Wolves – Everton 2-2

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að fyrsta keppnisleik tímabilsins, gegn nýliðum Wolves á útivelli. Flautað verður til leiks kl. 16:30 og er leikurinn sýndur í beinni á Ölveri.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Gueye, Schneiderlin, Gylfi, Richarlison, Tosun, Walcott.

Varamenn: Stekelenburg, Digne, Holgate, Ramirez, Davies, Niasse, Calvert-Lewin.

Fyrsta korterið tíðindalítið, Everton meira með boltann og virkuðu beittari en lítið um færi. Coleman fékk eitt þegar miðvörður Wolves feilaði á hreinsun inni í teig, en skotið frá Coleman slakt, kraftlaust og beint á markvörð.

En aðeins örfáum mínútum síðar var Richarlison búinn að opna markareikning sinn í Úrvalsdeildinni. Vann aukaspyrnu á vinstri kantinum og Baines sendi háan bolta inn í teig. Varnarmaður Úlfanna reyndi að skalla frá en boltinn fór í Keane og niður og boltinn féll fyrir fætur Richarlison sem þrumaði inn. Frábær byrjun!

Richarlison fékk frábært tækifæri stuttu síðar til að setja Walcott einan inn fyrir. Þurfti bara að senda framhjá varnarmanninum sem var að atast í honum, en sendingin arfaslök.

Fyrsta skot úlfanna á mark kom svo á 38. mínútu, af löngu færi og engin hætta. Beint á Pickford.

En á 40. mínútu dró aldeilis til tíðinda þegar Jagielka lét reka sig út af, var of lengi að hugsa og missti boltann og langt frá sér. Reyndi tæklingu á bolta til að missa hann ekki til sóknarmanns en tæklingin beint í löppina á sóknarmanni Úlfanna. Rautt spjald. Rétt ákvörðun hjá dómara.

Marco Silva skipti strax Holgate inn á fyrir Gylfa, en aukaspyrnan gaf Úlfunum mark – glæsilegt skot upp í hægri vinkilinn. 1-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Úlfarnir virkuðu ekki manni fleiri á velli á löngum köflum í seinni hálfleik og leyfðu Everton að hafa boltann töluvert.

Þeir fengu reyndar dauðafæri á 58. mínútu þegar hægri kantmaður þeirra komst einn á móti markverði eftir stungusendingu inn fyrir vörn, þar sem Holgate spilaði sóknarmann þeirra réttstæðan. En Pickford kom Everton til bjargar.

En Richarlison var ekki hættur og náði því sem Everton átti í raun skilið miðað við spilamennskuna manni færri: að komast yfir. Tosun fékk boltann við jaðar teigs vinstra megin, hélt honum vel og beið eftir hlaupi frá Richarlison. Sendi stutt á hann og Richarlison pikkaði upp boltann á hlaupinu inn í teig og sendi beint í hliðarnetið innanvert á fjærstöng. 2-1 fyrir Everton, manni færri!

En Úlfarnir náðu loksins að herða þumalskrúfuna upp úr 75. mínútu og jafna leikinn með frábærri hárri sendingu inn í teig. Boltinn rétt yfir hausinn á Keane og beint á kollinn á Raul. Og hann skallaði inn. 2-2.

Niasse inn á fyrir Tosun á 80. mínútu og hann og Coleman komust mjög fljótt í tveir-á-einn inn í teig en Coleman brást bogalistin í sendingunni upp við mark. Sendi boltann of langt fram fyrir Niasse. Þar hefðu þeir átt að skora.

Stuttu síðar kom Digne inn á fyrir Richarlison.

En pattstaðan hélt áfram og þrátt fyrir að fjórum mínútum væri bætt við náðu Úlfarnir ekki að nýta sér liðsmuninn. 2-2 niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Jagielka (5), Keane (7), Baines (7), Gueye (7), Schneiderlin (7), Walcott (5), Sigurdsson (6), Richarlison (8), Tosun (7). Varamenn: Holgate (7), Niasse (6).

27 Athugasemdir

  1. Gunnþòr skrifar:

    Verður erfitt vonum það besta.

  2. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Spurning hvort að Jags hafi gefið frá sér sæti í liðinu í vetur.
    Pickford hefi átt að taka sitt horn og verja aukaspyrnuna.
    Aukaspyrnan reyndar tekinn á röngum stað.

  3. Ari S skrifar:

    Ég sá ekki fyrri hálfleikinn en Keane er búinn að vea eins og hershöfðingi í seinni hálfleiknum… Zouma og Mina ganga ekki í liðið með þessu áframhaldi….

    Alveg sáttur við 1-2 sigur í dag… 🙂

  4. Orri skrifar:

    Fall er fararheill.

    • Ari S skrifar:

      Já þetta var fínt hjá liðinu það sem ÉG sá. ég var nýbúinn að hæa Keane og þá missti hann boltann yfir sig og missti mann frá sér sem að skoraði seinna mark þeirra. Tilfinningin var góð þessar mínútur sem að við vorum yfir. Keane VAR mjög góður í þessum leik svona heilt yfir. Kannski var það vegna þess að ég var nýbúinn að hæla honum … Þetta er fínt lið og byrjunin var fín þó að alltaf yrði seinni hálfleikurin litaður af því að við vorum 10 menn en ekki 11. Mér fannst ivð satm vera meira með boltann og Wolves voru pínu ragir við þetta fannst mér… Flott að sjá pressuna hjá liðinu okkar á köflum. Þetta leggst vel í mig.

      Spurning hvort að við gerum ekki STRIKER úr Richarlison í staðinn fyrir að láta hann spila á kantinum… og látum Bernard á vinstri kantinn með Walcott á þeim hægri…?

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Bölvuð óheppni að taka ekki öll stigin.
    Keane var mjög góður í leiknum og var bara óheppinn að ná ekki til boltans þegar þeir jöfnuðu og klaufalegt af Coleman að hafa ekki lokað á fyrirgjöfina.
    Er ekki viss um að allir dómarar hefðu rekið Jagielka út af en það atvik fannst mér sýna svart á hvítu að hann er búinn og ætti bara að vera á bekknum hér eftir.
    Richarlison var frábær og seinna markið hans algjör snilld og það sem mér finnst best við hann er hvað hann er duglegur að hjálpa til þegar liðið þarf að verjast.

    Everton átti fimm skot á markið í gær sem er meira heldur en í 20 af 24 leikjum undir stjórn Allardyce og spilaði skemmtilegann fótbolta í leiðinni, held að þetta verði gott tímabil.

  6. Finnur skrifar:

    Nokkuð til í því…

    Kom hins vegar hingað til að segja að Richarlison hefði verið valinn í lið vikunnar að mati BBC…
    https://www.bbc.com/sport/football/45163683

  7. Gunnþòr skrifar:

    Hvernig er brassinn mikið meiddur.

    • Finnur skrifar:

      Veit ekki til þess að Brassarnir okkar séu meiddir. Ef þú ert að tala um Bernard þá er hann bara ekki í leikformi ennþá, held ég. Gomes er aftur á móti meiddur (en hann er reyndar Portúgali).

  8. Finnur skrifar:

    Maður leiksins… gull af manni…
    https://twitter.com/grandoldteam/status/1028727360298868736

  9. Georg skrifar:

    Það verður að hrósa liðinu fyrir að standa sig vel einum færri í 50 mínútur. Það var í raun ótrúlegt að dómarinn skuli hafa gefið Jagielka beint rautt spjald. Jagielka missir hann klaufalega of langt frá sér en hann fer fyrst í boltann áður en hann fer í manninn, oft er ekkert dæmt á svona lagað og hvað þá beint rautt með Keane þarna við hlið hans. Svo til að toppa það þá fengu þeir að taka aukaspyrnuna 2m framar en hún átti að vera. Algjör skita að mínu mati hjá dómaranaum sem að mínu mati rændi af okkur 2 stigum.

    Richarlison strax farinn að sýna hvers vegna hann var keyptur á þennan pening. Bara 21. árs gamall og á bara eftir að verða betri. Ótrúlega duglegur í leiknum bæði sóknarlega og varnarlega.

  10. Gunnþòr skrifar:

    Þetta er allann daginn rautt Goggi minn og bara fyrir eigin klaufaskap. Goggi veistu um richarlison var hann bara þreyttur eða eitthvað meiddur þegar hann fór útaf.

    • Finnur skrifar:

      Twitter linkurinn hér að ofan sýnir hann eftir leik. Hann lítur ekki út fyrir að vera meiddur og mig grunar að við hefðum heyrt um það ef svo væri.

    • Georg skrifar:

      Misjöfn er skoðun manna. Sumir segja rautt, sumir segja gult og sumir segja að hann hafi unnið boltann og því ekki rautt. Það sem var þó verra var að dómarinn færði spyrnuna um 2 metra áfram sem gerði þetta mun auðveldara fyrir Neves.

      Ég reikna með að sjá Yerri Mina í miðvarðarstöðunni í næsta leik.

      Það sem ég hef lesið með Richarlison er að þetta hafi verið smávegæilegt og því sé hann klár um helgina sem er btw. sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

  11. Gunnþòr skrifar:

    Snilld en rauða spjaldið er alltaf rautt hann stígur í öklan á leikmanninum.

  12. Ari G skrifar:

    Fyrsti leikur Everton lofar mjög góðu. Richarlison yfirburðamaður í leiknum. Fannst Walcott hræðilegur í þessum leik mætti alveg fara mín vegna til að opna sæti fyrir Lookman sem ég tel vera mun betri leikmann. Gylfi var týndur í þessum leik svo það er skiljanlegt að hann var tekinn af velli. Býst við að Mina og Zouna verði notaðir saman mikið í betur. Jagielka þinn tími er búinn svo hann mætti alveg fara t.d. á láni í Championdeildina. Keane var mjög góður í þessum leik en mér fannst Baines og Coleman ekkert sérstakir samt ok. Gana stendur sig alltaf vel og meira segja Scheiderlein var góður. Tosun fannst mér frekar slappur kannski stór mistök að kaupa ekki framherja eða leigja t.d frá Chelsea sem fór á leigu til Spánar minnir mig. Holgate var ok og Pickford varði stórkostlega maður á móti manni í seinni hálfleik. Veit ekki með aukaspyrnina erfitt að verja hana varla hægt að kalla það mistök. Með rauða spjaldið frekar strangur dómur en samt ekki hægt að gagnrýna. Man ekki betur að einn af leikmönnum Wolves fóru í ljóta tæklingu á móti Richarlison samt fékk hann ekki einu sinni gult þarna vantar samræði í dómgæslu alveg á mörkunum að vera rautt líka.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Nýjasta nýtt er að Usmanov sem nýlega seldi 30% hlut sinn í Arsenal sagði í viðtali að hann væri til í að skoða kaup í Everton ef hann telji það arðbært.

    https://www.football.london/arsenal-fc/news/arsenal-news-alisher-usmanov-everton-15027725

    Ég hef sent seinustu 2 árin comment hér um að þetta gæti gerst og það væri ansi áhugavert að fá þennan félaga Moshiri sem meðeiganda.
    Moshiri hefur verið ca 1000 ríkasti maður heims en Usmanov er í 100 sæti.

    Meira um þetta síðar vonandi.

  14. Georg skrifar:

    Sögusagnir með Lookman halda áfram varðandi RB Leipzig. Áhugavert fannst mér að Lookman var ekki í hóp gegn Wolves og þegar Silva var spurður hvort hann hafi verið meiddur, þá sagði hann hafi ekki verið meiddur og þetta hafi verið hans ákvörðun að hann yrði utan hóps. Nú eiga Mina, Zouma, Bernard og Gomes eftir að detta inn í hópinn og þá verður ennþá erfiðara að komast á bekkinn.

    Svo veit maður ekkert með Bolasie, hann var eitthvað meiddur í Pre-Season en maður veit ekkert hvort hann sé inn í plönum Silva eða ekki.

    Einnig er talað um að Martina sé á leið á lán til Stoke City út tímabilið.

    • Finnur skrifar:

      Lookman leit út fyrir að vera mjög áhugalaus þegar hann kom inn á undir lokin í síðasta leik undirbúningstímabilsins. Og ef maður horfir á bekkinn í Wolves leiknum þá kemur í ljós að þar var enginn náttúrulegur vinstri kantari (Sandro var á bekknum en hann hefur yfirleitt verið að spila á hægri kanti, ef ég man rétt).

      Mig grunar að þetta sé klassískt dæmi um að leikmaðurinn sé að reyna að þvinga út sölu og ég skil hann svo sem ágætlega og lái honum það ekki. Hann sló í gegn með Leipzig og horfir nú upp á Marco Silva kaupa 35-40M punda mann á vinstri kantinn. Valið stendur því um að vera aðal-liðsmaður í toppbaráttunni í þýsku deildinni, þar sem hann er þegar búinn að sanna sig, eða að bíða á bekknum hjá Everton og berjast fyrir því að taka stöðuna af gulldreng Marco Silva.

      Ég held að Silva vilji halda í Lookman þar sem Bolasie er einn af þeim sem er búið að eyrnamerkja í sölu frá Everton (kannski að láni til að byrja með) til að minnka launakostnaðinn.

      • Elvar Örn skrifar:

        Svo virðist sem Brands ætli að koma Martina, Besic og Bolasie frá Everton í ágúst mánuði, sjáum hvað setur. Ekki alveg viss hvað verður um Lookman en Silva vill ekki að hann fari.

        Að öðru, Everton mætir Rotherham United á Goodison í Carabao bikarnum (deildarbikarkeppnin).

    • Finnur skrifar:

      Ég er nokkuð sammála öllu því sem Ratcliffe hefur að segja í þessari grein, en ég held samt að við komum til með að sjá Keane og Holgate í byrjunarliðinu í næsta leik. Ástæðan er einfaldlega sú að leikmenn eru svolítið dæmdir (sérstaklega af stuðningsmönnum og spekúlöntum í sjónvarpinu) af sínum fyrsta leik og ef þeim er hent út í djúpu laugina áður en þeir hafa fengið tíma til að aðlagast, og þeir eiga slæman leik — þá er erfitt að vinna sig upp aftur og sá sem keypti leikmanninn er þar með undir pressu. Engin þörf á því.

      Minnir að Silva hafi einnig talað um virðingu gagnvart þeim leikmönnum sem fyrir eru, þannig að hann á eftir að láta þá nýju vinna fyrir sínu sæti. En bara út frá frammistöðu liðsins í síðasta leik þá held ég að breytingarnar verði ekki margar, enda var Everton betra liðið þó þeir væru manni færri.

      En ekki misskilja mig — það væri mér mikið ánægjuefni að sjá t.d. Mina taka sæti Jagielka (eins mikið og mér þykir vænt um Jagielka), eiga frábæran leik (jafnvel vera kosinn maður leiksins — hmm, vill maður það með varnarmann/markmann?) og algjörlega eigna sér þessa stöðu út ferilinn. Ég held samt að Silva eigi eftir að leyfa þessu að renna sinn farveg og ekki ana að neinu.

  15. Elvar Örn skrifar:

    Jæja þá er Cuco Martina farinn til Stoke og verður þar í vetur á lánssamningi. Það mun taka nokkurn tíma fyrir mig og Didda að taka þetta í sátt #kaldhæðni

    • Diddi skrifar:

      Ég hefði orðað þetta svona: við misstum Martina til Stoke

      • Ari S skrifar:

        Já, vont að missa tvo leikmenn til Stoke og þurfa að fá tvo leikmenn frá Barcelona í staðinn…

  16. Georg skrifar:

    Holgate eða Zouma byrja í stað Jagielka á morgun. Mina er lítilega meiddur
    Þetta sagði Silva um málið:
    We will see who plays but I can tell you about Mina. He is not available. Zouma is available. It is between him and Holgate. Mina is recovering from a small problem in his foot. The medical staff will give you more updates. I hope I can give a positive update next week. We will see in the next few days.