Everton – Wolves 1-3

Mynd: Everton FC.

Leikurinn við Wolves var að hefjast.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Zouma, Keane, Coleman, Davies, Gomes, Richarlison, Gylfi, Walcott, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, McCarthy, Schneiderlin, Bernard, Calvert-Lewin, Lookman, Kenny.

Það var erfitt að horfa upp á þetta í byrjun. Wolves beittari og virtust vilja sigur meira en Everton og lítið gekk í sóknarleiknum hjá Everton. Ekki hjálpaði það heldur að Everton lentu undir á 7. mínútu eftir að Baines braut klaufalega á sóknarmanni Wolves inni í teig. Réttur dómur og Wolves nýttu sér vítið til að komast yfir.

Þeir voru svo næstum komnir tveimur mörkum yfir þegar miðvörður þeirra sendi langa stungusendingu fram völlinn á 12. mínútu, beint á sóknarmann Wolves, sem komst einn á móti markverði en missti hann aðeins of langt frá sér og Pickford kom út úr markinu og lokaði á það.

Tom Davies lét svo stela af sér boltanum á 20. mínútu á hættulegum stað og Wolves komust í bullandi skyndisókn. Komust alveg upp að marki en Pickford varði meistaralega.

Það tók Everton 23 mínútur að komast loks í almennilegt færi og var það Gylfi sem skapaði það fyrir Walcott. Sá hlaupið hjá honum og sendi stungu inn fyrir. Walcott komst upp að marki hægra megin en glæsilega varið.

En stuttu síðar tók Gomes til sinna ráða og skapaði mark upp úr engu. Sendi boltann út á hægri kant og hljóp inn í autt svæði á miðjunni, fékk boltann aftur frá Tosun, rakti hann að vítateig og gjörsamlega nelgdi honum netmöskvana. 1-1. Fyrsta mark Gomes fyrir Everton.

Tom Davies var aftur kærulaus eftir um hálftíma leik og missti boltann á slæmum stað. Wolves komust því aftur í bullandi sókn en vörn Everton fljót aftur og bjargaði í horn.

Baines skipt út af á 36. mínútu fyrir Kenny. Það var áhætta að láta Baines spila, sem backfire-aði.

Lítið að gerast svo þangað til undir lok leiks að Wolves komust aftur yfir. Missti reyndar af markinu (útsendingin lá niðri) en skilst að það hafi komið úr föstu leikatriði.

Það gekk hvorki né rak hjá Everron í seinni hálfleik og engin færi litu dagsins ljós til að byrja með. Maður vonaðist til að það myndi lifna yfir þessu með innkomu Lookmans (fyrir Walcott) á 59. mínútu en í staðinn skoruðu Wolves aftur og komust í 1-3. Heldur stórt verkefni fyrir Everton að skora þrjú í viðbót enda Wolves með þriðju nískustu vörn Úrvalsdeildarinnar.

Coleman var skipt út af fyrir Calvert-Lewin á 73. mínútu. Silva að blása til sóknar. Keane fékk upplagt færi beint í kjölfar aukaspyrnu frá Gylfa en skot frá honum upp við mark blokkerað. Wolves vörnin föst fyrir og erfitt að brjóta þá niður. Calvert-Lewin átti skalla upp við mark á 88. mínútu en markvörður varði.

Sjö mínútum bætt við í lokin, eftir að svartur köttur hafði hlaupið inn á völlinn og hangið þar í nokkurn tíma. Gylfi fékk eitt færi í lokin upp við mark en blokkerað af varnarmanni.

1-3 lokaniðurstaðan eftir afleita frammistöðu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Baines (5), Keane (5), Zouma (6), Coleman (6), Gomes (6), Sigurdsson (6), Davies (5), Walcott (5), Richarlison (5), Tosun (5). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Lookman (6), Kenny (6).

17 Athugasemdir

  1. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Er hvergi hægt að sjá þennan leik?

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta fer 0-2 fyrir Wolves.

    • Ari S skrifar:

      staðan er 1-1 þannig að þú hefur strax rangt fyrir þér…sem betur fer 🙂

  3. Einar Gunnar skrifar:

    Hvað er að frétta, á að leika knattspyrnu einn daginn?

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta lið okkar er algjört rusl. 🤬🤬🤬🤬🤬🤮🤮🤮🤮😡😡😡🤬🤬🤬🤬🤬

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það verður löng og erfið bið til loka tímabilsins.
    Það þarf kraftaverk til að koma þessu liði í gang og eins og allir vita þá gerast kraftaverk ekki hjá Everton.
    Ég er alltaf að skilja betur og betur hvað Merson kókhaus átti við þegar hann sagði að Everton hefði eyðilagt félagaskiptagluggann síðasta sumar, þegar Richarlison var keyptur. Við borguðum allt of mikið fyrir þennan ofmetna fýlupoka.
    Ég vona bara að liðið nái að hanga í deildinni og að næsta sumar verði gott í leikmannakaupum.
    Ég vil losna við rusl eins og Tosun, DCL, Walcott, Schneiderlin og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
    Ég myndi heldur ekki sakna Silva ef hann færi en ég á nú ekki von á því að það gerist.

  6. Ari G skrifar:

    Sá leikinn beint í dag á epl-live.stream einhver asíustöð. Finnið hana á goggle.com. Þetta er mjög lélegur leikur hjá Everton sköpuðu engin færi og flott markið hjá Comes. Wloves liðið er mjög gott og mjög erfitt að komast í gegnum vörnina hjá þeim.

  7. Gestur skrifar:

    Óafsakanleg framistaða punktur

  8. Gunnþòr skrifar:

    Framtíðin er ekki björt hjá okkar liði strákar mínir er alveg hættur að skilja þetta við verðum bara lélegri eftir því sem við eyðum meiri pening í liðið.

    • Ari S skrifar:

      Já það er eins gott að það var ekki keypt í jan… hefði ekki breytt neinu held ég.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég var að skoða hvaða leikir eru eftir og ég verð að segja að miðað við hvernig liðið er búið að spila síðan í desember, þá eru ekki mörg stig sem við fáum í viðbót. Ég held að við fáum í mesta lagi 7 stig í viðbót.
    Ég held að við vinnum Fulham úti og Burnley heima og gerum jafntefli við Cardiff úti, restinni töpum við nema að menn fari að taka sig á……..en það er nú tæplega að fara að gerast.

  10. Gunni D skrifar:

    Ég held að Everton muni hafa áhrif á toppbaráttuna Ingvar , og vinni annaðhvort toppliðanna. Þú mátt ráða hvort. Við töpum ekki öllum heimaleikjunum sem eftir eru nema þeim síðasta. EKKI SÉNS!!!!!

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hefurðu ekki verið að fylgjast með síðustu mánuði Gunni??
      Miðað við hvernig liðið hefur verið að spila síðan í byrjun desember, þá er það því miður bara mjög líklegt.
      En ég vona að þú hafir rétt fyrir þér og það þarf ekki að spyrja að því hvort toppliðið ég myndi frekar vilja sigra, en það væri auðvitað týpískt fyrir Everton að vinna City á morgun og skíta svo upp á bak þegar rs kemur í heimsókn.