úrvalsdeildarleik en kannski ekki í vináttuleik. Gylfi tók hins vegar aukaspyrnuna rétt fyrir utan teig (sem er nánast eins og víti fyrir Gylfa) og honum brást ekki bogalistin — setti boltann beint í samskeytin uppi hægra megin. Annað mark Gylfa í leiknum og staðan orðin jöfn, 3-3.

Tvær skiptingar á 76. mínútu: Kyle John inn á fyrir Gylfa og Eliis Simms fyrir Calvert-Lewin. Tom Davies þar með sá eini eftir á vellinum sem byrjaði leikinn og hann kláraði 90 mínútur.

Blackpool menn fengu ágætis tækifæri til að komast yfir á 80. mínútu eftir arfaslaka sendingu frá Besic á miðjunni (beint á leikmann Blackpool) sem gaf þeim skyndisókn, en Lössl varði vel.

Niðurstaðan því jafntefli, 3-3. 

Engar einkunnir eru gefnar út fyrir þennan leik, enda vináttuleikur en Calvert-Lewin líklega maður leiksins (skoraði eitt og fiskaði vítaspyrnu). Það væri annars gaman að heyra hvað ykkur fannst um einstaka leikmenn.

2 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Þessi leikur gerði ekki neitt fyrir mig nema að ég vil fá Pickford burt. Hrokafullr gaur sem að hefur ekkert bætt sig síðustu 3 árin. Eins með Tom Davies, hann hefur ekkert bætt sig heldur og gerði það ekki í dag. Það er hellingur sem að mig langar að segja en samt er þetta nóg í bili. Áfram Everton!

 2. Elvar Örn Birgisson skrifar:

  Ekkert rosalega öflugt að lenda 3-0 undir eftir 12 mínútur gegn liði í 1 deild. Þess má þó geta að Blackpool hefja leik fyrr, eins og venja er hjá neðri deildar liðum, og eiga leik í deildarbikarnum (ef ég náði þessu rétt) seinna í vikunni.
  Það er þó ágætt að ná að koma til baka og ná jafntefli.

  Sammála Ara S. að Davies er bara ekki nógu góður fyrir Everton. Calwert Lewin veiddi víti og skoraði einnig með skalla úr horni, ágætar heimtur það. Moyse Keane ansi týndur fannst mér en ég er enn að vona að hann komi til, þess má geta að mér fannst hann klikka í varnarvinnu í fyrsta marki þeirra.

  Gylfi bara nokkuð fínn og átti stoðsendingu úr horni, skoraði af punktinum (en Calwert Lewin virtist ætla að frekjast til að taka vítið, pínu spes), og síðan skoraði Gylfi úr aukaspyrnu ,flott spyrna og hann á að taka fleiri aukaspyrnur,,,og hornspyrnur, finnst mér amk.

  Eðlilega þá vantaði nokkra leikmenn og nokkrir sem byrjuðu á bekknum.
  Vörnin róaðist og styrktist ansi mikið við að fá Keane í vörnina og mér fannst Lewis Gibson standa sig vel þar líka og lítið reyndi á Losl í markinu.

  Ungi nýliðinn, Nkounkou, fannst mér standa sig ansi vel og var flottur á vinstri kanti með Bolasie.
  Ég var nú pínu spenntur að sjá hvort Mo Besic og Bolasie kæmu inná sem varð svo raunin. Mo Besic var eins og hauslaus hæna og hrikalega óagaður og með lélegar sendingar og hékk á boltanum og missti boltann og….grrrr.

  Bolasie fannst mér koma bara ansi vel út og klárlega hættulegri en Iwobi að mínu mati, hann kom mér á óvart hann Bolasie og hann var að spila skemmtilega með Nkounkou sem var að þreyta frumraun sýna í Everton treyju.

  Enginn keyptur til Everton í sumar en ég trúi því að keyptir verði 3-5 leikmenn, en spurning hvort við þurfum ekki amk 5 nýja leikmenn, mig sýnist það.

  Tveir leikir eftir af þessu stutta Pre-Season og báðir í beinni á EvertonTV fyrir þá sem kaupa áskrift (official membership). Þess má geta að þeir senda gjafir einnig til Íslands til okkar sem kaupa þessa aðild (núna, fyrir fullorðna, er snyrtiveski, fáni og sokkar ef ég man rétt). Alveg þess virði að kaupa þessa aðild, en að auki þá er veittur afsláttur í Everton búðinni ofl ofl. En linkinn um þetta má fiinna í fréttinni hér að ofan, hvet ykkur til að skoða það.

%d bloggers like this: