Huddersfield – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Schneiderlin, Gana, Rooney, Walcott, Vlasic, Tosun.

Varamenn: Robles, Bolasie, Martina, Niasse, Funes Mori, Davies, Baningime.

Jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og ekkert fréttnæmt að gerast fyrstu 40 mínúturnar, fyrir utan eitt skot frá Huddersfield eftir um hálftíma leik. Það skot fór hins vegar hátt yfir.

Hvorugt liðið leit út fyrir að vera líklegt til að skora fyrr en Everton náði að koma boltanum í netið á 39. mínútu eftir skyndisókn, Tosun þar að verki, þrumaði stöngina inn upp úr eiginlega engu.

0-1 í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleik af nokkrum krafti og náðu flottri sókn sem rann út í sandinn. En þeir komu greinilega ekki til leiks í seinni hálfleik til að verja eins marks forystu og náðu næstum því að bæta við marki á 58. mínútu. Coleman komst þá einn á móti markverði eftir flott samspil við Vlasic en markvörður Huddersfield hélt þeim inni í leiknum með klassa markvörslu.

Rooney var skipt út af á 63. mínútu fyrir Tom Davies og sjö mínútum síðar skipti Allardyce Tosun út af fyrir Niasse og Vlasic fylgdi í kjölfarið, skipt út af fyrir Funes Mori.

En Niasse var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, gerði vel að halda boltanum nálægt hornfána á meðan liðsstyrkur barst, lék svo á varnarmann Huddersfield og náði að senda háan bolta fyrir. Baines tók við honum utarlega í teig og sendi í fyrstu snertingu stutt til hliðar á Gana Gueye sem hafði allan tímann í heiminum til að vanda sig við skotið og honum brást ekki bogalistin rétt utan teigs, skoraði með langskoti. 0-2 fyrir Everton og þannig endaði sá leikur.

Kærkomin þrjú stig á útivelli og það má segja ýmislegt um Allardyce en hann er allavega búinn að finna formúlu sem hefur skilað stigum í undanförnum leikjum. Aðeins eitt tap (gegn Man City) í síðustu sjö leikjum og fyrir utan tapleikinn aðeins fengið á sig tvö mörk og náð 14 stig af 21 mögulegu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Baines (7), Jagielka (7), Keane (6), Coleman (7), Walcott (8), Schneiderlin (6), Gueye (9), Rooney (6), Tosun (8), Vlasic (6). Varamenn: Niasse (7), Funes Mori (6), Davies (6). Leikmenn Huddersfield náðu varla yfir 6 í einkunn. Maður leiksins: Idrissa Gana Gueye.

5 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  WTF!!! Vlasic fær að spila.

 2. Gunnþór skrifar:

  Flottur sigur sá ekki leikinn en er ekki um að gera að koma vlasic inní ensku deildina og liðið og gera hann klárann fyrir haustið en var hann dapur þetta er ungur drengur.

 3. Finnur skrifar:

  Idrissa Gana Gueye í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/43941894

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Fínt að fá stigin en mikið óskaplega var þetta dapur leikur.

%d bloggers like this: