Marco Silva skrifar undir – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu ráðningu Marco Silva í stöðu knattspyrnustjóra hjá Everton. Áhugi Moshri á honum hefur verið eitt verst geymda leyndarmálið í enska boltanum undanfarið og var þetta bara tímaspursmál hvenær þetta yrði kynnt.

Marco Silva er ungur (fertugur) portúgali sem hefur komið víða við. Hann byrjaði stjóraferilinn hjá Estoril í Portúgal sem voru að ströggla í 10. sæti 2. deildar en Marco Silva kom þeim upp í fyrstu tilraun. Næsta tímabil enduðu þeir, nýliðarnir, í 5. sæti, sem gaf þeim keppnisrétt í Evrópu, sem kom nokkuð á óvart. Silva tók því næst við Sporting og hjálpaði þeim að vinna sinn fyrsta titil í langan tíma (bikarmeistarar) en fór svo til Olympiakos þar sem hann vann grísku deildina í fyrstu tilraun (og vakti athygli að þeir sigruðu Arsenal í Meistaradeildinni).

Þessi árangur vakti áhuga enskra liða og svo fór að Hull gáfu honum frumraun sína í ensku Úrvalsdeildinni þar sem hann tók við þeim í svo til vonlausri stöðu, í neðsta sæti að hálfu tímabili loknu. Það voru ekki margir sem töldu að Hull ætti nokkurn séns á að forða sér frá falli en gengi þeirra breyttist við komu Silva. Samtals fengu þeir 21 stig í 18 leikjum en fyrir komu hans höfðu þeir aðeins náð 13 stigum í 20 leikjum. Þeir féllu samt þrátt fyrir það en voru þá aðeins einu sæti frá því að tryggja áframhaldandi veru í Úrvalsdeildinni.

Þá lá leiðin til Watford þar sem hann tók strax til hendinni, breytti leikstíl þeirra og kom þeim upp í efri hluta deildar þrátt fyrir lítil efni. Við þekkjum vel söguna eftir það — Marco Silva hefur verið lengi á radarnum hjá Moshri, sem stökk til eftir að hafa rekið Koeman og reyndi að fá Silva en tókst ekki — fyrr en nú. Einhverjar lögfræðiflækjur fylgja í kjölfarið, sem væntanlega verða farsællega leystar.

Silva skrifaði undir samning við Everton til þriggja ára, eða til sumars 2021.

Leikstíll Silva er mjög frábrugðinn stíl Sam Allardyce og á örugglega eftir að falla vel í kramið hjá stuðningsmönnum eftir eyðimerkurgöngu síðasta tímabils enda um áferðafallegan sóknarbolta að ræða.

Marcel Brands hafði þetta að segja um Marco Silva: “One of the most important things is that he’s a guy who wants to play attractive, attacking football and also wants to work in the structure we have at Everton. He’s a guy who has proved already that he wants to work with young players, make them better and he has performed very well with the teams he’s worked with. He will be a very good manager for Everton.“

Velkominn Marco Silva!

8 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Ola Marco. Welcome to Everton.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Vonandi stendur hann sig en ég hef mínar efasemdir um hann, vonandi eru þær óþarfar.

 3. Gunnþór skrifar:

  Sammála þér Ingvar hann hefur ekkert gert en vonandi óþarfa áhyggjur.

  • Ari S skrifar:

   Silva er 40 ára allardyce 75 +

   Samt hefur Silva gert meira en Allardyce.

   • Ari S skrifar:

    Og einnig er hann búinn að vinna meira en Koeman og Martinez til samans…. hmmm… ekkert gert? 🙂

 4. Ari G skrifar:

  Ég hafði efasemdir fyrst um hann en eftir ég las árangurssögu hans hér lýst mér miklu betur á hann. Skilst að hann leggi mun meiri áherslu á sóknarbolta. Ég hafði mikla trú á Martinez hann klikkaði líka Koeman hann klikkaði. En ég hafði aldrei neitt álit á Sam hann klikkaði kannski ekki nema hann lét Everton spila ömurlegan fótbolta. Kannski er best að gera ekki of miklar kröfur þá stendur hann sig örugglega betur. Svo lýst mér mjög vel á yfirmann knattspyrnumála hjá Everton. Skiptir miklu máli að finna réttu leikmennina. Finnst að Everton ætti að byrja á að leggja áherslu á að finna bæði vinsti og hægri bakvörð það er upphafspunkturinn.

 5. þorri skrifar:

  Góðan daginn kæru félagar er staddur hér í norge í maiorkaveðri. Bara segja ykkur það. Og nú er kominn nýr stjóri til Everton sem á eftir að gera liðinu mjög gott og klúbbnum líka, Marco Silva, ég held að hann eigi eftir að breyta hópnum og bæta í hann. Og koma Everton á topinn hvort það verði núna eða á næsta tímabili. Ekki vava um það. Og stafið í kríngum hann.Og nú fer að vera spennandi að sjá hvort að verði mikla breytingar í hópnum þetta er nóg í bili.KOMA SVO ÁFRAM EVERTON.

 6. Finnur skrifar:

  Áhugavert yfirlit yfir samkeppni um stöður í liðinu… (hvað þarf að bæta)
  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-manager-marco-silva-wants-14746785

%d bloggers like this: