Blackburn – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Steckelenburg, Robinson, Williams (fyrirliði), Pennington, Kenny, Besic, Davis, Gylfi, Mirallas, Ramirez, Niasse.

Varamenn: Hewelt, Baines, Keane, Jagielka, Schneiderlin, Gana, Dowell, Vlasic, Richarlison, Tosun.

Blackburn með fyrsta skotið á mark, á 2. mínútu, flott skot rétt framhjá samskeytunum en svo róaðist leikurinn nokkuð. Og kannski helst til mikið fyrir okkar smekk, því vörn Everton sofnaði á verðinum á 10. mínútu þegar Blackburn skoruðu úr horni.

Útsendingin datt út um tíma og erfitt að fylgjast með vegna netvandræða en maður var ekki að sjá svörunina sem maður átti von á frá Everton. Of margir farþegar í liðinu í fyrri hálfleik.

Vendipunktur var svo á 38. mínútu þegar Everton átti að fá víti þegar varnarmaður Blackburn fór aftan í hælana á Kenny sem var að fara að skjóta innan teigs en Martin Atkinson dæmdi ekkert.

Í staðinn bættu Blackburn við marki, sem ég náði ekki einu sinni endursýningu af en endursýning sýndi að Gylfi átti líklega besta færi Everton í fyrri hálfleik, ekki langt frá marki en náði ekki að stýra boltanum á mark.

2-0 í hálfleik. Nánast nýtt lið inn á í hálfleik, aðeins Stecklenburg og Sandro héldu sínu sæti. Aðrir sem komu inn á: Baines, Jagielka, Keane, Coleman, Schneiderlin, Gana, Dowell, Richarlison og Tosun.

Það er erfitt að gefa greinargóða skýrslu um seinni hálfleikinn, allavega fyrri helming hans, þar sem útsendingin lá niðri um lengri tíma og því erfitt að fylgjast með hvað var að gerast (sjá tilkynningu frá klúbbnum).

En Tosun fékk fínt skallafæri upp við mark á 53. mínútu eftir háa sendingu frá hægri kanti en hann stýrði boltanum á mitt markið og markvörður náði að verja.

Richarlison var ekki langt frá því að skora á 67. mínútu þegar hann reyndi skot upp í samskeytin hægra megin uppi. Var með boltann inni í teig vinstra megin og fáir möguleikar í boði en einhvern veginn tókst honum að skapa sér færi. Richarlison líklega ljósi punkturinn í þessum leik, miðað við það sem þulirnir höfðu að segja.

En Blackburn svöruðu með marki. Boltinn barst inn í teig þar sem styrkur Jagielka var ekki nægilega mikill þegar sóknarmaður Blackburn komst inn fyrir vörnina, náði að ýta honum frá sér og skora auðveldlega framhjá Stecklenburg.

Tosun hefði svo átt að skora á 78. mínútu þegar hann fékk flotta háa sendingu inn í teig frá hægri en skallinn rétt framhjá samskeytunum vinstra megin. Ekki dagur okkar manna í dag.

Vlasic skipt inn á fyrir Sandro á 79. mínútu og þremur mínútum síðar átti Richarlison fínt færi en náði ekki að stýra boltanum á mark.

Lokaniðurstaðan því 3-0 fyrir Blackburn og ennþá stórt verkefni fyrir höndum að gera hópinn tilbúinn fyrir átökin sem framundan eru í Úrvalsdeildinni. Wolves á útivelli í fyrsta leik.

7 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Hann er bæði sýndur á Stöð 2 Sport 2 hér heima (áskrift) og á Everton TV (áskrift).

 2. Diddi skrifar:

  ekki skrýtið að við séum yndir í leiknum fyrst við erum að keppa við Burnley líka 🙂

 3. Gestur skrifar:

  Hva voða eru þetta léleg úrslit, eru Blackburn ekki í deild fyrir neðan?

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Nýtt tímabil, nýr stjóri, nýtt þjálfarateymi, nýr director of football, nýjar áherslur, EINN nýr leikmaður (amk enn sem komið er), sama gamla drullan frá liðinu.
  Jú þetta er vissulega bara pre season en það ætti nú samt að meiga gera þá kröfu að liðið spili betur gegn liðum eins og Bury og Blackburn.

  • Orri skrifar:

   Sæll Ingvar.Þarna er ég þér sammála.

   • Ari S skrifar:

    Fyrir þá sem vilja vita þá lék Davy Klaassen sinn fyrsta leik með Werder Breman í dag. Hann skoraði eitt stykki mark í sínum fyrsta leik. Aðeins nokkrum klukkutímu eftir að hann skrifaði undir hjá þeim. Segir eitthvað um hans hæfileika, er það ekki?

 5. Elvar Örn skrifar:

  Everton spilar við Rennes í dag og er leikurinn í beinni á Everton TV.
  Á mánudag eða þriðjudag er talið að Lucas Digne verði kynntur sem nýjustu kaup Everton en hann kemur frá Barcelona og er vinstri bakvörður og a að leysa af Baines næstu árin. Verðið er talið vera 13-17 milljónir punda.

%d bloggers like this: