Bury – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton lék vináttuleik við Bury á útivelli kl. 18:45. Hægt er að kaupa aðgang hér eða hér.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Keane, Coleman, Dowell, Davies, Schneiderlin, Mirallas, Ramirez, Tosun. Varamenn: Hewelt, Williams, Martina, Niasse, Klaassen, Besic, Vlasic, Holgate, Lookman, Pennington, Robonson, Kenny.

Enginn Gylfi, Gana eða Pickford í hóp, enda þeir enn í fríi eftir HM.

Ágætis byrjun á leiknum, Everton mun meira með boltann og Bury komust varla yfir miðlínu fyrsta korterið. Everton átti fyrsta færið þegar Tosun og Baines náðu vel saman og sá fyrrnefndi setti Baines inn fyrir vörnina þar sem vörnin náði að blokkera flott skot upp við mark í horn. Líklega besta færi Everton í fyrri hálfleik. Everton fékk í kjölfærið nokkur horn en náði ekki að nýta það.

Tosun komst í fínt færi á 10. mínútu eftir góðan undirbúning frá Mirallas sem komst upp að endalínu og sendi lágan bolta fyrir en Tosun setti hann hátt yfir. Hefði átt að gera betur þar.

Everton átti ágætis færi og komst tvisvar til þrisvar í ákjósanlega stöðu inni í teig en vantaði alltaf herslumuninn á að ná að klára. Baines, DowelL og Mirallas líflegastir i sókninni.

Fyrri hálfleikur mjög kaflaskiptur, fyrsti og síðasti þriðjungur góðir en Bury sótti í sig veðrið um miðbik. Þegar Everton liðið var að ná undirtökunum í þriðja þriðjungi skoruðu Bury. Tvisvar hreinsuðu varnarmenn Everton bolta úr teig með skalla en alltaf rataði boltinn inn í teig aftur og í þriðja skiptið féll hann vel fyrir sóknarmann Bury sem tímasetti hlaup sitt frábærlega og skoraði.

1-0 fyrir Bury í hálfleik.

Næstum alveg nýtt Everton lið inn á í hálfleik, fyrir utan Stecklenburg og Ramirez (níu breytingar samtals).

Uppstillingin: Stecklenburg, Robinson, Williams, Pennington, Kenny, Besic, Klaassen, Connelly, Vlasic, Ramirez, Niasse.

Niasse kom með ferskan blæ inn í leikinn og var allt í öllu í sókn Everton. Hann var mjög nálægt því að jafna eftir fyrirgjöf frá Ramirez frá hægri en skotið fór í utanverða stöngina hægra megin og út af. Hann var þó ekki hættur því áður en langt um leið var hann búinn að skjóta í sömu stöngina í þriðja skiptið í röð (úr samtals þremur mismunandi færum)! Mjög óheppinn að skora ekki þar.

Everton átti að fá víti á 63. mínútu eftir horn þegar Connelly var togaður niður í teig en þetta er ekki HM og því ekkert VAR kerfi í gangi hér. Það kom þó ekki að sök því örskömmu síðar skoraði Oumar Niasse flott mark. Varnarmaður Everton hreinsaði fram völlinn sem setti Niasse í baráttu við tvo varnarmenn Bury. Niasse notaði styrkinn til að losa sig við þá báða og ná skoti en markvörður varði. Frákastið barst hins vegar til Niasse sem brást ekki bogalistin og jafnaði með glæsilegu skoti. Staðan orðin 1-1.

Eitt sjaldgæft Bury færi leit dagsins ljós í kjölfarið þar sem sóknarmaður þeirra komst inn fyrir vörn Everton eftir flotta stungusendingu en fyrsta snerting sóknarmannsins slæm svo hann missti boltann of langt frá sér og Stecklenburg náði að loka á hann.

Ramirez var skipt út af á 75. mínútu fyrir Martina og sá beið aldeilis ekki boðanna heldur kom sér strax í dauðafæri á fjærstöng vinstra megin. Náði flottum skalla eftir háa fyrirgjöf frá Kenny (að ég held?) en skallinn í stöng og út af.

Nokkrum hálffærum (Naisse) og einu langskoti (Vlasic) síðar kom alvöru færi Everton sem Niasse fékk utarlega í teignum þegar boltinn barst óvænt til hans en þrumuskot hans glæsilega varið í horn. Í kjölfarið flautaði dómarinn leikinn af.

Niasse klárlega besti maður vallarins í seinni hálfleik og hefði með smá heppni getað náð þrennu í leiknum. Fínn æfingaleikur. Enn margt sem þarf að huga að en flottur fótbolti hjá Everton oft á tíðum…

Næsti vináttuleikur er gegn Lille þann 21. júlí kl 19:00.

14 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Öllum skipt útaf í hálfleik nema Stekelenburg og Ramirez. Niasse með þrjú skot í stöng á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks og jafnar í 4 tilraun á 65 mínútu. Lethal gæi.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Mirallas bestur í fyrri hálfleik og Schneiderlin fínn. Niasse maður leiksins. Besic og Martina flottir í seinni. Óvænt hverjir voru að standa sig fannst mér.

  • Elvar Örn skrifar:

   Ekki má gleyma að mér fannst Tosun ansi flottur líka í fyrri hálfeik (lék bara fyrri hálfleik).

 3. Georg skrifar:

  Ég náði bara fyrstu 15 mín af leiknum en hofði svo á Highliights af leiknum. Það var í raun ótrúlegt að við höfum ekki skorað 4-5 mörk í þessum leik.

  Mirallas líflegur í þeim fyrri og spurning hvort hann komi öllum á óvart og komist í topp stand og verði með okkur í vetur. Tosun komst í fín færi og átti glæsilegar sendingar bæði á Baines og Mirallas til að koma þeim í gegn.

  Niasse ætlar sér að vera áfram með liðinu, hann kom mjög öflugur inn og hefði leikandi getað skorað nokkur mörk en stöngin var eitthvað fyrir honum. Mjög vel gert í markinu að vera með 2 í sér og nær á ýta þeim báðum frá og kláraði svo færið einstaklega vel. Maður leiksins.

  Haft var eftir Silva eftir leikinn að það væri bara dagaspursmál hvenær leikmenn myndu detta inn og jafnframt er stutt í að hann fari að selja þá sem eru ekki í hans plönum.

 4. Ari S skrifar:

  Ég held að Mirallas sé bara svona góður vegna þess að hann telur sig eiga möguleika.

  Síðan eftir að hann hefur tryggt sér áframhaldandi veru hjá Everton þá fer að slakna á honum. Því miður er það hans galli og hefur alltaf verið… óstöðugleikinn.

  Hann er bara góður stundum og helst bara þegar það þóknast honum sjálfum.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Hinn brasilíski Malcom sem spilar sem kantmaður hjá Bordoux er líklega á leiðinni til Roma en hann hefur verið orðaður seinustu daga við Everton.
  Ég er ekki að sjá neinar fréttir af einhverju sem er langt komið nema það að Silva sagði bara nokkra daga í fyrstu kaupin. Vona að satt reynist.

 6. Gestur skrifar:

  Everton á bara alltof mikið af leikmönnum á launaskrá og margir ekki nógu góðir.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Lucas Digne sem er vinstri bakvörður hjá Barcelona var tekinn úr hópnum í gær og að sögn er Everton að gera allt til að kaupa hann. Brilliant ef þetta verða fyrstu kaupin.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Yerry Mina miðvörður í Barcelona er að sögn hans umboðsmans í viðræðum við Everton. Það væri það að Everton næði þessum tveimur frá Barcelona.

 9. Georg skrifar:

  Það nýjasta er að Richarlison sé á leið í medical hjá Everton

  Everton are on the verge of making Watford attacker Richarlison their first signing of the summer, according to Bleacher Report journalist Dean Jones.

  Richarlison heading for Everton medical ahead of a transfer from Watford – fee in excess of £40m

  • Elvar Örn skrifar:

   Rétt Georg og fréttir þess efnis hafa magnast verulega í dag og nú fyrir nokkrum mínútum kom BREAKING frétt þess efnis á BBC sem er alla jafnan ansi áreiðanleg.

 10. Gunnþór skrifar:

  Glæsilegt þeir vita vonandi hvað þeir eru að gera.

 11. Ari S skrifar:

  Af hverju eruð þið að koma mað nýjsutu slúðurfréttir hérna á Bury Everton þráðinn?

  Ps. ég er happy með Ricarlison og háa verðið (eða skyringin á háa verðinu) gæti verið „plástur“ á sárið sem myndaðist milli félaganna þegar Everton hafði sambandi viðSilva i fyrra. Í alvöru þá þykir mér (en ég hef svo sem ekki mikið vit á þessu) Rcarlison vera svona 30 milljón punda maður en 50 milljón… ég veit ekki

%d bloggers like this: