Everton vs Swansea

Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Swansea á Goodision Park kl 20:00 á mánudagskvöldið.

Það er óhætt að segja að koma Sam Allardyce hefur heldur betur blásið lífi í Everton liðið. Everton hefur einungis fengið á sig 1 mark í 5 leikjum síðan hann var ráðinn stjóri. Liðið hefur fengið 10 af 12 mögulegum stigum í deildinni og situr nú í 10. sæti með jafn mörg stig og Watford sem er í 9. sæti.

Sam Allardyce sagði í viðtali fyrir Swansea leikinn að hann sé mjög ánægður hvað liðið hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Hann vill byggja á þessu en jafnframt vill hann sjá liðið bæta sig meira þegar það er með boltann. Hann segir að þetta verði ekki létt viðureign gegn Swansea og vill alls ekki að liðið sé að vanmeta andstæðinginn.

Sam Allardyce er sérstaklega ánægður með bættan varnarleik hjá liðinu en vill jafnframt fara sjá meiri gæði í sóknarleiknum.

Swansea hefur unnið aðeins 1 leik af síðustu 9 í deildinni en þess má þó geta að bæði Arsenal og Chelsea náðu naumum sigrum gegn þeim á sínum heimavöllum.

Birtum byrjunarliðið á everton.is tæpum klukkutíma fyrir leik.

 

 

4 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við hljótum að vinna þennan leik. Annað væri stórslys, týpískt fyrir Everton en stórslys engu að síður.

  2. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Watford og Leicester töpuðu í dag og með sigri gegn Swansea þá fer Everton upp um 1 sæti í það níunda með 25 stig og aðeins stigi á eftir Leicester sem er í áttunda sæti. Sigur gegn Swansea er algjört must.

  3. Gestur skrifar:

    Takk fyrir þessa upphitun. Leikurinn verður væntanlega erfiður en vonandi ber Gylfi ekki of mikla virðingu fyrir fyrrverandi félugum.

  4. Finnur skrifar:

    Tek undir það, takk fyrir upphitunina, Georg!