Leicester – Everton 1-2

Mynd: Everton FC.

Everton heimsótti Leicester kl. 14:00 á laugardaginn en þetta var síðasti leikur fyrir landsleikjahléið.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Kenny, Gueye, Davies, Bernard, Gylfi, Walcott, Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Holgate, Schneiderlin, Lookman, Calvert-Lewin, Tosun.

Það sem vekur mesta athygli við þessa uppstillingu er að Silva hefur ákveðið að prófa Richarlison uppi á toppnum, eins og nokkuð hefur verið rætt undanfarið. Það verður fróðlegt að sjá hvort það virki. Bernard tekur stöðu hans á vinstri kanti og fær þar með sinn fyrsta leik með byrjunarliðinu í deild. Annað bara eftir bókinni að mestu.

Everton byrjaði leikinn vel, presuðu stíft og sköpuðu nokkur hálffæri eftir að hafa þvingað varnarmistök frá Leicester. Og það dró til tíðiðnda strax á 7. mínútu þegar Bernard fór mjög illa með tvo varnarmenn Leicester, komst inn í teig vinstra megin og sendi háan bolta fyrir. Schmeichel í marki Leceister reyndi að slá sendinguna frá marki en náði ekki. Boltinn því til Richarlison á fjærstöng sem skoraði í autt markið. Þurfti bara að koma boltanum framhjá miðverði Leicester. 0-1 Everton.

Örskömmu síðar átti Richarlison svo flotta sendingu inn í teig á Gylfa sem var ekki langt frá því að skora alveg upp við mark.

En Leicester sýndu enn á ný hversu hættulegir þeir eru í skyndusóknum og tvisvar komust þeir í færi. Í fyrra skiptið var það Vardy sem fékk frábært færi eftir háan bolta yfir vörn Everton en einn á móti markverði með varnarmann í bakinu setti hann boltann framhjá markinu.

En í síðari skyndisókninni skoruðu þeir, þvert gegn gangi leiksins. Ricardo náði að komast upp að teig vinstra megin, lék á Kenny og komst innfyrir vörnina og skoraði framhjá Pickford.

1-1 í hálflelik sem segir ekki alla söguna hvað fyrri hálfleik varðar því Everton var mun sterkari aðilinn, þrátt fyrir að vera minna með boltann og Leicester í raun ekkert ógnað nema úr skyndisóknum.

Leicester byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu nokkur færi og hálffæri, það besta líklega þegar Chillwell náði skoti við jaðar vítateigs en rétt framhjá samskeytunum vinstra megin.

En Everton beitti skyndisókn gegn Leicester og voru ekki langt frá því að setja mark á Leicester. Walcott mættur fremstur eftir góðan spretti, fékk háan bolta frá Bernard, sneri á varnarmann Leicester og þurfti bara að setja boltann framhjá Schmeichel. En því miður náði hann ekki krafti í skotið og Schmeichel varði.

En leikurinn breyttist töluvert á 62. mínútu þegar Wes Morgan, fyrirliði Leicester, lét reka sig út af. Hann var þegar á gulu spjaldi og hafði átt í erfiðleikum með Richarlison allan leikinn og fékk sitt síðara spjald þegar hann sparkaði Richarlison niður aftan frá. Klaufaleg tækling, réttur dómur.

Everton jók á pressuna við þetta og var í raun um einstefnu að ræða eftir þetta. Tvisvar þurfti Schmeichel að taka á honum stóra sínum í sömu sókninni. Fyrst þurfti hann að verja langskot frá Digne, þar sem frákastið barst til Davies, sem skaut á mark en aftur varði Schmeichel. Tosun inn á fyrir Davies á 70. mínútu.

Tveimur mínútum síðar átti Gylfi þrumuskot utan teigs sem Schmeichel varði vel í horn. En honum tókst ekki að sjá við Gylfa á 76. mínútu þegar Gylfi smurði boltanum upp í hornið vinstra megin af löngu færi. Lék á Maddison og skapað þar færi upp úr engu og afgreiddi það snyrtilega framhjá Schmeichel. 1-2 fyrir Everton! Fimmta mark Gylfa í 5 leikjum (sem hann hefur spilað). Sjóðandi heitur!

Zouma hefði átt að klára leikinn á 85. mínútu þegar hann fékk frían skalla upp við mark eftir hornspyrnu frá Gylfa, en setti boltann yfir slána. Walcott fór einnig illa að ráði sínu með sendingu sem hefði sett Tosun einan inn fyrir en sendi laust aftur fyrir Tosun og beint á miðvörðinn Maguire.

Schneiderlin inn á fyrir Bernard á 91. mínútu og Calvert-Lewin inn á fyrir Walcott á 93. mínútu en þess á milli hefði Leicester átt að ná að jafna eftir horn. Skölluðu rétt framhjá stönginni.

Það reyndist eina< færi Leicester eftir rauða spjaldið og í raun eina ógnunin en Everton sigldi þessu í höfn. Lokastaðan 1-2 Everton.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (7), Kenny (7), Keane (7), Zouma (8), Gueye (7), Davies (6), Walcott (7), Sigurdsson (9), Bernard (8), Richarlison (7). Varamenn: Tosun (6), Schneiderlin (n/a), Calvert-Lewin (n/a). Schmeichel og Chillwell með 7 hjá Leicester. Restin 6 eða 5.

16 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  Djöfull er Bernard góður.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Flottur sigur hjá okkar mönnum í dag, Leicester eru sko engir aumingjar, allra síst á heimavelli. Mikið djöfull er gaman að horfa á Bernard spila fótbolta og þvílíkt snilldarmark hjá Gylfa.
  Annars fannst mér allt liðið spila vel í dag, þó þarf að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum. Þar erum við ennþá frekar shaky.

 3. Georg skrifar:

  Frábær sigur. Geggjað mark hjá Gylfa! Bernard alveg ótrúlega flottur í dag og á bara eftir að verða betri.

  Áttum svo sannarlega skilið að taka 3 stig í dag og gaman að sjá liðið spila svona vel á útivelli sem hefur verið okkur ansi erfiður í lengri tíma.

  Áfram svona!

 4. Georg skrifar:

  Hér geta menn séð highlight úr leiknum fyrir þá sem misstu af leiknum

  https://highlightsfootball.com/video/leicester-city-vs-everton-highlights/

 5. Diddi skrifar:

  góður sigur í dag, glæsimark hjá Gylfa en liðið er oft að verjast skelfilega, og sá sem sagði að Jag gæti verið góður með Keane við hliðina á sér vega þess að Keane væri svo fljótur, hefði átt að sjá þegar Vardy fékk boltann og Keane hafði ca 3 metra á hann og Vardy stakk hann af. Já, já Vardy er mjög fljótur en það er Keane einfaldlega bara alls ekki. Get ekki beðið eftir því að Jag verði klár eða bara Mina.

  • Elvar Örn skrifar:

   Keane er líklega bara hægari en Vardy, en hvaða varnarmaður er hraðari en Vardy? Segi bara svona. Keane reyndar hleypti Vardy ekki framfyrir sig þarna og ef þú horfir á þetta aftur þá í raun kemur Keane í veg fyrir að Vardy skori.
   En hvað með Gylfa? Diddi, þú vildir ekki Gylfa, hvernig er staðan í dag með það? Það er bara svo einfalt að hann er besti maður Everton það sem af er leiktíð, þó svo að Richarlison hafi verið geggjaður. Segir bara allt um hvað Gylfi hefur verið góður.

   • Diddi skrifar:

    Elvar, er Keane sonur þinn ? Gylfi var ekki að koma í gær 😎

    • Ari S skrifar:

     Gylfi er bestur. Tveir menn munu fatta það á endanum, ég nefni engin nöfn en annar þeirra er góður vinur minn og hinn er góður vinur hans.

     Kær kveðja, Ari.

 6. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

  Bara forréttindi að vera íslenskur stuðningsmaður EFC í dag. Maður þarf stundum að slá sig utanundir til að minna sig á það að við erum með focking Gylfa Sig í liðinu okkar! Get ekki beðið að fara á leikinn á móti Cardiff í nov………..

 7. Teddi skrifar:

  #takkGylfi

 8. Gunnþòr skrifar:

  Geggjað mark, það er ekki auðvelt að taka 3 stig á þessum velli.Sammála Georg að Bernard verður bara betri með tímanum.

 9. Finnur skrifar:

  Gylfi að sjálfsögðu í liði vikunnar, að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/45778289

 10. Elvar Örn skrifar:

  Hafa menn hugsað út í það hversu seinasti félagsskiptagluggi var góður með Marcel Brands og Marco Silva við stjórnvölinn?

  Richarlison geggjaður hreint út sagt, bæði innan sem utan vallar.
  Digne einnig verið frábær í að leysa af Baines í vinstri bak.
  Bernard nýlega kominn inn í liðið en verið frábær líka.
  Zouma einnig bjargað okkur hvað miðvarðarstöðu varðar.
  Allir þrír (utan Bernard) verið kallaðir í sín landslið sem þeir voru ekki í fyrir og engin slor landslið þegar við erum að tala um Frakkland og Brasilíu. Tel reyndar að Bernard geti gert tilkall til þess að vera kallaður í brasilíska hópinn áður en langt um líður.

  Síðan eigum við Mina og Gomez eftir sem eru orðnir leikfærir fyrir næsta leik og munu hugsanlega taka einhvern þátt þar.

  Ekki má heldur gleyma því hvað stjórinn hefur náð úr Gylfa svo dæmi sé tekið, já og Keane líka reyndar.

  Einnig er liðið að spila miklu miklu skemmtilegri bolta, maður getur ekki verið annað en bjartsýnn með framhaldið eða hvað?

  • Finnur skrifar:

   Athyglisverð grein. Samt „fugl í hendi“ og allt það. Kannski kominn tími á Merseyside Millionaires viðurnefnið aftur? Það er allavega erfitt að fúlsa við þeirri stöðu, fyrst það er að verða normið — en það þarf þó að stíga varlega niður. Þetta þarf að haldast í hendur við góðan grunn, hæfan stjóra, réttu innkaupastefnuna og framtíðarsýnina. Eða eins og sagt er… May you live in interesting times! 🙂

%d bloggers like this: