Everton – Southampton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Schneiderlin, Gana, Davies, Bolasie, Vlasic, Tosun.

Varamenn: Robles, Martina, Niasse, Klassen, Dunes Mori, Kenny, Baningime.

Meistari Elvar sá um hraðsoðna skýrslu frá Spáni en vegna anna voru ritari og fjórir varamenn frá. Gefum Elvari orðið:

Horfði á leikinn hér á Spáni með strákunum mínum á fótboltabar. Fjarvera Rooney og Walcott virtist hafa áhrif því liðið var ekki að spila vel framávið. Það gat fallið með hvoru liðinu að skora fyrst en Keane virtist gleyma varnarvinnu sinni er Southampton komst yfir. Niasse kom inn á á um 60. mínútu og þá fannst mér sókn Everton taka ansi vel við sér. Eins fannst mér innkoma Klaassen hjálpa liðinu á 80. mínútu.

Vlasic var ekki að gera góða hluti frekar en í seinasta leik og maður spyr sig af hverju hann er að fá séns þegar Lookman er lánaður til RB Leipzig og skoraði einmitt 2 mörk fyrir þá í kvöld.

Jöfnunarmarkið kom á 95 mínútu en 4 mínútur voru í viðbótartíma. Gana gaf líklega boltann á Davies sem setur boltann í varnarmann og jafnar metin.

Sanngjarnt jafntefli og 8 sætið er Everton að óbreyttu.

Við þökkum Elvari kærlega fyrir skýrsluna!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Keane (6), Jagielka (7), Baines (6), Gueye (5), Schneiderlin (6), Vlasic (5), Davies (6), Bolasie (5), Tosun (6). Varamenn: Funes Mori (6), Niasse (7). Svipaðar einkunnir hjá Southampton.

15 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  [Innskot ritstjóra: Þetta komment innihélt skýrsluna frá Elvari, en hægt er að sjá hér að ofan núna]

 2. Teddi skrifar:

  Takk fyrir póstinn.

  Taka tvö með Sam A. verður næsta tímabil og endar með 4 sæti.

  Takk og bless, ég rata heim frá barnum. 🙂

  • Orri skrifar:

   Guð forði okkur frá því að hannverði áfram.

   • Ari S skrifar:

    Orri hann verður ekki áfram, ég hef það eftir áræðanlegum heimildum að ofan. Hver tekur við er alveg óvíst en það er alveg merkilegt hversu vel Allardyce hefur gengið í að fá nánast alla stuðningsmenn upp á móti sér síðan hann byrjaði með liðið. Það vantar alveg alla hógværð í manninn, hann hugsar mest um sjálfan sig (hver gerir það svo sem ekki) og honum tókst meir að segja að gera lítið úr David Unsworth í einu viðtalinu. Ég vil hann burt en best er að flýta sér ekki of mikið. Ég gef stjórninni tvær vikur í málið hépðan í frá.

    • Orri skrifar:

     sæll minn kæri vinur.Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur ég vona bara að þetta sé rétt Ari.

 3. Finnur skrifar:

  Gaman að segja frá því að Everton klúbburinn á Íslandi er 23ja ára í dag (stofnaður 6. maí 1995). Til hamingju með það! 🙂

 4. Finnur skrifar:

  Lítur út fyrir að Rooney geti verið á leiðinni til Bandaríkjanna fyrir næstu leiktíð…
  https://www.bbc.com/sport/football/44069924

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ég verð að viðurkenna að mér þætti leitt að sjá á eftir honum, þó ekki nærri eins leitt og fyrir 14 árum.

 5. Orri skrifar:

  Góðan dag félagar.Er ekki mikil spenna fyrir leikinn hjá okkar mönnum í dag.

 6. Teddi skrifar:

  Frumsýning á íslenskri stöð kl.16:15 á St.2 Sport2.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Lookman með mark og tvær stoðsendingar í gær fyrir RB Leipzig. Að þessu gæi hafi verið lánaður I vetur er stórfurðulegt.
  Allardyce hlýtur að fá að fjúka í þessari viku en hann virðist vera búinn að bola Rooney burt líka.

  • Orri skrifar:

   Sæll Elvar.Maður bara alveg hættur að skilja hvað menn séu að hugsa í okkar flotta klúbbi.

%d bloggers like this: