full screen background image

Tottenham – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Fjórði leikurinn í Covid, gegn lærisveinum José Mourinho hjá Tottenham, er núna á eftir kl. 19:00. Með sigri myndi Everton komast upp fyrir Tottenham og vera aðeins einu stigi frá væntanlegu Evrópusæti þegar fimm leikir eru eftir af tímabilinu.

Leikurinn er í beinni á Ölveri og formaður og ritari stuðningsmannaklúbbsins okkar ætla báðir að láta sjá sig. Endilega kíkið með.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Michael Keane, Holgate, Coleman (fyrirliði), Gylfi, Gomes, Davies, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Mina, Sidibé, Branthwaite, Baningime, Gordon, Bernard, Moise Kean.

Hefðbundin 4-4-2 sýnist mér, með Gylfa á vinstri kanti og Richarlison og Calvert-Lewin frammi.

Lítið að frétta framan af og engin færi fyrstu 20 mínúturnar, ef frá eru talin einhver vongóð skot af löngu færi. Leikurinn svolítið í járnum þangað til Tottenham skoruðu algjört skítamark þegar þeir fengu boltann óvænt inn í teig og náðu snúningi og skoti sem stefndi langt framhjá (og Pickford hefði tekið auðveldlega) ef boltinn hefði ekki breytt stefnu af Michael Keane og farið í hitt hornið. 1-0 fyrir Tottenham.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Richarlison upplagt færi utarlega í teig. Fékk allan tímann til að athafna sig og hlóð í skot sem Lloris náði ekki til en boltinn því miður rétt framhjá stönginni.

Skömmu síðar flautaði dómarinn fyrri hálfleik af sem triggeraði hávaðarifrildi milli Son og Lloris. Svolítið spes… ekki viss hvað olli.

Tölfræðin sýndi í hálfleik að Tottenham höfðu ekki átt eitt skot sem rataði á rammann en Everton eitt. 1-0 hálf kjánaleg staða í hálfleik.

Ein breyting í hálfleik: Iwobi út af fyrir Anthony Gordon.

Son fékk upplagt færi eftir smá vandræðagang hjá Mina við að hreinsa frá og náði skoti sem Pickford varði vel. Mina eitthvað út á þekju, en hann hafði komið inn á fyrir Holgate í fyrri, eftir að Holgate haltraði af velli.

Ancelotti setti Bernard inn á fyrir Gylfa á 67. mínútu og kom svo með tvöfalda skiptingu á 76. mínútu: Kean og Sidibé inn fyrir Davies og Coleman.

Calvert-Lewin náði ágætis skoti á mark með hælspyrnu – eftir aukaspyrnu utan af kanti frá Anthony Gordon. Eiginlega kom það manni mikið á óvart að hann næði jafn góðu skoti og raun bar vitni, því boltinn var ekki mjög langt frá samskeytum.

Restin var eiginlega bara hálffæri og Tottenham menn náðu að landa sigrinum á glötuðu sjálfsmarki í drepleiðinlegum leik.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.

8 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Algjör tímaeyðsla að horfa á þennan leik

 2. Orri skrifar:

  Ėg sä sīðustu 25 mín og það var ekkert bit ī mínum mönnum það var ekkert að gerast frami þegar svoleiðis er verða ekki skoruðu mörk sem sem varð svo reyndin.

 3. Ari G skrifar:

  Afspyrnu lélegur leikur. Tottenham voru ekkert betri heppnir að vinna leikinn. Maður hélt að leikurinn væri í slow motion.

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta var auðvitað argasta grísamark sem réði úrslitum í kvöld. Totteringham voru drullulélegir en einhvern veginn tókst okkar mönnum að vera lélegri. Vonandi verður annað uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar Southampton kemur í heimsókn en það er augljóst að Ancelotti á mikið og erfitt verk fyrir höndum að búa til almennilegt lið.

 5. Diddi skrifar:

  ótrúlegir sleðar á miðjunni hjá okkur, Gomes er ekki úrvalsdeildarleikmaður, vantar allan hraða, Iwobi heimskur og verður aldrei annað, Gylfi á seinustu dropunum og Davies óttalega mikill ræfill sem lét stela boltanum af sér hvað eftir annað. Pickford er bara djók, ef hann væri ekki englendingur væri búið að henda honum fyrir löngu. Selja Pickford, Iwobi eða bara gefa hann, Gomes, henda Delph þegar hann nær sér af meiðslunum, Gylfa, Walcott og Keane. Treysti því að Ancelotti sé með þetta plan og uppfæri þessa drulluháleista.

  • Orri skrifar:

   Sæll félagi.hvort var það þú eða ég sem var skrifa þetta,þarna erum við þó sammála.

   • Gunnþór skrifar:

    Held að Diddi hafi skrifað þetta í gegnum okkur innilega sammála ykkur vantar miklu meiri hraða og gæði í alltof marga leikmenn til að fara að gera einhverja atlögu að topp sex.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ef þetta væri nú bara svona einfalt.

Leave a Reply

%d bloggers like this: