Everton – Liverpool 0-0

Mynd: Everton FC.

Derby leikurinn var í dag á Goodison Park og okkar menn náðu að halda næstbestu sókn Úrvalsdeildarinnar í skefjum — en þrátt fyrir mikla baráttu hjá báðum liðum voru þau nokkuð bitlaus í framlínunni í dag.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Coleman, Schneiderlin, Gueye, Bernard, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, Kenny, Gomes, Davies, Richarlison, Tosun,

Fín stemning á pöllunum frá upphafi og áhorfendur létu vel í sér heyra. Liverpool settlaði fyrr inn í leikinn en Everton fylgdi fast á eftir. Fengu fyrsta almennilega hálffærið á 10. mínútu, þegar Gylfi komst inn fyrir og reyndi sendingu á Calvert-Lewin alveg upp við mark en Van Dyke komst á milli og kom í veg fyrir að hann næði að pota boltanum í netið.

Bæði lið nokkuð mistæk í fyrri hálfleik en Liverpool náði klárlega besta færi hálfleiksins þegar Salah fékk algjört dauðafæri á 30. mínútu. Keane spilaði hann réttstæðan og komst Salah einn upp að marki en Pickford gerði sig breiðan og sá við honum þegar Salah reyndi að setja boltann framhjá honum.

0-0 í hálfleik.

Everton fékk flott tækifæri til að komast yfir á 51. mínútu eftir hornspyrnu. Frír skalli frá Calvert-Lewin en Allison varði. Hinum megin fékk Salah óvart stoðsendingu frá Zouma og komst einn upp að marki en Keane tók landsliðstæklinguna á þetta og tæklaði boltann út af áður en Salah setti hann í netið.

Walcott var skipt út fyrir Richarlison á 59. mínútu og sá síðarnefndi kom með smá líf í leikinn. Átti meðal annars flottan sprett upp hægri og setti boltann fyrir Bernard, sem rétt missti af honum í dauðafæri upp við mark.

Tvær skiptingar fylgdu svo með stuttu millibili þegar liðið var á leikinn: Tosun inn fyrir Calvert-Lewin stuttu síðar og svo Gomes inn fyrir Schneiderlin.

Seinni hálfleikur svolítið kaflaskiptur — Everton mun meira með boltann um tíma og náðu að jafna skotfjölda Liverpool, sem og skot á mark. En undir lokin sóttu Liverpool menn án afláts, vitandi að eitt stig gerir ekkert fyrir þá og Everton hótuðu að refsa þeim með skyndisókn. Þetta hefði getað fallið hvoru megin sem er, en þessi leikur var, líkt og sá síðasti milli þessara liða… Fullt af passion og baráttu en lítið að frétta í framlínu liðanna.

Restin af leiknum fjaraði út með sífellt með háværari öskrum frá stuðningsmönnum Liverpool (á Ölveri) í frústrasjón með hverjum mistökum sem þeirra menn gerðu.

0-0 lokatölur.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Keane (7), Zouma (7), Digne (6), Gueye (6), Schneiderlin (6), Walcott (6), Sigurdsson (6), Bernard (7), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Gomes (5), Tosun (5), Richarlison (6).

17 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta verður vesen. En pressan ætti að vera á Liverpool en það er ekki víst að það hjálpi okkur neitt. Helda að við töpum þessu með einu marki eftir eitthvað rugl í vörninni eða dómaraskandal.

 2. Gestur skrifar:

  Hahaha, þú ert alltag jafn bjartsýn

 3. Diddi skrifar:

  ef liðið gæfi eins mikið energy í alla leiki þá værum við sennilega einu sæti ofar í deildinni. Baráttan var til fyrirmyndar í þessum leik

 4. Einar Gunnar skrifar:

  Góð frammistaða, barátta og hraði í leiknum. Gott að við skyldum ekki leyfa andstæðingnum að sitja á toppi deildarinnar eftir leikinn. Eigum að geta boðið upp á spennu og stigasöfnun með þessu áframhaldi 😉

 5. Ari S skrifar:

  Eftir allt sem á undan er gengið þá er ég sáttur við jafnteflið í dag. Mér fannst allt liðið fyrir utan tvo leikmenn (Schneiderlin og Walcott) standa sig þokkalega vel. Í sumar verðum við að fá leikmenn í staðinn fyrir þessa tvo og losa okkur við þá, það er nokkuð ljóst.

  Aðeins eitt, hvers vegna tók Gylfi ekki aukaspyrnuna þarna í lokin, mér er spurn… hann hefði skorað og látið sumum líða illa. Þá aðallega liverpool stuðningsmönnum.

  Kær kveðja, Ari.

 6. RobertE skrifar:

  Þessi leikur minnti mig á fyrri leik liðanna á Anfield, bæði lið börðust og jafntefli niðurstaðan, Anfield leikurinn hefði mátt fara þannig en ekkert við því að gera. Var sáttur með Keane og Bernard í dag, en Morgan Schneiderlin heillaði mig ekkert og kostaði Everton liðið næstum leikinn. Nú skal einbeitt sér að næsta leik og skila stuðningsmönnum stigum í hús.

 7. Finnur skrifar:

  Ég var búinn að heyra einhverjar kvartanir út af atviki milli boltastráks og Klopp, þar sem strákurinn var (að því er virtist) að gera grín að honum…

  Sá atvikið ekki í útsendingunni, en hér er vídeóklippa af því, ef einhver annar var að velta fyrir sér hvað verið var að ræða um…
  https://twitter.com/Tony_Scott11/status/1102271251618377728

  • Diddi skrifar:

   þetta telst nú vart fréttnæmt þar sem það er aðeins einn strákur að gera at í honum…..ef þetta væru 5 eða 9 þá væri kannski takandi mark á þessu 🙂

 8. Finnur skrifar:

  Everton U23 yfir 0-1 í hálfleik á Anfield. Í beinni:
  http://www.evertonfc.com/news/2019/03/04/under-23s-live

  • Ari S skrifar:

   Komnir i 2-0, 2 mín eftir 🙂

  • Finnur skrifar:

   Everton U23 sýndu aðalliði Liverpool í kvöld hvernig á að mæta á útivöll erkióvinarins, í bullandi titilbaráttu — og klára dæmið. Eitt mark frá Everton í hvorum hálfleik. Ekkert svar frá Liverpool. Liverpool 0 – Everton 2. Nathan Broadhead með bæði mörkin. Everton með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fjórir leikir eftir.

   Mark númer 2 hér:
   https://twitter.com/Everton/status/1102675288369045509

   • Diddi skrifar:

    það hefur ábyggilega verið hvasst, liverp getur ekkert í vindi 🙂

 9. Finnur skrifar:

  Ágætis greining á áherslubreytingum í síðustu tveimur leikjum og hvaða áhrif þær höfðu á leikina við Cardiff og Liverpool…
  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/17-days-transformed-everton-defence-15932374

 10. Eirikur skrifar:

  Var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera á þessum leik og upplifa stemminguna á eiginn skinni. Hef einu sinni áður verið á derby slag enn það var fyrir rúmum 26 árum (Des 92) þá kom sigur 2-1.
  Í minningunni var þá ekki eins mikill rígur á milli liðanna og ég upplifði núna, samanber ósvikinn gleði yfir jafnteflinu sem braust út. Ekki yfir stiginu eða að tapa ekki fyrir LPool heldur að slá þá af toppnum eins og þeir sögðu þarna allt í kringum mig á vellinum. Væri til í að fara á þennan leik á hverju ári því það var verulega góð stemming og næst vinnum við þá 🙂

%d bloggers like this: