full screen background image

Allardyce rekinn – Brands inn fyrir Walsh

Mynd: Everton FC

Klúbburinn staðfesti í dag að Sam Allardyce sé ekki lengur við stjórnvölinn en fastlega hafði verið búist við því undanfarna daga að hann yrði rekinn. Þykir líklegt að samstarfsmenn hans, Sammy Lee og Craig Shakespeare, láti einnig af störfum og spurningarmerki hvort Steve Walsh, Technical Director, fylgi einnig í kjölfarið.

Sam Allardyce tók við liðinu fyrir aðeins 6 mánuðum síðan og var ætlað að rétta skútuna af eftir afar slakt tímabil hjá Ronald Koeman. Það var alltaf ljóst að Allardyce væri ekki langtímaráðning en ráðning hans var aldrei vinsæl meðal stuðningsmanna og versnaði bara er á leið, þrátt fyrir að hann hafi náð að rétta gengi liðsins við. Hvað tekur við er óljóst en leiða má líkum að því, ef marka má það að Watford lögðu inn formlega kæru vegna Marco Silva, að Everton sé að skoða þann möguleika.

Þetta var heldur ekki eina uppstokkunin sem var tilkynnt því skipt var um fólk í brúnni líka en Professor Denise Barrett-Baxendale tók við sem CEO af Robert Elstone og klúbburinn fékk nýjan Club’s Deputy Chairman og fjármálastjóra.

Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað um eftirmann Allardyce.

Uppfært 16:21: Skjótt skipast verður í lofti! BBC tilkynnti (og Everton staðfesti) ráðningu Marcel Brands í stöðu Technical Director (sem Steve Walsh gegndi áður). Marcel Brands mun byrja 1. júní. Enn er ekki ljóst hver tekur við af Allardyce.

18 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Gleði frétt

 2. Finnur skrifar:

  Það lítur út fyrir að Steve Walsh hafi verið rekinn líka og búið að tilkynna eftirmann (sjá uppfærslu hér að ofan).

 3. Finnur skrifar:

  „BBC Sport understands Everton’s search for a new manager is expected to take between 10 days and a fortnight, as the club’s hierarchy look for a coach to implement an exciting style of football which will help them challenge for silverware and a top-six place next season.“

 4. Finnur skrifar:

  … og skv. þessu er Paulo Fonseca búinn að segja nei við West Ham…
  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-linked-paulo-fonseca-turns-14665720

  Hann er á lausu í sumar en sögusagnir segja að hann muni framlengja núverandi samning.

 5. Ari S skrifar:

  Ég er mjög ánægður með að fá Marcel Brands til félagsins og eftir að þetta var tilkynnt þá er ég einvhern veginn rólegri með það hver verður stjóri. Hver sem það verður þá verður hann flottur, enginn Sam Allardyce aftur.

  Mikið er ég feinn að hann skuli vera hættur, og hann var bara 6 mnánuði hjá okkur!

  Af þeims em nefndir hafa verið sem stórar þá er mér næstum því sama (með Brands í huga þá) hver sá nýji verður.

  Eddie Howe er með Everton hjárta og virðist alveg hafa getuna til að stjórna okkur, þ.e. góður þjálfari sem hefur náð fínum árangri með Borurnemouth en er það nóg fyrir okkur?

  Wenger, Fonseca, Silva, Arteta??? Moyes????

  Hvern mynduð þið helst vilja…

 6. Ari G skrifar:

  Þið gleymið stjóra Hoffenheim 30 ára og kemur liðinu í meistaradeildina í þýsku. Vill taka sjensa með hann fyrst við erum komnir með nýjan snilling yfirmann knattspyrnumála. Vill alls ekki Arteta vantar reynslu og Wenger er of gamall væri fínt sem millileikur en Everton er að leita eftir framtíðarstjóra. Veit ekki með Silva hvað hefur hann afrekað? Fonseca er fínn kostur. Svo er Ancelotte líka ágætur kostur en Everton er greinilega að leita eftir yngri stjóra sem er mjög gott mál.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jæja það verður amk ekki Fonseca, hann framlengdi við Shaktar.

 8. Diddi skrifar:

  mér þætti vænt um að myndir af sömmunum tveimur og öll skjöl og sannanir um að þeir hafi einhvern tímann verið við stjórnvölinn hjá okkar annars ágæta liði, verði afmáð allavega af okkar síðum.

 9. Finnur skrifar:

  Athyglisverð grein á Sky Sports um Marco Silva, sem mér skilst að búist sé við að verði kynntur til sögunnar á næstu dögum:
  http://www.skysports.com/football/news/11671/11374641/marco-silva-to-everton-what-makes-him-such-a-highly-rated-manager

  • Elvar Örn skrifar:

   Menn segja að Marco Silva verði tilkynntur nýr stjóri á föstudaginn

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Búið að staðfesta Marco Silva sem nýjan stjóra Everton.
  Nú á bara eftir að koma í ljós hvort hann syndir eða sekkur í djúpu lauginni.
  Vonandi syndir hann en ég er ekki alveg sannfærður um að hann sé rétti maðurinn fyrir okkur.

%d bloggers like this: