25 ára afmæli stuðningsmannaklúbbsins!

Mynd: FBÞ.

Kæru félagar,

Það er gaman að segja frá því að stuðningsmannaklúbbur Everton á Íslandi á stórafmæli í dag, því klúbburinn var stofnaður á þessum degi þann 6. maí árið 1995!

Stofnfélagar teljast allir sem skráðu sig á stofnárinu og þeir eru, skv. félagatali, að minnsta kosti 65 talsins! Mögulegt er reyndar að þeir séu jafnvel aðeins fleiri, því nokkrar skráningar sem fylgdu í kjölfar stofnfundar eru án dagsetningar.

Það væri óskandi að aðstæður væru betri, svo að hægt væri að fagna þessu merka tilefni með stórri veislu, líkt og við gerðum á síðasta stórafmæli, en það verður að bíða betri tíma.

Fótboltaferðirnar okkar til Englands bíða sömuleiðis betri tíma, en við látum fylgja með eina mynd af ferð okkar að sjá Everton – Fulham, sem farin var fyrir sjö árum síðan! Bráðskemmtileg og mjög eftirminnileg ferð!

Stjórn stuðningsmannaklúbbsins óskar öllum lesendum velfarnaðar sem og til hamingju með þetta stórafmæli.

Kveðja,
Stjórnin.

5 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Til hamingju 25 ára afmæli klúbbsins.Vonandi á hann eftir að lifa lengi enn.

  2. Diddi skrifar:

    Hamingjuóskir, hann lengi lifi, 4x HÚRRA

  3. þorri skrifar:

    já hann lengi lifi

  4. þorri skrifar:

    hvað segja menn í dag. Vita menn hvaða dagur er í dag.

  5. þorri skrifar:

    Sælir félagar smá könnum æltra einhver að koma í ölver að horfa á leikinn