Everton – Newcastle 2-2

Mynd: Everton FC.

Everton átti heimaleik gegn Newcastle kl. 19:30 en eitthvað var um meiðsli í herbúðum beggja liða. Hvorki Gylfi né Richarlison í hóp.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Bernard, Schneiderlin, Delph, Walcott, Moise Kean, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Baines, Michael Kean, Coleman, Davies, Gordon, Niasse.

Everton líflegra liðið og meira með boltann, eins og búast má við þegar mótherjinn er Newcastle, sem spila ekki mikinn possession fótbolta – svo ekki sé meira sagt. Færin létu þó á sér standa, fyrir utan tvö góð skot af nokkru færi – fyrst frá Sidibé og svo Moise Kean en markvörður varði vel í bæði skiptin.

En markið kom að lokum og þar var að verki Moise nokkur Kean. Calvert-Lewin náði að stýra erfiðum bolta til Bernard, sem var í holunni og sá hlaup Kean í gegnum vörnina, sendi háan bolta yfir miðverðina sem Kean tók á móti, stoppaði og skaut í gegnum klofið á varnarmanni og framhjá Dubravka í markinu. 1-0 fyrir Everton og Moise Kean loksins kominn í gang!

Newcastle menn fengu eitt færi á 42. mínútu, skallafæri úr miðjum teignum en rétt yfir. Pickford líklega með það allan tímann ef boltinn hefði farið neðar.

1-0 í hálfleik.

Bernard fékk frábært færi á 49. mínútu. Komst einn upp að marki og náði skoti framhjá markverði en rétt yfir slána.

En Newcastle menn hlýddu ekki á viðvörunina og örfáum mínútum síðar var Calvert-Lewin búinn að bæta við marki. Digne sá að dekkun á honum var engin inni í teig og sendi á hann. Fyrsta snerting Dominic var frábær, lagði boltann fyrir sig og þrumaði inn. 2-0 fyrir Everton.

Moise Kean fékk hálffæri á 60. mínútu eftir fína fyrirgjöf frá Calvert-Lewin, en skallinn slakur.

Coleman kom svo inn á fyrir Moise Kean og fékk mikið klapp frá áhorfendum, sem kunnu vel að meta framlag hans í leiknum.

Bernard átti frábært skot stuttu síðar en Dubravka kom í veg fyrir mark með geggjaðri vörslu alveg út við stöng. En þung sókn Everton hélt áfram. Mina átti skalla framhjá, Calvert-Lewin átti lúmskt skot sem Dubravka varði í horn og leikmenn Newcastle voru ekki langt frá því að skora sjálfsmark þegar boltinn fór í fæturna á varnarmanni og rétt framhjá stöng. Holgate átti svo þrumuskot að marki sem Dubravka varði glæsilega (enn á ný).

Á þessum tímapunkti voru átta boltar komnar á mark í 17 tilraunum Everton, sem hefði með réttu átt að vera komið þremur til fjórum mörkum fram úr. Engin bolti á mark frá Newcastle í tveimur tilraunum.

Davies inn á fyrir Bernard á 82. mínútu.

Newcastle menn náðu sínum fyrsta bolta á rammann á 87. mínútu (!) en engin hætta þar. Niasse inn á fyrir Walcott stuttu síðar og maður hélt að Everton væri að sigla þessu í höfn, en ekki í strand eins og raunin varð.

Því með einhverjum ótrúlegum hætti náðu Newcastle að jafna leikinn með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Fyrst eftir hornspyrnu, þar sem skot frá leikmanni þeirra breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í upplögðu tækifæri fyrir hjólhestaspyrnu beint fyrir framan markið. Sem leikmaður Newcastle afgreiddi snyrtilega. 2-1.

Og rétt fyrir leikslok fengu þeir hornspyrnu og náðu einhvern veginn að böðla boltanum yfir línu í síðustu sókn leiksins. Pickford hafði náð að verja fast skot á mark en þegar næsta skot kom á mark var Pickford kominn inn fyrir marklínu. En þó hann næði að verja fór boltinn allur inn fyrir línu áður en hann snerti Pickford og jöfnunarmarkið leit því dagsins ljós. Þetta reyndist síðasta skotið í leiknum.

Newcastle mennirnir tveir í salnum fögnuðu leikslokum vel, stóðu svo upp og afsökuðu sig fyrir rán um hábjartan dag um leið og þeir gengu út. Restin af okkur sat eftir og horfðum við vantrúaðir á hvernig hægt var að missa þetta svona niður í lokin. Only Everton…

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Sidibe (6), Digne (7), Mina (6), Holgate (6), Schneiderlin (6), Delph (6), Bernard (8), Walcott (7), Kean (8), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Davies (6), Coleman (6), Niasse (6).

Sky Sports völdu Moise Kean mann leiksins en til merkis um yfirburði Everton í leiknum var meðaleinkunn útileikmanna byrjunarliðs Newcastle 5,0 og aðeins markvörður þeirra náði yfir 6 í einkunn (hann fékk 8).

9 Athugasemdir

 1. Teddi skrifar:

  Kanntu annan betri, þvílíkur aulaskapur.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Bara Everton getur klúðrað tveggja marka forystu niður í jafntefli á einni og halfri mínútu.
  Þetta er óþolandi.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér finnst reyndar Ancelotti verði að taka á sig hluta af þessu klúðri.
  Það var algjör óþarfi að vera að gera þessar skiptingar, sérstaklega að setja Davies og Niasse inn á.

 4. Gunnþór skrifar:

  Jesús

 5. Gestur skrifar:

  Hvernig er þetta hægt?

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Þetta er Everton, þeir geta klúðrað hverju sem er hvenær sem er.

 6. Ari G skrifar:

  Hvað finnst mönnum hér tilboð Barcelona í Richarlison 85 millur punda eigum við að selja hann? Mín skoðun er nei en ef tilboð kemur 100 millur+ mætti hugsa málið. Voðalega gengur illa að losna við leikmenn bara Tosun farinn samt margir verri en hann.

 7. Ari G skrifar:

  Hvað finnst mönnum hér tilboð Barcelona í Richarlison 85 millur punda eigum við að selja hann? Mín skoðun er nei en ef tilboð kemur 100 millur mætti hugsa málið. Voðalega gengur illa að losna við leikmenn bara Tosun farinn samt margir verri en hann.

 8. Finnur skrifar:

  Tosun er reyndar með samning við Everton til júní 2022, en ég held það sé öllum fyrir bestu ef Crystal Palace kaupi hann.

%d bloggers like this: