Watford – Everton 2-3

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Watford í dag á útivelli í hröðum og bráðfjörugum leik þar sem dramatíkin var allsráðandi. Fimm mörk, fjöldinn allur af gulum spjöldum (þar af eitt sem endaði í rauðu spjaldi!) og úrslitin réðust á lokamínútunum!

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Iwobi, Delph, Gylfi, Walcott, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Schneiderlin, Bernard, Coleman, Kean.

Uppstillingin 4-4-2, allavega án bolti, líkt og áður. Gylfi, Iwobi og Richarlison komnir aftur eftir meiðsli — gott að fá þá til baka.

Iwobi skapaði fyrsta tækifæri leiksins á 5. mínútu þegar hann brunaði inn í teig vinstra megin og sendi á Richarlison sem var miðju marki nokkuð nálægt en Richarlison náði ekki að stýra boltanum nógu neðarlega til að hitta á markið.

En það voru Watford sem komust yfir á 9. mínútu. Deolufeo komst upp vinstri kantinn, dró að sér tvo varnarmenn og náði stoðsendingu á Masina, vinstri bakvörð þeirra, sem kom á hlaupinu inn í teig og náði góðu skoti á mark framhjá Pickford í hliðarnetið hægra megin. 1-0 Watford.

Watford menn sátu nokkuð djúpt eftir markið og vörðust vel en Everton náði ekki að skapa mörg tækifæri. Sidibé náði reyndar flottri hárri fyrirgjöf frá hægri fyrir mark og fann þar Calvert-Lewin sem skallaði í átti að fjærstöng, upp við samskeytin en skallinn alls ekki nógu fastur og Forster í marki Watford greip boltann auðveldlega.

En svo fór þetta að vera ansi mikil brekka þegar Watford bættu öðru marki við seint í fyrri hálfleik en markið kom eftir skelfileg mistök hjá Delph, sem gaf boltann á Troy Deeny rétt fyrir utan teigs. Hann þurfti bara að renna boltanum í hlaupaleið Pereyra sem skaut boltanum í sveig yfir Pickford. Staðan orðin 2-0 fyrir Watford.

En Everton náði að svara með ótrúlegum kafla undir lokin og tveimur mörkum. Bæði mörkin komu upp úr horni og bæði mörkin skoraði Yerri Mina. Það fyrra var svona klassískt goal mouth scramble sem Mina náði að pota inn að lokum (sjá mynd) og það seinna frír skalli sem Mina stýrði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá Watford, vafalítið bergmál frá fyrri stjóratíð Marco nokkurs Silva, og Mina — óvaldaður — þurfti ekki einu sinni að hoppa til að skalla boltann í netið. Auðveldur skalli, auðvelt mark — og Everton allt í einu búið að jafna í síðustu sókn fyrri hálfleiks!

2-2 í hálfleik!

Lítið að gerast framan af í seinni hálfleik. Watford menn höfðu verið sterkari í fyrri hálfleik, en Everton liðið átti fína innkomu í seinni hálfleik. Ekki þó mikið um færi.

Ancelotti gerði tvöfölda skiptingu á 66. mínútu: Moise Kean inn á fyrir Iwobi og Schneiderlin inn á fyrir Gylfa.

En á 72. mínútu tókst Delph að láta reka sig út af fyrir litlar sakir. Reyndi að ná bolta af kantmanni Watford en felldi hann í staðinn. Fékk sitt annað gula spjald í leiknum — mjög „soft“ og ensku þulir leiksins alls ekki sáttir við rauða spjaldið, frekar en við hin. Bentu á að dómarinn hafði látið nokkur mun verri brot óátalin. Ancelotti brást við þessu með því að skipta Michael Keane inn á fyrir Calvert-Lewin.

Eftir þetta var þetta erfitt — sterk pressa frá Watford en Everton vörðust djúpt og hreinsuðu fram við hvert tækifæri. En möguleikinn á skyndisókn var alltaf til staðar og Richarlison komst í eina slíka ásamt Moise Kean og Walcott. Richarlison gerði mjög vel í að komast alla leið upp að teig á sprettinum og sendi til hliðar á Kean, sem kinxaði í skotinu á mark, með varnarmann í sér. En það reyndist mikið happ boltinn endaði hjá Walcott á auðum sjó inni í teig hægra megin og hann átti ekki í miklum erfiðleikum með að renna boltanum framhjá Forster í markinu. Staðan orðin 2-3 fyrir Everton!

Ótrúlegur viðsnúningur — frá því að lenda 2-0 undir yfir í það að jafna rétt fyrir hálfleik, missa svo mann af velli en stela sigrinum á loka mínútunum! Þvílíkur rússibani!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Sidibe (6), Digne (7), Holgate (7), Mina (8), Delph (5), Gylfi (6), Iwobi (6), Walcott (7), Richarlison (7), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Keane (6), Schneiderlin (6), Kean (6). Maður leiksins: Yerry Mina.

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Everton hefur átt í sérstökum vandræðum með tvennt. Vinna útileiki og ná sigri eftir að lenda undir. Að lenda 2-0 undir á útivelli ásamt því að missa mann (ranglega) útaf um 70 mínútu en samt að ná 2-3 sigri er bara eitthvað sem maður er ekki vanur.
    Vel gert og Ancelotti klárlega að koma liðinu á beinu brautina.
    Fannst Sidebe klikkað góður og flott mörk hjá Mina sem hefur verið ansi óheppinn á leiktíðinni varðandi markaskorun en hann hefur átt ansi marga góða skalla að marki sem hafa verið nálægt því að gefa mark eða mark dæmt af.
    Sidebe og Gylfi þeir einu sem gátu sent krossa en aðrir í ruglinu í þeim aðgerðum. Flott að sjá Kean ná stoðsendingu en Gylfi átti einnig stoðsendingu úr horni á Mína, vel gert. Iwobi alveg týndur og Walcott í vanda en náði samt sigurmarkinu.
    Gomez að verða leikfær og að sögn er stefnt að því að hann taki þátt í leiknum gegn Arsenal þann 23 febrúar, frábærar fréttir. Fannst Delph frekar slakur en fannst seinna gula ekki réttur dómur. En sigur og allir sáttir.

  2. Eirikur skrifar:

    Ánægjuleg úrslit eftir svekkelsið á móti Newcastle og kominn tími á að Mina skori 🙂

  3. Einar Gunnar skrifar:

    Frábær þrjú stig innheimt í dag. „Bankið í ofnunum“ var mjög að plaga mig til að byrja með en að sjá okkar menn vinna leikinn að lokum var gríðarlega sterkt. Febrúar byrjar vel og meira svona!

    • Ari S skrifar:

      Mögnum moment í boltanum. Fyrst gegn Newcastle og svo núna gegn Watford í fyrri hálfleik. Með mörkum sínum í gær þá núllaði Mina mörkin gegn Newcastle. Risastór sigur í gær, takk Everton 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Yerri Mina að sjálfsögðu í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/51351685

  5. Elvar Örn skrifar:

    Ótengt þessum leik þá er spennandi að sjá hvaða aðdráttarafl Ancelotti hefur á leikmanna kaup liðsins í sumar. Burtséð frá þeim stöðum sem við viljum styrka þá tel ég mikilvægast að fá alvöru leikstjórnanda/captain en það hlutverk hefur verið á undanhaldi í 2-3 ár og algert flökku hlutverk á þessari leiktíð. Tel það hlutverk henta best miðjumanni eða miðverði en nr 1 er að fá alvöru leiðtoga fyrir liðið. Eru menn með einhverjar hugmyndir eða tillögur í það hlutverk? Tel hann amk ekki vera í núverandi hóp.