full screen background image

Sheffield Wednesday – Everton 0-2 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Everton lék í kvöld við Sheffield Wednesday á útivelli í deildarbikarnum en þeir voru í 9. sæti ensku B deildarinnar þegar flautað var til leiks, þremur stigum frá umspilssæti eftir 8 leiki.

Leikurinn var ekki í beinni útsendingu og leikskýrslan því í styttri kantinum, enda bara hægt að hlusta á leikinn.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Davies, Delph, Bernard. Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Keane, Gylfi, Walcott, Schneiderlin, Coleman, Kean.

Everton byrjaði leikinn afleitlega, þegar Tom Davies gaf slæma sendingu aftur sem leikmenn Sheffield Wednesday komust inn í en Pickford reddaði málunum með góðri vörslu.

En þá hófst þáttur Dominic Calvert-Lewin sem skoraði tvö mörk á fjögurra mínútuna kafla. Sidibé með stoðsendingu frá hægri í fyrra markinu. Iwobi með stoðsendingu í seinna markinu. Staðan allt í einu orðin 0-2 fyrir Everton eftir aðeins 10 mínútna leik. Og Calvert-Lewin fékk tækifæri á þrennunni stuttu síðar, en brást bogalistin.

0-2 í hálfleik.

Minni hasar í seinni hálfleik. Everton náði ekki að hrista Sheffield Wednesday almennilega af sér og öðru hvoru voru þeir nærri því að minnka muninn. Everton átti líka færi — ekki þó jafn góð og í fyrri hálfleik, að því er virtist.

Theo Walcott kom inn á fyrir Richarlison á 67. mínútu, Gylfi inn á fyrir Bernard á 74. mínútu og Schneiderlin inn á fyrir Delph á 90. mínútu.

Eftir fjögurra mínútna viðbótartíma flautaði dómarinn til leiksloka. Everton komið áfram í bikarnum.

Uppfært 25. sept: Hægt er að horfa á helstu atriði leiksins hér:

9 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það er jafn öruggt og amen í kirkju að Wednesday slær okkur út úr þessari keppni í kvöld.
  Þetta fer 2-0 fyrir Sheffield.

 2. Gunnþòr skrifar:

  Komið 2 -0 geggjað😀

 3. Georg skrifar:

  Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið. Gott að fá 2 mörk frá DCL.

  Næst er auðveldur heimaleikur gegn City

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ja hérna! Nú er ég meira en lítið hissa. Venjulega kemst Everton ekki svona langt í þessari keppni en þetta er hið besta mál.

 5. Finnur skrifar:

  Það er komið inn vídeó með klippum úr leiknum (sjá hér að ofan).

 6. Finnur skrifar:

  Everton fær heimaleik gegn Watford í næstu umferð. Umferðin í heild sinni er annars:

  EVERTON vs WATFORD
  OXFORD vs SUNDERLAND
  CHELSEA vs MAN UTD
  CRAWLEY TOWN vs COLCHESTER
  BURTON vs LEICESTER
  MAN CITY vs SOUTHAMPTON
  ASTON VILLA vs WOLVES
  LIVERPOOL vs ARSENAL

  • Ari S skrifar:

   Alls ekki slæmt, og hefði getað verið verra. Ekki leiðinlegt að LivArs og CheManU drógust saman. En að sjálfsögðu er ekkert unnið fyrirfram. Kv.Ari

 7. Elvar Örn skrifar:

  Tom Davis var hrikalega dapur, tel hann ekki eiga neitt erindi í byrjunarlið Everton. 3 mörk hjá DCL í tveimur seinustu leikjum er gott og vonandi heldur hann því áfram en satt best að segja er ég ekki að deyja úr bjartsýni hvað það varðar. Held að Kean og/eða Richarlison séu betri í fremstu stöðu.
  Sidibe gæti tekið sæti Coleman áður en langt um líður, flottur í þessum leik hann Sidebe.
  Pickford solid og Mina er alveg drullu sterkur.
  Iwobi einnig að spila vel og flott stoðsending í leiknum.

  Easy 3 stig heima á laugardaginn.

%d bloggers like this: