Alex Iwobi keyptur – STAÐFEST!

Mynd: Getty Images.

Everton staðfesti í kvöld kaup á Alex Iwobi frá Arsenal rétt undir lok félagaskiptagluggans. Alex er 23ja ára kantmaður og er ætlað að fylla skarð Ademola Lookman sem seldur var til Þýskalands fyrir 16-22.5M punda, en hann (Lookman) náði einhverra hluta vegna aldrei að setja mark sitt almennilega á Everton liðið.

Skv. Sky Sports og Liverpool Echo er kaupverðið um 27-28M punda með mögulegum bónusgreiðslum upp á 7M punda. Alex er sjöundi leikmaðurinn sem Marcel Brands og félagar fá til liðs við sig í félagaskiptaglugganum, en áður náði klúbburinn að tryggja sér krafta Jonas Lössl, Djibril Sidibe, Andre Gomes, Fabian Delph, Jean-Philippe Gbamin og Moise Kean.

Alex kemur úr akademíu Arsenal en hann byrjaði þar sem lítill polli og náði alla leið í aðallið Arsenal þar sem hann hefur leikið um 148 leiki síðan 2015 og skorað 15 mörk. Hann lék jafnframt með unglingaliðum Englands, þangað til hann skipti yfir í aðallandslið Nígeríu en hann hefur leikið 36 leiki með þeim og skorað 6 mörk.

Marco Silva hafði þetta um hann að segja… „Alex was one of our main targets for this window and I believe he is a fantastic signing for Everton. He is a direct and skillful winger and attacking midfielder who always works very hard for his team.“

Hann bætti svo við: „Alex fits exactly the profile of player I want in my model. He is hungry to join Everton and take the next step in his career, to help us compete with the strongest teams in the league and reach his potential at our club.”

Alex Iwobi skrifaði undir 5 ára samning (til sumars 2024).

Hér að neðan er smá sýnishorn af því sem kappinn hefur upp á að bjóða…

Velkominn til Everton, Alex Iwobi!

20 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Þetta er frábær leikmaður og það besta er að hann er enn mjög ungur. hans aðalvopn ef svo má segja eru stoðsendingar eða bara góðar sendingar. Vonandi fáum við að sjá mikið af þeim á næstu dögum með Richarlison á hægri kanti og Iwobi á þeim vinstri. Síðan verður Moise Kean fremstur með Gylfa fyrir aftan…

  Það mætti halda að allir nýju leikmennirnir hafi verið keyptir með hliðsjón af spilamennsku Gylfa. Allir geta spila hratt og mikill hraði (fljótari leikmenn) er í kringum Gylfa, miklu meiri hraði en var til dæmis í fyrra.

  • Ari S skrifar:

   Ég hef lesið mikið um Iwobi síðan hann var keyptur. Eitt af því sem að strndur út er að hann var seldur vegna þess að Micketarian og Ösil spila í stöðunni hans. Vissulega góðir leikmenn en þeir eru farnir að dala. Hins vegar verður Emery að spila þeim vegna þess að þeir eru með svo há laun.

   • Diddi skrifar:

    Af hverju hækkuðu þeir ekki bara launin hjá Iwobi?

    • Ari S skrifar:

     Þá hefðu stiðningsmennirnir sem þykjast vera sérfræðingar farið í fýlu.

     • Diddi skrifar:

      Eiga Arsenalmenn líka svoleiðis 😂😂😂

     • Ari S skrifar:

      Já Diddi minn, öll félög hafa neikvæða stuðningsmenn/fýlupúka (sem þykjast vera sérfræðingar) innan borðs.

 2. Finnur skrifar:

  Þessi Iwobi umræða fær mig alltaf til að hugsa til breska málstækisins „don’t get your knickers in a twist over this“.

  Það þykir viðtekin venja að láta minnst tvo leikmenn berjast um hverja stöðu. Kannski einfaldara í þessu tilviki að tala um fjóra leikmenn og tvær stöður þar sem kantararnir víxla gjarnan í leik. Hjá Silva voru þetta Richarlison, Bernard, Walcott og Lookman.

  Lookman var seldur á 16-22.5M og skildi eftir sig skarð sem þurfti að fylla. Iwobi kostaði 28-35M.

  Ég er of latur til að fletta upp stoðsendingunum en tölfræðin í mörkum sýnir að Lookman skoraði 1 mark í 36 Úrvalsdeildarleikjum á þremur tímabilum fyrir Everton. Iwobi er klárlega með betra hlutfall: 10 mörk í 100 leikjum. Vissulega má alltaf gera betur en ég held að þetta hljóti allavega að teljast uppfærsla á Lookman.

  Lookman vildi fara frá félaginu og þessi uppfærsla kostaði e-s staðar á bilinu frá 7.5M punda (í besta falli) til 19M punda (í versta falli), ef miðað er við mögulega þróun á söluverði (árangurstengt). Líklega lendir þetta einhvers staðar á milli.

  Svo má líka benda á að Iwobi er með betri markatölfræði en Bernard (sem er með 1 mark í 34um leikjum), þó ég sé samt alveg til í að gefa Bernard meira en eitt tímabil í svigrúm. Lookman fékk þrjú tímabil og hans eina deildarmark reyndist markið fræga gegn City í sínum fyrsta leik.

  Til samanburðar má nefna að Malcolm hjá Barcelona, sem einhverjir voru spenntir fyrir, skoraði 1 mark í spænsku deildinni í 15 leikjum. Just sayin’

 3. Diddi skrifar:

  Að einhver sé betri en Lookman þýðir ekki að viðkomandi sé góður leikmaður

  • Ari S skrifar:

   Lookman var leikmaður Everton og stundum þurftum við á honum að halda en hann klikkaði, hann lék 36 leiki með Everton og skoraði 1 mark.

   Og núna höfum við fengið leikmann í hans stað, Alex Iwobi sem hefur leikið 100 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim 11 mörk. Alexz Iwobi ER AÐEINS ÁRI ELDRI EN LOOKMAN.

   Ég held að Diddi hafi rétt fyrir sér með Ademola Lookman, hann er ekki nógu góður fyrir Everton og ég vona svo sannarlega að Alex Iwobi muni standa sig betur en Lookman gerði. Hann hefur alla burði til þess.

  • Finnur skrifar:

   > Að einhver sé betri en Lookman þýðir ekki að viðkomandi sé góður leikmaður

   Ég veit ekki hvar því var haldið fram…

   Það sem mér finnst áhugaverðasta spurningin í þessu öllu saman er: Þegar skarð myndast og leikmann vantar í hópinn, á þá _ekki_ að fylla það skarð bara af því að ákveðinn leikmaður þóknast ekki ákveðnum stuðningsmönnum? Jafnvel þó að hægt sé að færa rök fyrir því að nýi leikmaðurinn sé uppfærsla á þeim sem fór?

   Hvað mig varðar, þá byrja allir leikmenn sem semja við Everton með clean slate frá fyrsta degi og ég ætla að leyfa þeim að láta verkin tala. Stjórar hafa mismunandi áherslur og úthluta mismunandi hlutverkum. Sumir stjórar sjá tækifæri til að nýta hæfileika leikmanna öðruvísi sem kannski öðrum yfirsást. Stundum blómstra menn í breyttu umhverfi undir nýjum stjóra með öðruvísi samkeppni um stöður. Sumir munu standa sig, sumir blómstra, aðrir ekki (Davy Klaassen til dæmis). Það er bara fótboltinn.

   Ég sé ekki hvað er unnið með því að reyna að sannfæra aðra stuðningsmenn um að leikmaðurinn sé ótækur í hópinn áður en hann hefur spilað svo mikið sem einn leik fyrir félagið undir nýjum stjóra. Það er ekki eins og félagið hætti við að kaupa hann… Þetta er búið og gert og Iwobi er væntanlega að vinna að framgangi Everton á meðan hann er á mála hjá félaginu. Á meðan svo er á hann okkar stuðning skilið.

   • Ari S skrifar:

    Finnur segir:

    „Hvað mig varðar, þá byrja allir leikmenn sem semja við Everton með clean slate frá fyrsta degi og ég ætla að leyfa þeim að láta verkin tala. Stjórar hafa mismunandi áherslur og úthluta mismunandi hlutverkum. Sumir stjórar sjá tækifæri til að nýta hæfileika leikmanna öðruvísi sem kannski öðrum yfirsást. Stundum blómstra menn í breyttu umhverfi undir nýjum stjóra með öðruvísi samkeppni um stöður. Sumir munu standa sig, sumir blómstra, aðrir ekki (Davy Klaassen til dæmis). Það er bara fótboltinn.“

    Algerlega mitt álit, ég er þérhjartanlega sammála Finnur. Hef akkúrat enga fordóma gagnvart nýjum leikmönnum og vil gefa öllum séns. Ætti að vera sjálfsagt.

 4. Ari G skrifar:

  Eigum ekki láta hann sýna sitt rétta andlit með Everton en hann er talinn bestur á vinstri væng en ég hélt að Everton væri að leita eftir hægri vængmann hvernig fer þetta saman. Að taka Richarlison úr sinni bestu stöðu yfir á hægri væng til að láta Iwobi spila sýna bestu stöðu í vinstri væng meikar ekki sjens. ég tel að Silva hafi gert stór mistök þarna en ég efast samt ekki um hæfni Iwobi og getu. Ég er hrifinn af kaupum Utd og Liverpool að kaupa frábærann leiðtoga í miðju varnarinnar þarna gerði Silva önnur mistök en samt tel ég öll leikmannakaup Everton í sumar frábær nema ég hef efasemdir um Iwobi bara ef hann væri bestur vinsra meginn þá hefði það líka verið frábær kaup en vonandi hef ég ekki rétt fyrir mig með hann.

  • Ari S skrifar:

   „ég tel að Silva hafi gert stór mistök þarna en ég efast samt ekki um hæfni Iwobi og getu. Ég er hrifinn af kaupum Utd og Liverpool að kaupa frábærann leiðtoga í miðju varnarinnar þarna gerði Silva önnur mistök“

   Nafni þú talar um mistök. Getur þú útskýrt betur fyrir mér við hvað þú átt þegar þú talar um mistök hjá Silva? (tvö mistök)

   Það besta við Richarlison er að hann getur spilað á fleiri en einum stað á vellinum. Það besta við Iwobi er að hann getur spilað á fleiri en einum stað á vellinum. Það besta við Gylfa er að hann getur spilað á fleiri en einum stað á vellinum. Það besta við Bernard er að hann getur spilað á fleiri ein einum stað á vellinum. Það besta við Gbamini er að hann getur spilað á feliri en einum stað á vellinum. Sömuleiðis Sidibe líka, hann getur spilað á fleiri ein einum stað á vellinum. En endilega reyndu að svara því fyrir mig við hvað þú átt þegar þú talar um að Silva hafi gert mistök?

   Kær kveðja, Ari S.

 5. Ari G skrifar:

  Meina bestur hægri væng þá hefði það verið líka frábær kaup.

 6. Ari G skrifar:

  Silva gerði mistök að kaupa ekki góðan varnarmann hann viðurkenni það sjálfur. Svo kannski mistök segja það mistök hjá Silva en ég hefði frekar keypt einhvern sem væri mjög góður á hægri vængnum. Ég vill helst að menn spili þá stöður sem þeir eru bestir í þess vegna var ég hissa á að hann keypti vinstri vængmann aftur þótt Iwobi getur spilað fleiri stöður á vellinum þá er hann ekki jafn góður í þeim stöðum. Ég sá þetta goggle.com leit Iwobi treysti þeim upplýsingum um Iwobi. Allavega hefði ég frekar lagt áherslu að kaupa frábærann varnarmann t.d. Ake og allt kjaftæðið um Zouma og Zaha hefur ruglað kaupin hjá Everton.

 7. Finnur skrifar:

  Rakst á þetta á Liverpool Echo…

  Nigerian winger Iwobi, who arrived at Goodison Park at the eleventh hour of deadline day, should have cost Everton around £46.3m, according to his ‘intrinsic value’ calculated by Carteret Analytics.

  This metric, as the BBC explains, „is essentially the monetary value of the player’s contribution to winning football matches and how influential he is to creating and preventing goal-scoring opportunities.“

  As it was, the Toffees were able to bring Iwobi to Goodison Park for only £27.4m – almost £20m less than his intrinsic value.

  Meanwhile, Italian teenager Kean was brought in from the Serie A champions for a reported initial £29m – „just £4m over his projected value.“

  But the bargain signing belonged to Fabian Delph, who reportedly had an intrinsic value to Manchester City of an enormous £54.6million.

  Everton paid only a little under £9m for the former Villa and Leeds midfielder, who can also operate in defence.

  Aðrir sem nefndir voru sérstaklega voru Moise Kean (Everton borgaði aðeins yfir markaðsverði), Gueye (Everton fékk of lítið) og Gomes (good value).

 8. Finnur skrifar:

  Langt en áhugavert vídeó hér, inniheldur viðtal við Marcel Brands þar sem hann ræðir um alla leikmennina sem Everton keypti og seldi/lánaði, og leikmannamarkaðinn almennt.

  https://www.evertonfc.com/video/1315470

%d bloggers like this: