Arsenal – Everton 5-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Mangala, Williams, Keane, Schneiderlin, Gana, Walcott, Bolasie, Niasse. Sýnist þetta vera 3-5-2.

Varamenn: Robles, Rooney, Tosun, Gylfi, Davies, Holgate, Calvert-Lewin.

Arsenal náði fljótt sterkri pressu á vörn Everton og uppskáru mark strax á 6. mínútu. Og 6 mínútum síðar bætti Arsenal við marki eftir horn. Mangala sofandi og hleypti tveimur framhjá sér á fjærstöng og annar þeirra skallaði inn. Og 6 mínútum síðar (notice the pattern?) skoruðu Arsenal enn á ný. Heppnisstimpill á markinu því boltinn breytti stefnu af Mangala.

Fyrsta færi Everton kom á 26. mínútu þegar Mangala sendi fram á Niasse sem framlengdi strax á Walcott. Sá brunaði inn í teig og plataði Monreal en um leið og Walcott náði skoti skriðtæklaði varnarmaður og lokaði auðveldu færi og bjargaði í horn.

Fjórða mark Arsenal var svo dómaraskandall því Aubermange var kílómetra rangstæður þegar stungan kom.

4-0 í hálfleik.

Sam Allardyce brást við með því að skipta Mangala út af (sem hafði átt þátt í öllum mörkum Arsenal) og setja Gylfa inn á. Eða nei, hann tók Keane út af og setti Tom Davies inn á. Davies má reyndar eiga það að hann var flottur í seinni hálfleik.

Walcott bjó til dauðafæri fyrir Niasse með frábærri sendingu fyrir mark utan af kanti, geggjuð sending en Niasse skaut í stöng. Ekkert að falla með okkar mönnum í dag.

Calvert-Lewin kom inn á fyrir Niasse á 61. mínútu… Uh, nei. Walcott var kippt út af, enda besti maður Everton fram að því. Týpískt.

Calvert-Lewin náði reyndar að minnka muninn á 63. mínútu eftir fyrirgjöf frá Bolasie. Skallaði framhjá Cech í markinu.

Merkilegt nokk átti Mangala ekki þátt í fimmta marki Arsenal en þar tók Calvert-Lewin við kyndlinum. Reyndi að forða því að gefa innkast (af hverju í ósköpunum?) djúpt á vallarhelmingi Everton en sendi boltann beint á sóknarmann Arsenal sem þakkaði pent fyrir sig og Iagði hann beint inn í teig og fyrsta snerting þar gaf mark. 5-1.

Tosun skipt inn á fyrir Niasse á 78. mínútu en hann átti eitt framlag til leiksins: eitt arfaslakt skot á mark.

Lokastaðan: 5-1.

42 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Er það bara ég mér finnst þetta pínu skrítin liðsuppstilling.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég er hóflega bjartsýnn og spái 4-0 fyrir Arse.

 3. Gestur skrifar:

  Þetta er mjög skrýtinn uppstilling, tap í vændum.

 4. Gestur skrifar:

  Sam burt, takk fyrir

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það lítur út fyrir að ég hafi verið allt of bjartsýnn, grunar að Arsenal komist í tveggja stafa tölu.

 6. Gestur skrifar:

  Mangala að gera mistök í öllum mörkunum

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Koeman var rekinn eftir stórt tap gegn Arsenal.
  Núna stefnir í miklu stærra tap og ég ætla rétt að vona að þessi risaeðla fótboltans Sam Allardyce, hljóti sömu örlög eftir það.

 8. Ari G skrifar:

  Þetta er ekki boðleg frammistaða. Ég hef alltaf hugsað sem Sam sem bráðabirgðastjóra verður rekinn næsta sumar og ný uppbygging tekur við. Kannski er gott að Everton fái almennilegan skell í dag en þá verður kannski gert eitthvað í málunum.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jibbí!! Við skoruðum. Reyndar er liðið búið að vera mun betra í seinni hálfleik. Þurfum bara að losna við Schneiderlin.

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ekki margir í okkar liði í dag sem eiga eitthvað hrós skilið.
  Ég myndi nefna Davies, DCL og Niasse. Aðrir voru bara í ruglinu.

  • Ari S skrifar:

   Jákvætt að hann skyldi skora og það sýnir bara að það er eitthvað að hjá Everton að geta ekki notað Lookman. Vonandi vill hann vera áframþegar nýr stjóri kemur til okkar.

   • Gunnþór skrifar:

    Sammála þér Ari s eitthvað mikið að í okkar herbúðum en reyndar er flott að hann spili reglulega því eins og everton er að spila þá hefur hann lítið að gera inná vellinum hjá bláum.

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þá byrjar þetta rugl.
  /football/manchester-united-fc-transfer-news-red-devils-will-move-evertons-jordan-pickford-if-david

  • Ari S skrifar:

   Þetta er allt í lagi, hann er góður og við vitum það. Pickford meina ég.

   • Ari S skrifar:

    Spurning hvort að við ættum ekki að fara að bjóða í Rashford, svona til að hrista aðeins upp í hlutunum.

    • Ari S skrifar:

     Síðan að rashford kom fram á sjónarsviðið hefur hann slegið í gegn og er meira að segja kominn í Enska landsliðið. En hann fær engan séns með Mancester United vegna þess að Mourinho vill frekar hafa Lukaku, Lindegard, Iprahimovich og núna síðast Sanchez. Ekki séns að Rashofrd komist að í bráð. Tökum hann frá þeim!

 12. Elvar Örn skrifar:

  Ég held að þetta hafi verið ein lélegast liðsuppstilling í mörg mörg ár hjá Everton. Þegar ég sá uppstillinguna þá féllust mér hendur og ég hafði enga trú á að við myndum ná nokkru úr þessum leik.

  Af hverju að gera allar þessar breytingar eftir fínan sigur í seinasta leik gegn Leicester?

  Af hverju fær Mangala að byrja leikinn þó hann hafi lítið spilað að undanförnu og kom bara til liðsins 4 dögum áður, þetta bara er ég ekki að skilja.

  Af hverju að setja upp þriggja manna vörn þegar bakverðirnir eða wingbacks eða hvað þetta heitir eru Jonjoe Kenny og Martina sem eru bara alls ekki góðir framávið?

  Af hverju að lána Lookman þegar best er fyrir okkur að gefa honum séns þar sem við höfum engu að tapa?

  Af hverju fær Schneiderlin endalausan séns þrátt fyrir að vera lélegastur á leiktíðinni en menn eins og Klaassen komast ekki einu sinni í hóp?

  Af hverju að hafa Gana og Schneiderlin alltaf saman?

  Af hverju að hvíla Rooney OG Gylfa á bekknum?

  Af hverju er Tosun allt í einu ekki nógu góður til að fá að spila en hann gat skorað 4 mörk í 6 leikjum í meistaradeildinni í vetur?

  Af hverju Allardyce?

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svö, en það væri gaman að heyra Allardyce reyna að svara þessu.

  • Ari S skrifar:

   Ég hef veirð of góður við framkvæmdarstjórana okkar og stutt þá (í mínum huga) allt of lengi til dæmis var ég lengi að fá nóg af Martinez, lengi að fá nóg af Koeman en mjög fljótur að fá nóg af Allardyce. Í gegn um tíðina hef ég alltaf haft einhvern stjóra á MÍNUM óskalista og úrvalið hélt ég að myndi aukast þegar/eftir að Moshiri keypti hlut í félaginu okkar ástkæra. En ef maður pælir aðeis í því þá hafa stjórarnir okkar ekkert verið neitt sérstakir þegar kemur að því að vinna titla og reyndar höfum við aldrei síðan ég man eftir mér ráðið framkvæmdarsjóra með reynslu í að vinna titla og reynslu í að laða til sín alvöruy leikmenn. Ekki síðan að Howard Kendall var ráðinn í annað og þriðja sinn. Þetta spratt upp í kolli mínum og ég skrifaði husanirnar niður strax svo ég myndi ekki gleyma þeim…

   Það er kominn tími til að ráða ALVÖRU stjóra…!

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Algjörlega sammála. Við þurfum alvöru stjóra strax…….en hvern??

    • Ari S skrifar:

     Ég meinti nú ekki alveg að hann þyrfti að koma strax í dag…… veit ekki alveg hver á að taka við en mig langar í Antonio Conte.

     • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Mér líst ágætlega á þennan Fonseca hjá Shaktar, hann er líka samningslaus í vor.
      Tuchel þætti mér líka góður kostur og svo mætti alveg prófa að hringja í Simeone. Ekkert að því að sýna smá metnað þó svo að við endum ekki í einu af toppsætunum.
      Svo er Silva auðvitað á lausu en ég skil svo sem ekki hvað er svona heillandi við hann.

   • Gestur skrifar:

    Ari S , hver er að skrifa þessa pósta þína? Þeir eru mjög ólíkir þér.

 13. Eirikur skrifar:

  Liðsuppstilling sagði mér að Sammi sopi væri sáttur með að tapa þessum leik. við höfum ekki mannskap né getu til að spila með þriggja manna vörn og það virtist eins og verið væri að gefa nokkrum leikmönnum spiltíma frekar enn að stilla upp liði sem gæti gert eitthvað.

 14. Gunnþór skrifar:

  Þetta var það besta fyrir lookman að fá að spila fótbolta því hann er ekki að funkera í þessum hákarla fótbolta sem sammi er að láta liðið spila og það er eitthvað stórt að í okkar herbúðum hvað það er????

  • Orri skrifar:

   Sæll Gunnþór.Mér dettur í hug að Sammi sé vandamálið nú um stundir ????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

 15. Gestur skrifar:

  Hvenær er er Everton að spila á helginni?

 16. þorri skrifar:

  þeir eiga leik á laugardaginn klukkan 1500 everton- crystal palace

 17. Elvar Örn skrifar:

  Þegar Gylfi og Rooney byrja báðir þá er árangurinn

  Sigrar 4 jafntefli 1 töp 1

  Þegar þeir byrja ekki þá er árangurinn

  Sigrar 0, jafntefli 3 og töp 3

  Sammála Allardyce, ekki hafa þá saman á vellinum 🙂

  Hálfviti

 18. Elvar Örn skrifar:

  Sá Lookman spila 11 mínútur gegn Augsburg og hann var ansi flottur. Just saying.

 19. Hallur Jósepsson skrifar:

  sælir herra menn verður leikurinn syndur a ölver um helgina?

 20. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Spennandi að sjá hvernig liðinu verður stillt upp í dag.
  Ég ætla að giska á að Schneiderlin verði í byrjunarliði ásamt Williams og Martina og Pickford væntanlega í markinu. Að öðru leyti treysti ég mér ekki til að spá fyrir um uppstillinguna.
  Hvað úrslitin varðar, þá fer þetta 1-3 fyrir Palace.

%d bloggers like this: