Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hugleiðingar um liðið - Everton.is

Hugleiðingar um liðið

Mynd: Everton FC.

Meistari Elvar sendi inn (í kommentakerfinu) eftirfarandi hugleiðingar um liðið en þær eiga eiginlega frekar heima hér í sér færslu. Gefum honum orðið:

Núna þegar Everton virðist vera farnir að finna góðan takt eftir stjóraskipti seinasta sumar og með 5-6 nýja leikmenn þá er vert að meta bæði frammistöðu stjórans og þessa nýju leikmenn. Það var alveg ljóst að það myndi taka tíma að stilla Everton liðið eftir 3 stjóra á seinustu leiktíð og nýjan í brúnni fyrir þessa leiktíð. Eðlilega vildi nýr stjóri nýja leikmenn og voru 5-6 fengnir til liðsins en jákvætt var að þeir komu ekki allir inn í byrjun leiktíðar (eins og Koeman gerði árinu áður sem kom illa út) heldur duttu þeir inn einn af öðrum.

Hvað stjórann varðar þá átti liðið dapurt undirbúningstímabil fyrir utan að vinna rusl-lið um 23-0 en aðrir leikir voru bara alls ekki góðir heilt yfir. Everton byrjaði þó leiktíðina nokkuð vel og var ágætlega statt eftir um 15-20 umferðir í 6 sæti og fyrir ofan t.d. United. Síðan kom ansi dapur kafli sem eiginlega stóð þar til í um 28 umferð (eða fyrir 5 umferðum síðan) og hefur Everton ef ég man rétt haldið hreinu í 5 af seinustu 6 leikjum liðsins og fengu ekki á sig mark gegn Chelsea, Liverpool og Arsenal sem er nú fáheyrt þegar við tölum um Everton. Everton hefur unnið seinustu 3 leiki og ekki gegn minni liðum en Chelsea (sem ég horfði á úr stúkunni á Goodison), Arsenal og West Ham og fannst mér t.d. liðið geggjað á útivelli gegn West Ham.

Varnarleikur liðsins orðinn allt annar og ég held það sé nokkuð eðlilegt að eiga í basli með að tengja vörnina með 3 nýja leikmenn (Digne, Zouma og Mina) og Keane bara með 1 ár í vörn Everton (sem var ansi slakt ár). Mina hefur í raun spilað lítið vegna meðsla og átt bæði magnaða leiki og líka dapra leiki en eins og áður sagði spilað bara örfáa leiki.

Nýju mennirnir, þar hefur Digne verið geggjaður og í raun hafði maður ekki trú á að við gætum leyst frábæran Baines af hólmi en það hefur Digne svo sannarlega gert og líklega besti leikmaður Everton á tímabilinu.

Zouma verið ansi flottur í vörninni og bara betri og betri og betri en þar sem hann er bara á láni frá Chelsea í vetur þá er hann að óbreyttu að fara til baka en fregnir herma að Everton vilji kaupa kappann en það gæti haft áhrif ef bann á leikmannakaup hjá Chelsea muni standa eins og dómur segir til um.

Mina eins og ég sagði ekki næginlega mikið spilað vegna meiðsla en ég hef sjálfur séð nokkra leiki þar sem hann hefur verið magnaður og einnig dapra leiki en hann á helling inni og ég hef trú á þessum kappa.

Gomez, oh boy oh boy, geggjaður í vetur en átti nokkra dapra leiki um mitt tímabil eins og flestir í Everton en hefur verið stórbrotinn seinustu leiki. Verðum að kaupa þennan gæja en hann er á láni frá Barcelona.

Bernard, kom á free transfer og var alveg úr leikformi í byrjun og spilaði ekki fyrstu vikurnar en er betri og betri og betri með hverjum leiknum. Hann er kannski Minion en hann er Brazilian, flottur tappi.

Richarlison, bruðl sumarsins sem eyðilagði leikmannamarkaðinn fyrir 40-50 milljónir punda. En nei hann er búinn að spila á vinstri kanti, frammi og svo núna á hægri kanti og er markahæstur hjá Everton og skilað sínu en eins og flestir var hann dapur í 5-10 leikjum á miðju tímabili.

Finnst sem Silva sé kominn með öfluga uppstillingu núna og þessir nýju menn að skila sýnu og aðrir leikmenn vaxið verulega eins og DCL og þá t.d. Coleman sem var ömurlegur fyrri hluta tímabils.

Held ég sé bara nokkuð bjártsýnn með að Everton muni reyna að ná 7 sætinu og á alveg séns í það út frá seinustu leikjum.

Fulham úti næsta laugardag og það væri magnað að halda þessu Winning Streak áfram.

2 Athugasemdir

  1. þorri skrifar:

    Sæll meistari Elvar.Þetta er mjög flott skrifað og er sammála með allt nema Mér finst að Gylfi mætti fá smá hrós. Að leiknum í dag þá lít ég á þennan leik sem skildu sigur þó að við séum á úti velli.Þetta Fullham lið er fallið og ég hef ekki trú á þvi að þeir sæki til sigurs.og kom svo ÁFRAM EVERTON

  2. Ari S skrifar:

    Ég spái því að það verði gerð alveg hreint rosaleg kaup í sumar.

    Allavega þá hlakka ég mikið til sumarsins. Það hefur verið greinileg framför hjá liðinu sjálfu eða eins og Silva svaraði einni spurningu nýlega… þá er það ekki bara töfluröðin sem að gildir heldur líka allt hitt sem hefur batnað.

    En allt svona tal hjá okkur/MÉR á þessum tíma byggist að sjálfsögðu á því að Kurt Zouma komi til liðisins í sumar. Endanlega. André Gomez er líka velkominn fyrir mína parta.

    Einnig verður erfitt að halda Idrissa Gana Gueye þar sem hann hefur eiginlega verið betri sem aldrei fyrr eftir að PSG bar víurnar í hann í vetur. Ég hef grunsemdir um að EF hann fer til PSG (sem hann vill, held ég) þá muni Everton jafnvel fá leikmann í staðinn frá PSG. Það eru stóru kaupin sem ég tala um í byrjun. Kannski eru þessar grunsemdir bara óskhyggja, hver veit?

    Við þurfum góðan heimsklassa striker/skorara að mínu mati. DCL hefur stöðugt verið að bæta sig sem leikmaður í allan vetur en það vantar mörk og hann er að sýna sig sem meira svona alhliða leikmðaur sem er alltaf að berjast. Þau (mörkin) koma mjög trúlega með tíð og tíma að mínu mati og ekki mun skemma ef hann fær einn heimsklassaleikmann við hliðina á sér eða til að leysa af. Það verður bætt við liðið í þessa stöðu í sumar og ég býst við góðum leikmanni, vonandi 😉

    Allt annað set ég í hendurnar á Marcel Brands. En það verður gaman í sumar spái ég.

    kær kveðja, Ari.