Minnum á Íslendingaferðina!

Mynd: Everton FC.

Það fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Íslendingaferðina að sjá Gylfa og félaga taka á móti Newcastle en ferðin verður farin þann 20. apríl næstkomandi. Tíu manns hafa þegar skráð sig, þar af tveir úr stjórn, þannig að búið er að tryggja íslenska fararstjórn og við erum að skoða það að panta rútu til að koma ferðalöngum til og frá flugvelli. Þetta hafa alltaf verið frábærar ferðir og við væntum þess að fólk verði með verk í brosvöðvanum eftir ferðina, eins og alltaf.

Vita Sport gáfu okkur til loka þessarar viku (föstudag) til að skrá okkur þannig að ekki missa af þessu tækifæri! Allar nánari upplýsingar er að finna hér.

Comments are closed.

%d bloggers like this: