Félagaskiptaglugginn – janúar 2020

Mynd: Everton FC.

Janúarglugginn fyrir félagaskipti á Englandi er nú opinn en hann opnaði í byrjun árs og verður opinn út janúarmánuð — nánar tiltekið til miðnættis föstudagsins 31. janúar. Síðasti séns til að skrá samningsdrög er þó til klukkan 23:00 sama dag og er þessum þræði ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður.

Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Jarrad Branthwaite (17 ára varnarmaður frá Carlisle, líklega 750þ pund).

Leikmenn út: Cenk Tosun (lánaður til Crystal Palace), Anthony Evans (til Paderborn), Morgan Feeney (lánaður til Tranmere), Lewis Gibson (lánaður til Fleetwood), Callum Connolly (lánaður til Fleetwood), Kieran Dowell (lánaður til Wigan). Jonas Lössl (lánaður til Huddersfield)

Fös 13:32 Gluggavakt Sky hefur það eftir dagblöðunum þar í landi að Cuco Martina sé að skoða tilboð erlendis frá.
Fös 13:20 Gluggavakt Sky segir að Burnley sé að skoða lán á Oumar Niasse til loka tímabils. Þar kemur einnig fram að ungliðinn og miðvörðurinn Lewis Gibson hafi verið lánaður til Fleetwood Town til loka tímabils. 85M punda tilboð Barcelona í Richarlison var einnig nefnt, sem og að Everton hefði snarlega hafnað því og gefið þá skýringu að vilja byggja lið í kringum hann. Miðjumaðurinn Pierre-Emile Hojbjerg hjá Southampton var einnig sagður vekja áhuga Everton, en að uppsett verð sé heldur hátt (35M punda).
30.01 Skv. frétt á Liverpool Echo var ungliðinn Morgan Feeney (miðvörður og fyrirliði U23 ára liðsins) lánaður til Tranmere til loka tímabils.
29.01 Staðfest! Klúbburinn staðfesti sölu á ungliðanum Anthony Evans (21 árs) til þýska liðsins Paderborn. Kaupverðið var ekki gefið upp.
13.01 Staðfest! Klúbburinn staðfesti kaup á ungum og efnilegum varnarmanni, Jarrad Branthwaite, en hann kemur frá Carlisle. Kaupverðið var ekki gefið upp, en er talið nema 750 þúsund pundum. Margir klúbbar voru sagðir á höttunum eftir honum, þar með talið Leicester, Newcastle, Aston Villa, Celtic og Rangers, en hann fer að öllum líkindum beint í U23 ára hópinn.
10.01 Staðfest! Klúbburinn staðfesti að Cenk Tosun hafi farið á láni til Crystal Palace til loka tímabils.
06.01 Ungliðinn og varnarmaðurinn Callum Connolly var lánaður til Fleetwood og Kieran Dowell var lánaður til Wigan.

Og þar með er það upptalið!

Það er spurning hversu mikið svigrúm er til kaupa í glugganum í ljósi þess að 94.4M punda taprekstur hefur verið síðustu þrjú árin, aðallega vegna fjárfestinga í nýjum leikmönnum. FFP reglurnar kveða á um að leyfilegt tap (uppsafnað yfir þrjú ár) sé 105M punda, þannig að líklega þarf eitthvað að reyna að losna við rekaviðinn áður en hægt er að kaupa nýja leikmenn. Önnur leið til að líta á málið er að 85% af innkomunni fer beint í að greiða leikmönnum laun, þannig að launalega séð er ekki svakalega mikið svigrúm og færa má rök fyrir því að sú tala sé þegar of há. Það er því væntanlega forgangsatriði að losa leikmannahópinn við leikmenn á háum launum sem eru ekki lykilmenn í liðinu — sem jafnframt er líklega erfiðast að losna við. En það hefur nátttúrulega verið vitað í nokkurn tíma að þörf væri á hreinsunum og ætti ekki að koma á óvart.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Marcel Brands tekst að galdra upp úr hattinum og við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

15 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég á ekki von á því að Everton versli mikið nú í janúar. Brands gaf reyndar í skyn á aðalfundi félagsins að verið væri að reyna að finna einhvern á hægri kantinn, vonandi tekst það og eins talaði hann um að hann væri að reyna að finna félag fyrir Niasse og Martina.
    Ég geri mér ekki vonir um meira.
    Ef okkur tekst að losna við fleiri gagnslausa leikmenn og kannski kaupa tvo í viðbót, þá er það bara plús.

    • Ari S skrifar:

      Góðan daginn, ég er sammála Ingvari maður á ekki mikið von á að Ancelotti versli mikið í janúar. Eða Brands ef út í það er farið. Við Orri vinur minn vorum að tala um það um daginn að trúlega væri Ancelotti þó með eitthvað í undirbúningi en að verður vonandi eitthvað stórt og mikið.

      Maður býst ekki við neinu og allt sem myndi koma væri þá hreinn bónus. Okkur vatnar mest að fá miðjumann vegna mikilla meiðsla en gífurlega góðar fréttir í vikunni komu þegar Gomes mætti á æfingu miklu fyrr en búist var við eftir erfið ökklameiðsli.

      Maður getur látið sig vona og spenntastur væri ég fyrir James Rodrigues sem þá myndi koma á láni. Frábær heimsklassaleikmaður.

      Svo væri náttúrlega frábært að fá Everton Souares í Everton en það hefur veirð slúðrað eitthvað um það. Sjáum tilhvað gerist. kær kveðja, Ari S.

  2. Diddi skrifar:

    það er leiðinlegt en seinagangur klúbbsins okkar þegar kemur að leikmannakaupum er svo yfirgengilegur að mánaðarlangur gluggi er eiginlega of stuttur 🙂 Ancelotti tekur reyndar við liðinu rétt fyrir áramót og þess vegna ekki að vænta að það sé gengið frá kaupum rétt uppúr áramótum en undanfarin ár hafa verið svona líka.

  3. Ari S skrifar:

    Ég vildi óska þess að Edinson Cavani kæmi til Everton 🙂 Ancelotti þekkir vel til hans…. vona það besta.

  4. Ari S skrifar:

    Samkvæmt slúðri í Brasilíu þá gæti Everton Soares verið á leið til Everton. Þá myndi maður fá sér treyju með Everton á bakinu. Þetta yrði náttúrulega frábær fengur fyrir félagið okkar. Ég læt hér fylgja link með.

    https://sportslens.com/everton-soares-transfer/285040/

  5. Ari S skrifar:

    Gópan daginn félagar, nýjasta slúðrið sem ég hef rekist á er að Allan hinn brasilíski er á leið til okkar. Hann er að ég held svona Idrissa Gana Gueye týpa og er mjög líklega betri en þeir miðjumenn sem við höfum. Þá er ég að meina MS, FD og TD.

  6. Finnur skrifar:

    Af Sky:

    Sky Sports News reporter Vinny O’Connor: „Everton at this point have been unable to offload Oumar Niasse and Cuco Martina, which arguably has a knock-on effect in terms of bringing players in because they haven’t reduced the wage bill.

    „They have been looking for a midfielder following the injuries to Jean-Philippe Gbamin and Andre Gomes and we know of their interest in Everton Soares of Gremio, but so far they haven’t registered a bid. Obviously that could change before the deadline.

    „However, given what director of football Marcel Brands said at the club’s general meeting about finances, unless they are able to make room in the squad, it might only be loan deals that they are able to bring in before the deadline.“

  7. þorri skrifar:

    sælir kæru félagar.veit einhver hvar leikurinn er sýndur. Ég veit að hann er ekki sýndur á ölveri.

  8. Gestur skrifar:

    Það eru ekki til peningar hjá Everton og þess vegna kemur enginn í jan.

  9. Einar Gunnar skrifar:

    Hvað var maður að vonast til að það gerðist eitthvað í glugganum, um mitt síðasta haust. Finnst tíminn orðinn knappur.

    • Ari S skrifar:

      10 síðustu leikmenn sem að Everton hefur keypt í janúar: fyrir samanlagða upphæð 92.5 milljónir punda.

      Mangala
      Walcott
      Tosun
      Schneiderlin
      Lookman
      Niasse
      Tarashaj
      Lennon
      Lacina Traore
      McGeady

    • Ari S skrifar:

      Vertu feginn að ekkert gerðist 😉

  10. þorri skrifar:

    Sælir félagar og góðan daginn.Getur þið góðir félagar.Vitið þið hvort leikurinn sé yfir höfuð sýndur í dag. Þá hvort sé á einnhverjum pöbb eða hér á netinu.Ég veit að hann er ekki á ölveri.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Veit að hann er sýndur á Liverpool TV (Síminn sport) klukkan átta í kvöld.

  11. þorri skrifar:

    ókey takk fyrir þetta Ingvar.ÁFRAM EVERTON