Cenk Tosun (Staðfest!)

Uppfært: Everton var rétt í þessu að staðfesta kaupin á Cenk Tosun. Cenk gerði 4 og hálfsárs samning sem gildir til júní 2022

Sky Sports og BBC tilkynntu í dag að Everton hefði náð samkomulagi við Besiktas um kaup á sóknarmanni þeirra, Cenk Tosun, sem einnig er í tyrkneska landsliðinu. Skv. Sky Sports er kaupverðið 27M punda og Cenk er nú í læknisskoðun hjá Everton en klúbburinn mun ekki tilkynna kaupin formlega fyrr en að læknisskoðun lokinni.

Cenk Tosun er 26 ára gamall og hefur skorað 41 mark í 96 leikjum fyrir Besiktas (og 39 mörk í 109 leikjum fyrir Gaziantepspor þar áður). Hann hefur verið mjög heitur með Besiktas á tímabilinu sem nú er hálfnað og skoraði til að mynda fjögur mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni, sem hjálpaði Besiktast að komast í 16 liða úrslit. Tvö af þessum fjórum mörkum voru gegn frönsku meisturunum Monakó í 2-1 sigri á þeim. Með tyrkneska landsliðinu má geta þess að hann skoraði 5 mörk í 9 leikjum á árinu.

Við munum uppfæra þessa frétt þegar við vitum meira. Þangað til er hér vídeó af kappanum.

15 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Ný kaup á framherja hef efasemdir vonandi òþarfa efasemdir.

 2. Teddi skrifar:

  Samhryggist.
  Framherjar eins og DC-Lewin og David Henen fara bara eitthvað annað þegar svona rusl er keypt.

 3. GunniD skrifar:

  Hvað eru mörg leikmannakaup „hinna stóru liðanna“ flopp. Þau kaupa fullt af mönnum sem fitta svo ekkert inn. Þetta eru bara nauðsynlegar fórnir.Vonandi „fittar“ þessi inn. Alltaf að vera bjartsýnn. Bjartsýni sem breytastist í vonbrigði orsaka ekki þunglyndi. Það er bara míta sem virðist hrjá suma hér inni. Munið, bjartsýni er lykill að vellíðan

  • Finnur skrifar:

   Nákvæmlega. Það er ekki margt sem maður getur gert hér sem áhorfandi til að hafa áhrif á þetta ferli. Þetta hefur bara sinn gang. Stundum finnst manni sem það eina sem maður getur haft áhrif á er skap annarra stuðningsmanna (hér á landi) og ég reyni að gera mitt til að skilja við hlutina betur en ég kom að þeim. Það tekst náttúrulega ekki alltaf, en vona að menn taki viljann fyrir verkið. Eins og Gunni segir: Bjartsýni er lykill að vellíðan. 🙂 Tek undir það.

  • Ari S skrifar:

   Vel sagt GunniD.

 4. þorri skrifar:

  sælir félagar veit einhver klukkan hvað leikurinn er á morgun

 5. Finnur skrifar:

  Leikurinn er kl. 19:45 að breskum tíma, sem er sá sami og íslenski í augnablikinu. Leikurinn er í beinni á Ölveri:
  http://sportbarinn.is/beinar-utsendingar/

 6. Ari G skrifar:

  Finnst það hræðilegt að Barkley sé sennilega að fara frá okkur til Chelsea á 15 millur. Skil hann ekki hann fær að setja mikið á bekknum hjá Chelsea hvað er hann að sækjast eftir peninga nóg af þeim hjá Everton. Lýst vel á að Everton kaupi Seri frá Nice örugglega frábær leikmaður fyrst svo mörg stór lið séu að eltast við hann. Veit ekkert um Cenk en verður maður ekki að treysta Sam stór kostur að vera jafnvígur á vinstri og hægri og svo höfum við Gylta til að gefa á hann. Leikurinn í kvöld síðasti sjens að gera eitthvað á þessu tímabili ef Everton tapar í kvöld þá er tímabilið búið og Everton siglir vonandi 7 sætinu í vor ekki möguleiki að komast ofar nema það skeður kraftaverk.

  • Finnur skrifar:

   Ég hefði viljað sjá hann skrifa undir samning en fyrst það er ekki að fara að gerast þá er fínt að fá eitthvað fyrir hann, frekar en að missa hann á frjálsri sölu í sumar.

 7. RobertE skrifar:

  Persónulega hefði ég heimtað meira fyrir Barkley, 15m er ekki nóg. En síðan þarf að finna menn sem koma í staðinn fyrir gömlu vörnina, Baines, Jagielka og Williams. Þessi leiktíð verður ekki uppá marga fiska ef Everton kemst ekki áfram í FA í kvöld.

 8. Ari G skrifar:

  Jæja þá er Barkley farinn frá Everton. Hræðilegar fréttir en hann vildi fara og fá 15 millur fyrir meiddan mann er svo ok betra en að fá ekkert í sumar. Þurfum að losa okkur við fleiri eða leiga út ekkert vit að vera með fullt af leikmönnum á bekknum á bullandi háum launum. Schneiderlin má fara mín vegna lika Aron Lennon. Mundi leiga út Sandro og Klassen ekkert vit að selja þá strax aftur nema þá komi gott útboð í þá. Svo þurfum við að yngja upp vörnina vill samt halda Jagielka og Baines. Williams má fara mín vegna.

 9. Ari S skrifar:

  Var að lesa þetta um hann á Royalbluemersey.sbnation.com Bluetooth Mersey heimasíðu. Þetta segir Tyrki sem að þekkir hann vel.

  „But what I admire most about Cenk is his determination. He believed in himself when nobody else did. He never quits. The level of abuse he received early in his career was near unbearable. He went from a third choice striker at Beşiktaş to moving ahead of the likes of Mario Gomez & Aboubakar.“

 10. Gestur skrifar:

  Jæja tveir farnir til að fjármagna þennan

%d bloggers like this: