West Ham – Everton 3-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Funes Mori, Keane, Jagielka, Baines, Coleman, Gueye, Schneiderlin, Davies, Tosun, Niasse.

Varamenn: Robles, Bolasie, Walcott, Martina, Klaassen, Holgate, Kenny.

3-5-2 uppstilling í dag í síðasta leik tímabilsins, útileiknum gegn West Ham. Everton átti þó í nokkrum erfiðleikum frá upphafi með að ná undirtökunum í leiknum og máttu þakka fyrir að lenda ekki undir á 9. mínútu þegar West Ham menn náðu tveimur öflugum skotum á mark. Arnautovic átti fast skot innan teigs sem var blokkerað af Keane áður en reyndi á Pickford en boltinn barst á endanum til Noble sem átti skot af mjög stuttu færi sem Pickford varði meistaralega. Kastaði sér niður til vinstri og varði lágt og fast skot sem maður hélt að myndi klárlega enda í netinu.

West Ham menn áttu einnig hættulegt skot utan teigs á 25. mínútu, en rétt framhjá stöng.

En Everton fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar Niasse komst í dauðafæri á 30. mínutu, stal boltanum af varnarmanni West Ham sem hafði reynt misheppnaða hreinsun með skalla og færði Niasse boltann á silfurfati. En Niasse brást bogalistin einn á móti markverði nálægt marki — hefði átt að skjóta á fjærstöng þar sem plássið var nóg en valdi í staðinn nærstöng sem gaf markverði möguleikann á að verja með fæti. Sem hann og gerði.

Niasse átti svo stuttu síðar skot við jaðar vítateigs en varið. Ekki mikil hætta.

Og þetta reyndist Everton dýrkept því að á 38. mínútu kom mark frá West Ham og það kom eiginlega upp úr engu. Sending á Arnautovic sem hann náði ekki stjórn á og missti boltann framhjá sér en Lanzini kom þá á fleygiferð og þrumaði niðri í hornið af nokkuð löngu færi. 1-0 West Ham.

Ein breyting á Everton liðinu í hálfleik, Klaassen kom inn á fyrir Funes Mori og þar með aftur farið í fjögurra manna vörn og fjölgað á miðjunni. Sú breyting hafði góð áhrif á leikskipulag Everton og leikur liðsins batnaði nokkuð í kjölfarið. En það voru West Ham sem náðu að bæta við marki eftir einstaklingsframtak frá Arnautovic. Fékk boltann utan teigs, sneri á Keane og þrumaði í markið af löngu færi. 2-0 West Ham.

Örfáum mínútum áður hafði Allardyce skipt Walcott inn á fyrir Cenk Tosun.

Niasse var aftur nálægt því að skora á 73. mínútu — komst inn í teig og lék á varnarmann West Ham. Niasse náði þrumuskoti á mark sem markvörður rétt náði að slengja hendi í og breyta stefnu boltans yfir á stöngina og þaðan út. En Niasse fékk loksins mark sitt eftir hornspyrnu sem West Ham mann náðu ekki að hreinsa burt. Schneiderlin skallaði á fjærstöng þar sem Niasse var og fyrsta snerting hans upp við mark frábær. Sneri á tvo varnarmenn og þrumaði inn. 2-1.

En Lanzini kláraði þetta fyrir West Ham með glæsilegu einstaklingsframtaki, þrumuskoti við teighornið upp í samskeytin.

Bolasie skipt inn á stuttu seinna en Adrianne, markvörður West Ham, þurfti að taka á honum stóra sínum í lokin til að verja frá Walcott og svo Niasse með nokkurra sekúndu millibili.

Niðurstaðan 3-1.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Baines (6), Coleman (6), Keane (5), Jagielka (5), Funes Mori (5), Gueye (6), Schneiderlin (5), Davies (6), Niasse (7), Tosun (5). Varamenn: Klaassen (5), Walcot (6).

17 Athugasemdir

 1. Orri skrifar:

  Hörmungin ætlar engan enda að taka.

  • Ari S skrifar:

   Jú Orri minn kæri vinur, allt tekur enda, enda var þetta var síðasti leikurinn.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ljóta ræpan

  • Orri skrifar:

   Sæll Ingvar ertu að sjá leikinn ?????????????

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Sá seinni hálfleik. Menn greinilega komnir í frí.
    Ég verð að segja að ég samgleðst Moyes með sigurinn. Það hlaut að koma að því að hann næði í sigur á móti okkur og það var bara fyllilega verðskuldað í dag.

 3. Orri skrifar:

  Það er gott að þetta tímabil sé á enda runnið.Nú er bara horfa björtum augum til næsta tímabils með nýjan stjóra og mikið endurnýjaðan hóp.

 4. Ari S skrifar:

  Upstillingin var langt frá því að vera rétt hjá Sam allardyce í dag. Keane, Funes Mori og Jagielka geta greinilega ekki spilað í þriggja manna vörn.

  Baines og Coleman eru orðnir of gamlir í þetta wingback system bara geta ekki hlaupið fram og til baka stöðugt allan leikinn eins og þetta kerfi býður upp á.

  Þeir nýtast betur sem bakverðir og það er ekki endalaust hægt að lifa í fortíðinni þegar þeir báðir voru góðir… en núna eru þeir báðir orðnir gamlir.

  En þetta eru bara mínar hugleiðingar og ekki taka of mikið mark á mér..

  kær kveðja og takk fyrir tímabilið…

  Ari

  • Elvar Örn skrifar:

   Ha? Seamus Coleman er 29 ára. Hann er á besta aldri og er nýlega kominn til baka eftir nær árs fjarveru vegna fótbrots.
   Verður einn af okkar topp mönnum á næsta ári og líklegast gerður að Captain.

   • Ari S skrifar:

    Já rétt hjá þér Elvar ég vil hann sem Captain ekki spurning, en ég átti meira við að það er varla hægt að ætlast til þess af honum að vera svona duglegur eins og hann var einu sinni, að hlaupa fram og til baka allann leikinn eins og Speedy Gonzales …

    Hann á nóg eftir fyrir Everton enda sagði ég að mér fyndist þeir of gamlir fyrir þetta wingback system,“bara geta ekki hlaupið fram og til baka stöðugt allan leikinn eins og þetta kerfi býður upp á.“.

    Og svo er þetta bara mín skoðun, ég held þetta en ég hef áður haft vitlaust fyrir mér. Kær kveðja, Ari.

    • Ari S skrifar:

     ps. kannski hef ég bara ekkert vit á þessu… stundum finnst mér stuðningsmenn og þulir pæla of mikið í systemi sem lið eru að spila og gleyma oft að hafa bara gaman af leiknum, þetta er jú leikur… 🙂

 5. Elvar Örn skrifar:

  Allardyce verður rekinn innan 24 klst. Besta mál. Næsti takk.

 6. Ari G skrifar:

  Skil ekki af hverju er Marco Silva svona eftirsóttur af eigendum Everton hvað hefur hann afrekað? Lýst miklu betur á stjóra Hoffenheim 30 ára og kemur liðinu í meistaradeildina stórkostlegur árangur. Hvað finnst ykkur um Wenger mér finnst hans tími búinn. Allavega er gott að losna við Sam hundleiðinlegur fótbolti sem hann lét Everton spila. Og vonandi verða réttu mennirnir keyptir. Þurfum 2 snillinga í bakverðastöðurnar þá lítur þetta allt miklu betra út.

%d bloggers like this: