Íslendingaferð á Íslendingaslag!

Mynd: Everton FC.

Everton klúbburinn stendur fyrir formlegri ferð að sjá mögulegan Íslendingaslag á Goodison Park þegar Everton mætir Cardiff í nóvember. Það ætti að vera öllum ljóst að hér gæti óskabarn þjóðarinnar, Gylfi Sigurðsson, mætt Aroni Einari Gunnarssyni, sem ætti að vera afar skemmtileg viðureign. Þau hjá Gamanferðum (samstarfsaðila okkar) eru byrjuð að auglýsa ferðina og smáatriðin er að finna hér að neðan.

Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Easyjet. Flogið verður út föstudaginn 23. nóvember kl. 11:20, flug EZY1806, og heim aftur þann 26. nóvember kl. 16:00 (mánudagur), flug EZY1805.

Gisting: Þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem við, sem höfum farið í ferðir þangað, þekkjum vel. Gisting og morgunmatur eru innifalin í verði en gera má ráð fyrir að tveir ferðalangar deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (en þá er greitt aukalega).

Leikdagur: Laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst, með stuttum fyrirvara, vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum.

Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 99.900.- kr. og er innifalið í því beint flug til og frá Manchester, gisting í þrjár nætur á Jury’s Inn (plús morgunmatur), miði á Everton leikinn og hlaðborð fyrir leik (ath: hlaðborð aðeins í boði fyrir fyrstu 20 sem skrá sig og okkur skilst að hlaðborðið sé í Everton lounge).

Staðfesting: Ferðaskrifstofan Gamanferðir sjá um bókanir á vefnum, eða í síma 560 2000. Pöntun telst svo staðfest við greiðslu 40.000 kr. staðfestingargjalds.

Skráningarfrestur: Hér gildir að fyrstir koma fyrstir fá og athugið að Gamanferðir hafa nú þegar selt 12 af þeim 20 sætum sem í boði voru í þessa ferð. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.

12 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Ég var búinn að kaupa þessa ferð

 2. Finnur skrifar:

  Var að panta mér sæti. Borga á morgun.

 3. Halli skrifar:

  Bùinn ađ bòka ferđina

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Er búinn að bóka og nú hlakka ég svo mikið til að ég get varla sofið, enda komin 10 ár frá því að ég fór síðast á Goodison.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Verð því miður í USA, annars hefði ég 100% komið með ykkur.

 6. Diddi skrifar:

  Hef farið tvisvar á fallslag með Everton. Nenni ekki á þann þriðja 😎

 7. Tryggvi Gunnðð skrifar:

  Ég er búinn að ganga frá 10 miðum

 8. Elvar Örn skrifar:

  Pickford að framlengja. 6 ára samningur. Vel gert.

 9. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

  Ég var að ganga frá miða í þessa snilld!

%d bloggers like this: