Theo Walcott (Staðfest!)

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti nú rétt áðan um kaup á Theo Walcott frá Arsenal. Talað er um að kaupverðið sé 20 milljónir punda og gerði Walcott, sem er 28 ára gamall, samning til 2021.

Walcott skoraði 108 mörk í 397 leikjum fyrir Arsenal en hann gekk til liðs við þá frá Southampton fyrir 12 árum síðan. Walcott fær treyju númer 11 hjá Everton sem er gamla númerið hans Mirallas.

Það má segja að Walcott komi með mikinn hraða inn í liðið en hann getur líka skorað mörk og lagt upp. Hann er því góð viðbót við núverandi hóp.

Velkominn til Everton, Theo Walcott!

11 Athugasemdir

 1. Þórarinn skrifar:

  frábært!

 2. Ari S skrifar:

  Góðar fréttir:)

 3. Elvar Örn skrifar:

  Flottar fréttir. Gott upgrade á Lennon sem rennur út á samning í sumar. Sem dæmi hefur Lennon verið að skora í ca 10 hverjum leik en Walcott í tæplega 4 hverjum leik og fleiri stoðsendingar einnig.

  Tosun frammi, Walcott og Bolasie a köntunum (gefa líka Vlasic og Lookman séns), Gylfi í holunni og Rooney a miðju eða Klaassen (já ég vil sjá hann fá séns).

  Next in er vinstri bakvörður eða setja Garbutt í 25 manna hópinn.

  Verður gaman að, sjá byrjunarliðið í næstu umferð.

 4. Finnur skrifar:

  Takk fyrir þetta, Georg. Held að Walcott eigi fljótt eftir að vinna stuðningsmenn Everton á sitt band.

 5. Ari G skrifar:

  Ég er mjög ánægður með Walcott eina sem ég hef áhyggjur af eru meiðslin hans. Hann er mjög fljótur og vanmetinn leikmaður. Þurfum ekki vinstri bakvörð hann er að spila hjá Sunderland sækjum hann strax ef hann er í lagi eða Garbutt. Mundi láta þetta duga frekar að hreinsa til núna frekar að kaupa alvöru menn í sumar nema einhver frábær kemur á snærið hjá Everton.

  • Ari S skrifar:

   Nafni um hvaða vinstri bakvörð hjáSunderland ertu að tala?

   • Finnur skrifar:

    Þeir eru tveir á láni hjá Sunderland, ef ég man rétt — en nafni þinn er líklega að tala um Galloway. Ekki viss um að það geri honum gott að fara í djúpu laugina núna, þar sem hann hefur ekki náð sér almennilega á strik með Sunderland, miðað við það sem ég hef lesið. Svo er hann líka á lánssamningi út tímabilið, að ég held.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Líst vel á Walcott, ætli hann geti spilað í vinstri bakverðinum.

  • Teddi skrifar:

   Já hann færi létt með að spila bakvörð, sjáðu bara Bellerin(u) með taglið sitt. 🙂

 7. Gestur skrifar:

  Líst vel á Walcott

%d bloggers like this: